Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 28
LAGT UPP f LANGFERÐ (Framhald af bls. 13.) um sögum vörpuðu kapparnir fram hnittinyrðum um leið og þeir voru til höggs leiddir. Þá veitir og, að öðru jöfnu, syndin fjörugri félagsskap en sómamennskan. Það er ekkert eins- dæmi manna á meðal, að vera breysk- ur og brákaður reyr. Henni Hólmfríði hugkvæmdist allt í einu, að rétt á litið væri hún ekki fyrsta manneskjan, er hætti lífi sínu með því að fara á hestbak. Þá var það og vitað, að lang- flestir sluppu ódauðir og jafnvel ó- meiddir frá því fyrirtæki. Eigi heldur gat það talizt neitt óguðlegt athæfi, að sitja á ferfætlingi sveita á milli. Með nýjum gjörðum við söðulinn ætti það að geta gengið sæmilega, svo fremi hún gleymdi ekki að fela sig guði á vald. Og því gleymdi hún aldrei. Margt fleira ræddum við um þessa hluti áður degi lauk, og að kvöldi tóku við draumar um lík efni. Kom ýmis- legt fyrir hana Hólmfríði á þeim við- sjála vettvangi og sumt miður senni- legt. SIÐAN leið ársfjórðungur eða vel það, og féll varla úr dagur, að hin fyrirhugaða langferð væri ekki þaul- rædd frá ýmsum hliðum og sjónar- miðum. Hvað orðræður og hugmynda- flug áhrærir, hefur varla nokkurt ferðalag á vorum hnetti verið ræki- legar undirbúið. Ekki aðeins allir hugsanlegir möguleikar, heldur og sumir miður hugsanlegir, voru til greina teknir og til mergjar krufðir. Endurtekningar voru hvorki henni Hólmfríði né okkur krökkunum á móti skapi. Aldagömul reynsla margra kynslóða hefur sýnt og sannað, að margt getur komið fyrir á skemmri leið en þeirri, sem hún Hólmfríður átti fram undan. Vissara þótti að á- kveða fyrirfram, hve oft hún skyldi fara af baki á leiðinni yfir Jórvíkur- heiði. Ferðakonan sór og sárt við lagði, að hún Brunka gamla skyldi fá að grípa niður í hverri graslaut, er á vegi þeirra yrði, og kasta mæðinni bæði oft og lengi. Hún Hólmfríður ætlaði sér ekki að ganga fram af blessaðri skepn- unni. Ástæðan til að hún Hólmfríður hafði ákveðið að leggja upp í ferð þessa var sú, að hún átti bróður í 28 Bakkafirði, sem hana langaði mjög til að sækja heim. Þessi bróðir hennar var giftur og átti börn við konu sinni. Heimili, þar sem börn eru fyrir, kom vitanlega ekki til mála að gista gjafa- laus. Einhver gat frætt okkur um ald- ur, nöfn og útlit barna þessara. Kunn- um við þau von bráðar utan að, vissum jafnvel um vörtur þeirra, kartneglur, ör eftir meiðsl og aðra vankanta. En fleiri börn voru í Bakkafirði en bróð- urbörn Hólmfríðar. Og hver hefur hjarta til að bregðast börnum, sem vænta sér einhvers góðs? Að minnsta kosti ekki hún Hólmfríður. Hins vegar er það svo með gjafir, að fæstum gefendum er í lófa lagið að afla þeirra ókeypis. Og þó að hún Hólmfríður ætti einhverja aura í handraðanum, eða hefði átt, var hún engan veginn ofhlaðin málmi þeim hinum góða, sem gull er nefndur. Þar kom von bráðar, að hana þraut gjald- miðil og síðar lánstraust til frekari gjafakaupa. Var þá ekki annað fyrir hendi en að við börnin legðum saman af okkar aurum. Þegar svo hafði geng- ið um stund, að allt, sem okkur áskotn- aðist fór sömu leiðina, fórum við að bera fremur þungan hug til