Samvinnan - 01.12.1947, Side 31
óvenjulegt var á því að sjá. Sjóliðsforinginn lét sem hann
væri að lesa í bók, en leit á hana yfir blaðröndina, þegar
hún kom inn, og blandaðist ástúð og áhyggja í augnaráði
hans. Kvöldverðurinn var borinn á borð, og Karl gerði dá-
lítið að gamni sínu, eins og hann var vanur, meðan setið
var að snæðingi. Elísabet fannst sem drungaleg þoka hvíldi
yfir öllu. Hún sinnti venj.uiegum störfum sem í leiðslu og
bjóst við, að eitthvað bæri til tíðinda á hverri stundu.
Kvöldið leið án þess að nokkuð óvenjulegt gerðist. Þeg-
ar gengið skyldi til sængur, greip Karl hönd hennar í hálf-
dimmum stigaganginum og hvíslaði ástúðlega:
„Góða nótt, Elísabet — ástin mín!“
En hún svaraði ekki ástarhótum hans, og þegar hann
ætlaði að kyssa liana á ennið, vék hún sér undan og ætlaði
að slíta sig af honum.
„Eg kom hingað í dag aðeins til þess að tala við þig,“
hvíslaði hann ástríðuþrungnum rómi og reyndi enn að
taka utan um hana. — „Eg verð að fara aftur til bæjarins
strax í fyrramálið. Á eg að fara svo, að þú sýnir mér engin
merki þess, að þér þyki vænt um mig?“
Hún laut höfði og leyfði honum að kyssa sig lauslega á
ennið. Svo hraðaði hún sér strax brott.
„Góða nótt, ástin mín,“ hvíslaði hann á eftir henni.
Elísabet lá lengi vakandi og bylti sér eirðarlaus í rúm-
inu. Hana langaði til að gráta og fannst einhver óskiljan-
legur kuldi setjast að sál sinni. Þegar hún sofnaði að lok-
um, dreymdi hana ekki unnusta sinn, heldur Sölva — að-
eins Sölva. Hún sá hann stara á sig með sorg og örvænt-
inmi í auonaráðinu, svo að henni fannst hún standa frammi
fyrir ströngum dómara. Hann sagði eitthvað, sem hún
heyrði ekki glöggt hvað var, en henni skildist, að hann ut-
skúfaði henni og segðist hafa fleygt sparikjólnum, sem
hann hefði ætlað að gefa henni, útbyrðis af skipinu.
Elísabet reis árla úr rekkju um morguninn og reyndi að
beina hugsunum sínum í aðrar áttir — reyndi að sjá sig
sjálfa sem konu sjóliðsforingjans og sökkva sér niður í dag-
drauma um glæsilega framtíð við hlið hins unga unnusta
síns. En það, sem henni hafði áður sýnzt vera glóandi gull,
virtist henni nú. aðeins vera svikin og litdauf eirblanda.
Hún var hnuggin og kvíðandi og tók nærri sér að ganga
inn í dagstofuna á fund fjölskyldunnar.
Karl Beck fór ekki til bæjarins þennan dag, eins og hann
hafði þó ætlað sér. Hann fann það a ser, að ekki var allt
með felldu. Honum tókst að ná'tali af Elísabetu í einrúmi,
áður en langt var liðið fram á daginn.
„Elísabet," sagði hann ástúðlega og strauk hár hennar
varfærnislega og huggandi, þvi að hun einbhndi niður fyr-
ir fætur sér og var harla hnuggin á svipinn. — „Mér fannst
eg ekki geta farið svo, að eg hefði ekki tal af þér aftur.“
Hún leit ekki upp, en forðaði sér þó ekki undan hinum
hógværu atlotum hans í þetta sinn.
„Þykir þér vænt um mig? — Vilt þú verða konan mín?“
spurði hann blíðlega.
