Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 15
TTVORT SEM svarið við þeirri spurningu er jákvætt eða neikvætt, er það stað- reynd, að mjög margt fólk og allmargir hljómsveitarstjórar vilja að hægt sé að sjá jafnt sem heyra. Til eru að sjálfsögðu nokkrar fíngérðar sálir, sem fara á hljóm- leika og hlýða á tónana án þess að líta nokkru sinni á hljómsveitarstjórann eða hljóðfæraleikarana. Þeir munu auk heldur vera til, sem af ásettu ráði og af miklu vilja- þreki sitja hljómleika út með lokuð augun (án þess að sofna), til þess að þeii geti gefið sig óskipta að tjáningu tónverksins. Og til eru þeir nemendur og hljómlistarmenn, sem aldrei líta af nótnabókinni í kjöltu sinni á meðan eyrað fylgist með flutningi verks- ins- En þetta eru allt undantekningar og þær eru ekki ýkjamargar. Flestir — og lát- um oss játa það hreinskilnislega — hafa augun opin og einbeina þeim að hljómsveit- inni, einleikaranum eða hljómsveitarstjóran- um nær allan tímann. Það er staðreynd, að það er hreint ekki nauðsynlegt að sjá liljómsveitarstjórann eða hljómsveitina til þess að njóta góðrar tón- Iistar. Symfóníumúsík er áheyrnarlist. Boð- skapur hennar til eyrans er eina ástæðan til þess að hún er yfirleitt til. Hversu mjög sem hljómsveitarstjórinn fettir sig og brettir, hversu angurværir á svip, sem strengjaleik- ararnir kunna að vera, er þeir leika himn- eska melódíu, þá verður ekki fram hjá því komizt ,að fegurð lagsins verður að komast til áheyrandans í gegnum eyrað. TT'IGI AÐ síður finnst mörgum, að augað verði að hvíla á einhverju meðan eyrað fæst við hið mikilvæga hlutskipti að skynja og meta tónverkið. Og að sjálfsögðu skyldu allir þeir, sem þess eiga kost, sjá, jafnt sem heyra, ef þeim finnst þeir njóta tónlistar- innar betur með þeim hætti. Aðgætandi er og, að miklir hljómsveitarstjórar, eins og Toscanini, örva hljóðfæraleikara sína með eldmóði sínum og persónuieika, og tekst þannig að hleypa nýju lífi í flutning tón- verksins. Á sama hátt getur það e. t .v. haft örvandi áhrif á áheyrandann, að sjá mikil- hæfan hljómsveitarstjóra að verki- En þegar áheyrandinn hefur vanið sig á, að njóta tón- listarinnar með milligöngu eyrans aðeins, verður spurningin um það, hvort hann skuli sjá jafnt sem heyra, næsta akademísk og óraunhæf. Stundum kemur það fyrir, að hljómsveitarstjórar láta til sín hevra, og segja, að menntaðir áheyrendur eyði ekki tíma sinum í það að horfa á manninn með sprotann, en þrátt fyrir svona ummæli, gerir enginn hljómsveitarstjóri neitt til þess að koma þeirri venju á. Það er sagt að Leopold Stokowsky hafi eitt sinn ráðgert að fela sig og Fíladelfíu-hljómsveitina frægu, á bak við tjald, sem átti gjörsamlega að byrgja útsýn áheyrendanna, en ekki áheyrn. Þetta er að- eins sögusögn. En það eina, sem gert var, var það, að láta hljómsveitina sitja á dimmu sviði, þar sem ekkert ljós var leyft nema smátýra við nótnaborð hljóðfæraleikaranna meðan heljarstórt kastljós uppljómaði Sto- kowsky. En þessi tilraun gafst þannig, að menn voru á einu máli um að hún mundi eyðileggja sjón hljóðfæraleikaranna og því var brátt hætt við hana. Arturo Toscanini og aðrir hljómsveitar- stjórar við Wagnerhátíðahöldin í Bayreuth, þar sem Wagner lét byggja fyrirmyndarleik- hús sitt og hljómleikasal, unnu starf sitt á lækkuðu sviði, svo að þeir sáust ekki frá áhorfendasætunum, en þarna voru fluttar óperur á leiksviði, með söngvurum í skraut- búningum, og var það nægilegt verkefni fyr- ir augað. Toscanini hefur sagt, að þar hafi hann verið hamingjusamastur í starfi sínu vegna þess að þar hafi hann getað unnið verk sitt óséður og án þess að þurfa að vera í viðhafnarklæðnaði. En hversu oft, sem hljómsveitarstjórinn kann að mótmæla, er það fullvíst, að hann er sér þess vel meðvitandi, að augu, ekki síður en eyru áheyrendanna, fylgjast með frammistöðu hans. Flestir hljómsveitarstjór- ar eru nostursamir við klæðnað sinn og snyrtingu alla. Sumir láta jafnvel liða hár sitt, ef skallinn hefur ekki tekið af þeim ómakið. Þeir nota þó ekki andlitsfarða, en flestir hafa eytt löngum tíma í það einhvern tíman á ævinni, að æfa sig fyrir framan stóran spegil. Margir hafa, fyrir tilviljun eða af ásettu ráði, lagt sé til sérkennilega fram- komu og „takta“, sem eru talið séreinkenna persónu þeirra jafnt sem túlkun sú á tón- verkinu, sem þeim tekst að herja út úr hljómsveitinni- TOSCANINI lýtur höfði í auðmýkt þegar hann gengur fram á sviðið, og heldur Um jólin hlýða flestir landsmenn á mikið af góðri músik í útvarpstækj- um sínum. Margnur óskar þcss þá, að hann sæti í konsertsal og sæi hljómsveit og hljómsveitarstjóra fyrir sér. En mundi maður njóta hljómlistarinnar betur þá? Um það er rætt í þessari skemmtilegu grein. um sverari enda sprotans með hægri hendi, en hvílir mjórri endann léttilega á öxl sér, eins og byssa væri. Stokowsky stígur inn á sviðið, léttfættur á tánum, skundar greitt og tígulega eins og íþróttamaður, hoppar létti- lega upp á pallinn, snýr sér samstundis að hljómsveitinni og skipar henni til athygli, allt í einni samfelldri hreyfingu. Serge Koussevitzky gengur hægt og tígulega inn á sviðið, eins og hann færi fyrir hátiðlegri skrúðgöngu. Bruno Walter stígur fram með góðlátlegum virðuleik eins og hæfir evrópsk- um gentlemanni, sem enn hefur ekki of há- an blóðþrýsting. Þetta er atvik, sem raunar er gaman að sjá. Toscanini veifar sprota sínum með löngum, fjaðurmögnuðum hreyfingum. Stundum færir hann handleggina með eins og hann ætlaði að taka utan um einhvern. Ellegar hann slær taktinn með hægri hend- inni á meðan sú vinstri stýrir blæbrigðum, hljómmagni og tónblæ, með fíngerðum bendingum. Stokowsky notar ekki sprota, en lætur hendur sínar um hina ytri stjórn með ákveðnum, hnitmiðuðum hreyfingum, sem eru raunar mjög virðulegar og fágaðar. Koussevitzky notar stuttan sprota og stórar sveiflur. Annað veifið hvílir hann báða handleggi og virðist grafkyrr, en það er að- eins logn á undan stormhviðu. Stundum (Framhald á bls. 31.) WALTER — Mildara, mildara, þið þarna við básúnurnar! 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.