Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 2

Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 2
Kaupmenn tefla fram uppvakningi UPP úr aldamótunum síðustu var afstaða ríkis- valdsins til samvinnuhreyfingarinnar ofar- lega á baugi víða um lönd. Vestrænar þjóðir voru um þær mundir að setja samvinnulöggjöf sína, skipa hinni nýju samvinnuhreyfingu rúm í þjóðfélaginu og tryggja réttindi þessara þýð- ingarmiklu samtaka þegnanna um eigin velferð- armál. Eigi urðu allir á eitt sáttir um lagasetn- ingu þessa. Andstæðingar samvinnufélagsskapar- ins — einkum kaupmenn — vildu ógjarnan að ríkisvaldið tryggði starfsaðstöðu þessa nýja keppi- nautar og reyndu víðast hvar að bregða fæti fyrir hin lýðræðislegustu ákvæði laganna, svo sem þau, að þegnarnir mættu frjálsir starfrækja eigin verzlunarbúðir án þess að sú starfsemi væri skattlögð á ósanngjarnan hátt af ríkisvaldinu. Um skattamálin urðu þá þegar hörð átök. And- stæðingar samvinnumanna vildu skilgreina arð- greiðslur kaupfélaganna til félagsmanna sinna sem verzlunargróða og skattleggja hann sam- kvæmt því. Samvinnumenn bentu á, að arður sá, er kaupfélag endurgreiðir félagsmönnum sín- um væri ekki verzlunargróði, heldur endur- gieiösla til félagsmanna á fé, er þeir hefðu lagt inn til greiðslu fyrir vörur, er þeir hefðu keypt, en af fé þvx hefðu þeir sem einstaklingar greitt skatt. Þessi rök eru svo augljós, og tvöfaldi skatt- urinn svo gífurlegt félagslegt óréttlæti, að þessi tilraun til þess að hefta vöxt samvinnufélaganna beið ósigur hvarvetna um hinn menntaða lieim, enda þótt samvinnuhreyfingin væri þá svo ung, að hún ætti mjög fáa fylgjendur á lögþingum. Hvarvetna í Evrópu voru réttindi manna til samvinnuverzlunar viðurkennd og félögunum forðað frá tvöfalda skattinum. Átökin um þetta mál á fyrstu árum aldarinnar náðu alla leið hingað út til íslands. Einnig hér var reynt að koma tvöföldum skatti á samvinnumenn, en sú tilraun mistókst. íslenzka samvinnulöggjöfin var sniðin eftir samvinnulögum evrópskra menning- arþjóða. Samvinnumenn og andstæðingar þeirra rökræddu þessi mál, og lauk þeim skiptum með fullum sigri samvinnumanna. Tvöfaldi skattur- inn var kveðinn niður, og ýmsir hinna eldri manna munu hafa vænzt þess, að sá draugur mundi ekki rísa upp aftur. EN' reynslan hefur orðið nokkuð önnur. Þótt málsvarar tvöfalda skattsins hafi verið kveðn- ir l kútinn í rökræðum oft og mörgum sinnum, halda þeir áfram að tefla fram uppvakningnum með nokkurra ára millibili. Væntanlega álíta þeir, að jafnan sé nokkur hópur manna í land- inu, sem ekki hafi áttað sig á eðli málsins og því reynandi að vinna fylgi þeirra. | þeim-flokki er æska landsins, sem ekki þekkir fyrri baráttu og þau rök, sem þar urðu sigursæl. Þannig er nú nýlega hafin hatröm barátta í málgögnum kaup- nianna fyrir því, að koma tvöföldum skatti á samvinnumenn. Morgunblaðið hefur þar haft forustuna. Það liefur birt hverja greinina á fætur annarri um „skattfríðindi" kaupfélaganna og talnaþulur miklar til þess að sanna mál sitt. í þessum skrifum er það lagt til grundvallar, að fé það, sem um hver áramót stendur inni hjá kaupfélögunum og ætlað er til arðgreiðslu til félagsmannanna, sé verzlunargróði, sem beri að skattleggja. Með því að taka ekkcrt tillit til þess, að þetta fé er eign félagsmanna en ekki félags — enua greiða þeir skatta af þvi —, hetur Mbl. þótzt sanna það, að félögin nytu mikilla og ó- eðlilegra skattfríðinda. Hefur blaðið síðan lagt út af þessu, eins og það væri fullsannað mál. Önnur blöð liafa tekið þessa fullyrðingu upp. Jafnvel forustumenn stærsta stjórnmálaflokks landsins hafa haft við orð, að ákvæði samvinnu- laganna bæri að endurskoða í samræmi við þess- ar „sannanir". SAMVINNUMENN mega gjörla sjá það af þessurn tilbúnaði, að vænta megi átaka um tvöfalda skattinn innan