Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Síða 30

Samvinnan - 01.12.1947, Síða 30
(Framhald). „Elísabet!“ hvíslaði hann, „mér er þetta full alvara!" Hún reif sig af honum og flýtti sér inn í eldhúsið, þar sem systur Kar.ls voru að spjalla saman framan við eld- stóna, og lauk þar með eftirför hans. Beck gekk langan veg inn á eyna þetta stjörnubjarta kvöld, til þess að lægja tillinningaofsann, sem bjó honum í brjósti, áður en hann færi í háttinn. Hann kom fyrst heim aftur, þegar nokkuð var liðið frá miðnætti. Orð hans höfðu verið sögð í skjótræði, en ekki í fullri alvöru og að yfirveguðu ráði. En nú, eftir að hann hafði séð Elísabet svo nærri sér, — svo æsta og svo dásamlega fagra með tárin í augunum, þá var honum orðið þetta full alvara og ásetningur: — Hann var reiðubúinn að ganga að eiga þessa stúlku, hvað sem hún segði. Næsta dag fór hann í lystisnekkju sinni til bæjarins. En áður en hann fór, hafði hann þó séð sér færi á að hvísla að Elísabetu í skyndi: „Mér er þetta full alvara!“ Þessi orð, sem hann endurtók í bænarrómi, gerðu Elísa- betu alveg ringlaða. Hún hafði legið andvaka um nóttina og hugsað um það, sem Karl hafði sagt við hana um kvöld- ið. Honum gat ekki verið þétta alvara, fannst henni þá, heldur þýddi þetta það eitt, að nú dirfðist hann að fara á fjörurnar við hana til þess eins að hafa hana að leikfangi og ginningafífli. Hún var reiðubúin að láta verða af þeirri hótun sinni að fara brott af heimilinu. — En nú endurtók hann þessi ummæli hátíðlega og, að því er virtist, að at- huguðu máli. Var það alvara hans að bjóða henni hönd sína og hjarta? — Atti hún, einstæðingurinn ættsmái, að verða kona þessa mikilláta og ættríka sjóliðsforingja? Vissu- lega væri það ráðning fegurstu dagdraumanna, sem hana hafði dreymt endur fyrir löngu, meðan hún var ennþá reynslulaust barn úti í skerinu eyðilega — og áður en Sölva Kristjánsson hafði nokkru sinni borið lienni fyrir augu. Hún var annars hugar og föl á vangann alla vikuna og hugsaði með kvíðablandinni eftirvænting til næstu helgar, þegar Karl kæmi aftur. Hvað myndi hann þá segja? — Og hverju átti hún að svara? En sjóliðsforinginn kom ekki heim-um þessa helgi. Hann liafði orðið að takast ferð á hendur í skylduerindum. En María Forstberg kom í heimsókn og dvaldi nokkra daga hjá vinkonum sínum á sveitasetrinu. Hún fann strax, að Elísabet var eitthvað breytt í viðmóti gagnvart henni, var orðin fálátari og varari um sig, þegar þær voru saman í einrúmi. Maríu féll þetta illa, því að lnin var einlæg og trygglynd að eðlisfari og hafði fengið mætur á þessari ungti, stórlátu og fáskiptu stúlku. Hún reyndi að nálgast hana og vinna aftur einlægni hennar og'trúnað þann, sem henni hafði fundizt vera að skapast á milli þeirra. En Elísabet þýddist ekki vináttu hennar og einlægni í þetta sinn. Maríu var því ljóst, að eitthvað sérstakt hlaut að hafa komið fyrir hana, þótt enginn annar lieimilismanna veitti því efir- tekt. Karl Beck kom ekki næsta laugardag, eins og hann var þó vanur. í þetta sinn kom hann í miðri viku, og gekk strax hröðum skrefum gegnum herbergin, þegar hann sá, að Elísabet var ekki í stofunni. Að lokum fann hann hana uppi á lofti. Hún stóð þar við gluggann á ganginum og starði út. Þá heyrði hún og þekkti fótatak hans í stiganum og varð gripin slíku fáti og angist, að hana langaði til að fleygja sér út um gluggann. En hér var engrar undankomu auðið. Hverju átti hún að svara? Hann kom til hennar, lagði handlegginn um mitti hennar og spurði í hálfum hljóðum: „Elísabet! Vilt þú verða konan mín?“ Það lá við, að stúlkan félli í öngvit, en slíkt hafði aldrei komið fyrir hana áður á ævinni. Hún vissi naumast, hvað hún gerði, en stjakaði honum ósjálfrátt frá sér. En þegar liann greip hönd hennar aftur og endurtók spurningu sína, galt hún þó jákvæði við henni, föl og skjálfandi. Karl ætl- aði þá að grípa aftur utan um hana og faðma hana að sér, en þá vék hún skyndilega frá honum og leit á hann með slíkri skelfingu í augnaráðinu, að honum féllust hendur. „Elísabet," hvíslaði hann blíðlega, „hvað gengur að þér? — Grunar þig ekki, hversu ákaft eg hef þráð þessa stund?“ „Ekki núna — ekki meira núna,“ hvíslaði hún biðjandi. — „Síðar." — „Þú sagðir þó já, Elísabet, að þú vildir verða konan mín,“ tautaði hann ruglaður. En hann fann, að hún vildi vera ein, svo að hann gekk brott. Elísabet sat lengi þögul og hreyfingarlaus á kistu þarna uppi í loftsganginum og starði agndofa fram fyrir sig. Hjartað barðist um í barmi hennar, svo að hún heyrði sjáff slögin og nið síns eigin blóðs. Þó var eins og hún kenndi óljóss sársauka, er gagntók hana alla. Smám saman komst þó meiri kyrrð á tilfinningar hennar, og svipur hennar harðnaði. Henni datt í hug, að nú mundi Karl vera að segja stjúpmóður sinni þau tíðindi, að þau væru trúlofuð, og bjóst við, að lnin yrði kölluð á liennar fund á hverri stnndu. Þegar þetta dróst, ákvað lnin loks að fara ótilkvödd niður í stofuna og láta sem ekkert hefði í skorizt. Heimilisfólkið sat að venju saman í stofunni, og ekkert 30

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.