þessara krakka þarna í Bakkafirði norður, og var lítill léttir að því, þegar það kom upp úr kafinu, að sum þeirra, sem gjafirnar voru ætlaðar, voru dáin og höfðu legið í moldu árum saman. Það var sem sé ekki einleikið, hverju hún Hólmfríður gat komið í lóg, jafnvel þó að börnunum fækkaði. Það voru fleiri, sem gleðja þurfti þarna nyrðra en börnin ein. Mágkonan átti að fá silkislifsi, Sigurborg svuntuefni, rósótt, hún Solla í eldhúsinu skýluklút. Hver var þessi Sigurborg? spurðum við krakkarnir, og fengum að vita að svo hét móðir mágkonunnar. — Og svo er það hann Villi bróðir, hélt Hólmfríður áfram. Honum hafði eg hugsað mér að færa bláröndótta utan- hafnarskyrtu, eins og þær sem Franz- ararnir nota. Voru þá allir taldir, er hún ætlaði að færa gjafir? spurðum við börnin lágróma. Nei, biðjið þið fyrir ykkur! anzaði Hólmfríður okkur og hleypti í brún- irnar. Svo eru það hann Valdór, hann Halldór, hún Vigdís og hún Björg. Við nánari eftirgrennslan kom fram, að Björg væri húsmóðirin á „hinum bænum“, Vigdís dóttirin, Valdór son- urinn, Halldór húsbóndinn — bless- aður karlinn, alskeggjaður, og það fór honum svo vel. Við spurðum, hvað hann ætti að fá. Það hafði Hólmfríður ekki fullráðið við sig enn sem komið var. Sigga réði Hólmfríði til að gefa honum af gömlu knjáskjólunum sín- um, Gudda vildi að hún prjónaði tref- il handa honum, eg réði Hólmfríði til að kyssa karlinn í skeggið og láta þar við sitja. Var það ráð illa þegið. . Tímar eftirvæntingarinnar eru dýr- mætir, en taka enda, svo sem allt annað gott. Þar kom, að mjög nærri stappaði að hún Hólmfríður væri til fararinnar búin. Svo var og skjóða ein mikil, er átti að heftast við söðulinn með ein- hverju móti. Hún Hólmfríður hafði meira að segja verið til altaris nýverið, svo hún var fær í flestan sjó og reiðubúin að gefa sig skapara sínum og Brunku gömlu á vald. Það var laust fyrir sól- stöður, að draumurinn þrádreymdi átti að líkamnast í því hversdagslega atviki, að stíga á bak aflóga hryssu og slá undir nára. Þegar dagurinn rann, gerðist það þó án sérstakra tákna og stórmerkja, sem má undarlegt virðast. Eina af- brigðað frá daglegum venjum var að hún Hólmfríður hristi mig upp úr fasta svefni fyrir allar aldir og bað mig blessaðan að láta sig ekki bíða eftir reiðskjótanum. Vertu nú einu sinni snar í snúning- um, vinurinn minn góði, bað hún mig blíðlega og minnti mig á, hve margoft eg hefði lofað, að Brunka skyldi vera til ekki seinna en hún. Eg spurði hana, hvort hún væri með öllum mjalla, og spáði, að hún mundi hafa verra af, ef hún léti Brunku bíða tjóðraða til dagmála, en fyrr yrði hún varla ferðbúin. Þá fór Hólmfríður að kjökra og sagði eymdarlega, að eg mætti ekki stríða sér í dag: Hver veit, nema það yrði í síðasta sinn! Þá stóðst eg ekki mátið, en rauk af stað. — Þegar eg var að binda hryssuna við hestasteininn skömmu síðar, gekk faðir minn á hlaðið fram. Hann spurði, hvers konar endileysa þetta væri — að taka hrossið heim úr haga svona löngu áður en lagt yrði af stað! Samt lét hann það gott heita. En eg gekk í bæinn til að hressa mig og horfa

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.