tíðar og að andstæðingar samvinnustcfnunnar hyggjast nú, á fyrstu árum lýðveldisins, að skerða með lagaboði félagsfrelsi landsmanna og rétl þeirra til samtaka. Tvöfaldi skatturinn er slfk skerðing. Hann er bein hindr- un þess, að þegnarnir getið notið ávaxta þess, að taka höndum saman um verzlunina. Það er mikils um vert, að samvinnumenn treysti sam- lieldni sína og snúist hart til varnar gegn þessaii herferð, svo að hvcrjum þeim stjórnmálaflokki, sem hyggst að beita sér fyrir slíku atferli, þyki lítt fýsilegt að gera alvöru úr því í lýðfrjálsu landi. Það er mála sannast, að samvinnumenn hafa á síðari árum ekki verið svo árvakrir sem skyldi um skattamál sín, og þess vegna hefur löggjöf síðustu ára nokkuð dregið úr þeim sjálf- sögðu réttindum, sem kaupfélögunum voru tryggð í fyrstu samvinnulögunum. En takist að vega í þann knérunn enn á ný, er fullvíst, að það mun hafa hin óheillavænlegustu áhrif fyrir fram- tíð samvinnufélagsskaparins og efnahagsbaráttu almennings. ISUMUM öðrum löndum hcfur baráttan fyrir tvöfalda skattinum verið cndurvakin annað slagið af málsvörum kaupmanna. Nefnd, sem starfaði að endurskoðun á skattalögum Noregs fyrir stríðið, varð t. d. að taka þetta mál til at- hugunar fyrir háværar kröfur frá kaupmönnum. En nefndin komst að sjálfsögðu að þeirri niður- stöðu, að kröfurnar væru óréttmætar. Nefndin segir segir svo í áliti sínu: Nefndin telur, að viðskiptum milli kaupfé- lags og félagsmanns sé ekki að fullu lokið fyrr en kaupfélagið hefur ákveðið, hvern arð (endurgreiðslu) er hægt að greiða á öll vöru- kaup félagsmannsins og hefur greitt honum þennan arð sem endurgreiðslu á vörukaup hans. Með öðrum orðum: Hinn svokallaði gróði á verzluninni við félagsmenn er í raun- inni ekki gróði, heldur árangur bókhalds- reglna, sem til þess eru gerðar, að sýna, hvern lilut af söluverði varanna sé hægt að endur- greiða félagsmanninum. Réttmæti samvinnuverzlunarinnar er rökstutt ýtarlega í nefndarálitinu og bent á, að félögin greiði skatt af viðskiptum við utanfélagsmcnn, sem ekki njóta arðgreiðslu, og hún hafnaði al- gjörlega kröfunni um tvöfalda skattinn á kaup- félagsmeðlimi. Þessi niðurstaða er eðlileg í hverju lýðfrjálsu menningarþjóðfélagi. Það mundi þykja nýstárleg opinberun um félagsþroskann í hinu nýja, íslenzka lýðveldi, ef sú fregn bærist út um heiminn, að gróðabrallsmönnum hcfði tekizt að hefta félagsfrelsið hér með lagaboði. Vonandi reynist samvinnuhreyfingin svo sterk, og lands- mcnn svo þroskaðir, að þessi tilraun gefi ekki betri raun en allar hinar. Þannig mun þjóðinni bezt farnast. í STUTTU MÁLI Sa tnvin n ufrœðsla. í síðasta hefti sænska samvinnutímaritsins Vi, sem hingað hefur borizt, er m. a. greint frá því, að námsflokkastarfsemi samvinnu- hreyfingarinnar sé nú í örum vexti: Frá ára- mótum til 31. okt. s. 1. bættust 483 náins- flokkar við. Blaðið bendir á, að þessi aukn- ing beri vott um vaxandi áhuga almennings fyrir ökónómískum og félagslegum viðfangs- efnum, því að flestir námsflokkanna hafa valið sér slíkar námsgreinar. Námsflokka- starfsemi sænsku samvinnufélaganna er mjög merkileg. Hún grundvallast að verulegu levti á Jxví, að félögin hafa kappkostað að mennta félagsleiðtoga á hverju félagssvæði, sem stjórna flokkunum. í Þessu efni er sorgleg eyða í samvinnufræðslu okkar íslendinga. Fjölgun samvinnubúða. Nýtt hefti af Cooperative Review greinir frá því, að síðan rússneska stjórnin upphóf bannið á starfsemi kaupfélaganna í bæjum og borgum landsins, á s. 1. ári, hafi samvjnnu- búðum í landinu fjölgað mjög, t. d. hafi kaupfélagið í Moskvu nýlega opnað stóra og veglega nýlenduvörudeild. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinn u félaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 12. hefti Des. 1948 2

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.