Hún þagði um stund. Loks stundi hún því upp, föl og
dapurleg:
„Já, — herra Beck.“
„Segðu ekki herra Beck! Kallaðu mig heldur Karl,“
sagði hann biðjandi — „og líttu ofurlítið vingjarnlega á
mig!“
Hún leit upp og horfði á hann, en ekki á þann hátt, sem
hann hafði vænzt. Augnaráð hennar var næstum því kulda-
legt, þegar hún sagði:
„Já, — þegar við erum orðin trúlofuð.“
„Nú, erum við þá ekki trúlofuð?"
„Hvenær fær stjúpa yðar að vita það?“ spurði hún dálít-
ið hikandi.
„Kæra Elísabet! — Fólk mitt má ekkert fá að vita um
þetta, fyrr en eftir þrjá mánuði, þegar eg. . ..“
En þegar hann sá svipinn, sem kom á hana, og fann,
hversu skyndilega hún dró að sér höndina, hætti hann við
að segja það, sem hann hafði ætlað að segja, og tók sig á í
snatri: —
„í næstu viku, þegar eg verð kominn til bæjarins aftur,
skrifa eg föður mínum um þetta, og segi þá stjúpu minni
jafnframt frá efni bréfsins. Ert þú ekki ánægð með það,
Elísabet? — Eða viltu heldur, að eg segi henni það strax?“ —
hrópaði hann allt í einu ákveðinn á svip og greip hönd
hennar aftur.
„Nei, nei, ekki núna! — í næstu viku. Það er nóg í næstu
viku!“ hrópaði hún snöggt og hræðslulega, og þrýsti nú
hönd hans aftur í fyrsta sinn, eins og í bænarskyni.
,,Og þá ert þú mín?“
„Ja-á,“ tautaði hú liikandi og leit undan.
„Vertu þá sæl á meðan, Elísabet! — En eg kem aftur á
laugardaginn. Eg verð að sjá þig fljótt aftur!“
„Vertu sæll,“ sagði hún fremur lágmælt.
Hann stökk ofán í seglbátinn, sem beið hans við bryggj-
una, en hún horfði ekki á eftir lionum, en gekk niðurlút
burt frá honum heim að húsinu.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi í heimi hugmynda og
drauma, ekki síður en í veröld áþreifanlegra hluta. — Elísa-
bet hafði látið hrífast af þeim stórmannlega og göfuga
hugsunarhætti, sem henni hafði fundizt birtist í því, að
Karl Beck, hinn glæsilegi og ættstóri sjóliðsforingi, vildi
ganga að eiga hana — fátækan og ættsmáan einstæðing.
Hún fann, að hann hafði tekið kosti hennar fram yfir allt
annað, sem á móti kynni að rísa. En henni hafði aftur á
móti alls ekki hugkvæmzt, að hann mundi hliðra sér hjá
því að hefja þá baráttu við fjölskyldu sína, sem óhjákvæmi-
lega varð að heyja, áður en fólk hans sætti sig við það hlut-
skipti, sem liann hafði valið sér. Sjálfri hafði henni verið
það fullljóst, að sú viðureign gat orðið óþægileg og auð-
mýkjandi, en hún hafði varpað öllum sínum áhyggjum í
því efni upp á hina riddaralegu karlmennsku hans. En
þegar hún varð þess svo skyndilega vör, að hann ætlaði sér
að taka sér ríflegan samningsfrest í þessu máli — og hafði
jafnvel látið sér detta í hug að vera sjálfur hvergi nærri,
þegar fólki hans bærist fyrsta vitneskja um þetta — féll
henni allur ketill í eld. En í öðru veifinu var hún því þó
sárfegin, að henni gafst með þessu móti dálítill umhugsun-
arfrestur, áður en málinu yrði ráðið til lykta fyrir fullt og
allt.
Hún átti í hörðu hugarstríði þessa fáu daga, unz Karl
Beck kom aftur, og á nóttum lá hún og bylti sér eirðarlaus
í rúminu, eins og hún væri sárþjáð af hitasótt.
Sjóliðsforinginn kom aftur næsta laugardagskvöld og
heilsaði henni fyrst allra. Hann virtist naumast lengur kæra
(Framhald).
31