Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 17
L
:stjökum á altari hinnar
:ertastjakar — hvor um
eru smíðaðir í líkingu
efur dvalið landflótta í
[irkjunni. Ljós er aðeins
r eru oft nefndir „bronz-
| skýrt í biblíunni: Hinn
hins forna Ísraelsríkis.
ts, allt frá spádóminum
:m taldir ein hin mestu
góði fjárhirðir.
’ha og Elieser.
lann er upprisinn.“
iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii
■ ll■■l■llllllllllllll■■■lllll■lllll■lllllllllllllll■•l■■■ll■l>•l■ll•■ -
Ú tvarpsþáttur
eítir FROSTA
Nýjungar í útvarpinu
SÍÐUSTU VIKURNAR hefur þó nokkur fjörkippur
komið í dagskrárstjórn útvarpsins okkar og hefur hún
boðið hlustendum upp á nokkrar nýjungar. Hefur út-
varpið þar með — í fyrsta sinn að því er séð verður —
beygt sig að nokkru fyrir utanaðkomandi gagnrýni,
enda var hún orðin hávær og fyrirferðarmikil í flest-
um blöðum landsins. Þetta tillit til ábendinga kemur
því vissulega ekki vonum fyrr og hefði verið hollara
fyrir bæði útvarpið og hlustendurna, að það hefði ver-
ið gert fyrr. En fagna ber hó bví, að svo virðist, sem
nokkur viðleitni til aukinnar fjölbreytni útvarpsefnis
sé hafin. Viðleitnin er lofsverð, en þó er ekki þar með
sagt, að hinir nýju bættir allir hafi reynzt sérleg upp-
lyfting það sem af er — síður en svo — en vonandi
stendur það allt til bóta.
AF HINUM NÝJU báttum vil eg fyrst nefna fjár-
hagsþáttinn, sem formaður Fjárhagsráðs hefur flutt
hingað til. Það er mjög æskilegt, og raunar sjálfsagt,
að þeir embættismenn, sem stjóma eiga þýðingarmikl-
um málum þjóðarinnar, geri henni annað veifið grein
fyrir athöfnum sínum í svona rabb-þáttum og verður
vonandi framhald á þeirri tilraun, sem hafin er. Mætti
auk heldur kalla fleiri embættismenn í pontuna en
Fjárhagsráðsformanninn, t. d. meðlimi Viðskipta-
nefndar, póst- og símamálastjóra, fræðslumálastjóra,
formann stjómar Síldarverksmiðja ríkisins o. fl. Þessi
þáttur væri þó meira virði en nú er, ef hann væri að
öðrum þætti spumingaþáttur, þ. e. að þessir virðulegu
embættismenn svöruðu spurningum borgaranna, eins
og eg lagði til í síðasta þætti mínum hér.
ÖNNUR NÝJUNG er Gunnu-Stínu-þáttur Lofts
Guðmundssonar. Þetta á augsýnilega að verða ís-
lenzkur Robinson Family- eða Familien Hansen-
þáttur, kunnir úr brezka og danska útvarpinu. Þessi
þáttur fór ekki ólaglega af stað og getur sjálfsagt orðið
góður, því að höfundur hans er um margt snjall og
fundvís. En hann má vara sig á því, að gera hið dag-
lega líf Reykjavíkurstúlkunnar sinnar ekki of öfga-
kennt og afskræmislegt. Örlítið örlaði á því, þegar í
upphafi. Robinson-þátturinn brezki er eftirminnileg-
astur fyrir það, að hann bregður upp myndum af dag-
legu lífi þjóðarinnar, sorgum hennar og áhyggjum,
starfi og afþreyingum, með því að lýsa hversdagslífi
venjulegrar fjölskyldu, láta meðlimi hennar fást við
vandamál, sem jafnframt eru vandamál flestra annarra
heimila. Þarna getur Gunnu-Stínu-þáttur Lofts fyllt
eyðu í útvarpsdagskrá okkar — ef vel er á haldið. Von-
andi tekst honum það í framtíðinni. Þátturinn um
UNGA FÓLKIÐ var hressilegur og gott eitt um það
að segja, að ungt fólk fái að láta liós sitt skína. En út-
varpið — og unga fólkið í útvarpinu — má sízt
gleyma því, að spjall um skemmtanalíf og böll Reyk-
víkinga hæfir bezt þeim sjálfum, en ekki þjóðinni allri
og of mikið má gera að því — og hefur raunar verið
gert — að tala um „bæinn“ sem landið og bjóðina. Það
eru fleiri himdar svartir en hundurinn prestsins, enda
þótt þeim fækki sífallt. Minnir þetta ennánauðsynþess
að koma upp útvarpi frá öðrum landsfjórðungum.
UM SKEMMTIÞÁTTINN svonefnda get eg verið fá-
orður. Hann tók lítið fram pylsuvagnsútvarpinu í fyrra,
meðan „lög og létt hjal“ var og hét. Ef „skemmtiþátt-
ur“ útvarpsins orkar ekki meiru en þegar hann reið
úr hlaði, þá væri hentast, að halda ekki lengra. Það er
leiðinlegt að verða þess var, hversu dagskrárstjómin
getur stundum verið ógagnrýnin. Tveir til þrír „slag-
arar“, leiknir á píanó, og „leikrit11 með drukknum,
frönskum gleðikonum, sem uppistöðu, getur naumast
kallast „þáttur“ eða verið kennt við skemmtun. Og svo
var allt flutt af grammófónplötum. Fyrir mistök í
flutningi komst upp um strákinn Tuma, því að ekki
var tilkynnt að þátturinn væri fluttur af plötum. Slíkt
gera erlendar útvarpsstöðvar ævinlega og þykir sjálf-
sögð kurteisi við hlustendur. Víst þurfum við
skemmtiþátt í útvarpinu. En útvarpshlustendur al-
mennt munu gera meiri kröfur til sjálfs sín — og út-
varpsins — en svo, að þessi frumsmíð falli í góðan
jarðveg hjá þeim. Eigi að síður vil eg mælast til að
þessi tilraun verði ekki látin niður falla, þótt ekki
blési byrlega í upphafi, heldur verði reynt að skapa
raunverulegan skemmtiþátt í útvarpinu. Slíkt kostar
að vísu nokkurt fé, en útvarpið er enginn kotungur.
Landsmenn komust að raun um það, er fjármálaráð-
herrann las ríkisreikninginn fyrir 1947 á Alþingi. Ut-
varpið er eitt af hinum meiriháttar gróðafyrirtækjum
landsins, þótt hlustendur verði þess vissulega ekki oft
varir í dagskránni. Dagskráin er nefnilega Helga
Karlsdóttir í öskustónni, en útvarpshöllin stóra og
ameríska teikningin skrautkonumar Ása og Signý.
Þeim eru ætlaðir gildu sjóðirnir að því er virðist. En
hóf mxm bezt á hverjum hlut og útvarpshíustendum
yfirleitt mun þykja tími til kominn að gera nokkra
breytingu á heimilishaldinu og gera hlut dagskrárinn-
ar í öskustónni eitthvað veglegri. Má og vel vera, að
„þættir“ þeir, sem hér hafa verið nefndir, séu hin
fyrstu merki afturhvarfsins og er vel ef svo er.
OG VEL Á MINNZT hlustunarskilyrðin. Bylgju-
lengdinni var breytt til þess að bæta þau var sagt. En
því miður virðist hafa farið svo, að þau hafi versnað
víða um land. Þyrfti það mál athugunar við.
FROSTI.
17