Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 27
•merkilega ávöxt fyrri, en epli höfðum við fengið á jólunum. I minni sveit voru þá 14 bæir og fólk fremur vel stætt. Aðeins á tveim bæjum voru til garðholur. þar sem ræktað var ofurlítið af kartöflum, en rófur þrifust illa og næpur. Algengast var að borða brauð með fiski og kjöti, en kartöflur sjaldan. Þetta var 1910. Um þetta leyti voru algengustu fæðutegundirnar saltkjöt, saltfiskur, harðfiskur og þorskhausar, skyr, slát- ur, brauð og grautar. Eitt er enn einkennilegt í íslenzku mataræði, og það er hvað ostar eru sjaldgæfir. En því hefur líklega með- fram valdið skyrgerðin. í fornöld voru ostar mjög algeng fæða. Hallgerður langbrók sendi Mel- kólf þræl til Kirkjubæjar til að stela smjöri og osti, klifjum á tvo hesta. Allir muna hvað af því leiddi. En osta- gerð hlýtur að hafa rénað mjög í ís- lenzku fæði og um aldamót gætir eig- inlegra osta mjög lítið. Helzt suðu menn mysuost eða skána- ost og kjúku, en geymdir ostar, forn- ostar, pressaðir ostar, gráðaostar og aðrar ostategundir þekktust varla og eru mjög sjaldgæfir enn. Matargerð hefur breytzt lítið fram á allra síðustu ár. Um og eftir aldamót var hún mjög einföld og erlendra áhrifa gætir fremur lítið. „Kvenna- fræðari" Elínar Briem var aðal mat- reiðslubókin, og þó að þar séu allmarg- ar erlendar forskriftir, þá er þar þó lýst flestum íslenzkum matgei ðaraðferð- um. „Kvennafræðarinn“ gamli er bezta matreiðslubókin, sem út hefur komið á íslenzku allt til þessa, þó hann sé myndalaus og laus við erlent prjál. Kvennaskólarnir komu, en lítil áherzla var lögð á matreiðslu, mest á handavinnu og heimilislistir, og enn eimir eftir af þessu í íslenzkum hús- mæðraskólum. Svo að segja allt kjöt og fiskur, var alltaf soðið, og mjög sjaldan steikt, en þetta er nokkuð# mikilsvert atriði. Kjötið var alltaf soðið með 1 súpunni, svo að vítamín þau, sem fara út í soðið koma að fullum notum. Og íslenzk kjötsúpa, úr grófu mjöli eða grjónum, með gulrófum í hlýtur að vera ákaf- lega hollur matur, en þetta var, eins og kunnugt er, einn aðalrétturinn í ís- lenzku mataræði. Fram yfir 1900 var mest flutt inn af korni eða grófu mjöli lítt spilltu. Kvörn eða mylla var á hverjum bæ. Við stóðum við kvörnina heilan dag í viku, drógum steinana hægt og hægt fyrst og svo hraðara og hraðara og mjölið féll f skafla í kringum steinana í kvarnarstokkinn. Við möluðum og möluðum og tíminn leið og kvörnin raulaði dimmum rómi endalausan óð sinn um daglegt brauð. Og við möluð- um fínt mjöl í lummur og pönnukök- ur. En svo fer hveitið að flytjast inn. Mölun í heimahúsum leggst niður, vatnsmyllurnar og vindmyllurnar fún- uðu og nú er ekki annað eftir en stokk- arnir og fúið spýtnarusl, þar sem þær stóðu. En þetta er ein alvarlegasta afturför- in í mataræði íslendinga, og hún hef- ur átt sér stað í manna minnum. Það væri líklega hægt að geta sér nokkurn veginn til hversu mikið menn almennt hafa fengið með fæð- unni af vítamínum og öðrum heilsu- efnum, og mér telst svo til, að almennt fæði, um og eftir 1900, hafi í raun og veru verið allgott. G HVERNIG var svo heilsan? Skyrbjúgur fór mjög rénandi. Þó má sjá á skýrslum lækna að enn gerir hann vart við sig á vorin meðal fátækl- inga, helzt við sjávarsíðuna, og þegar eg fyrst gegndi læknisstörfum — um 1920 — sá eg nokkra skyrbjúgssjúkl- inga í sjóþorpi á Austurlandi. Þeir borðuðu lítið annað en brauð og tros og vankunnátta og vanhirða olli mestu um veiki þeirra. Við gáfum þeim hrá- ar kartöflur að éta og þeim batnaði skjótt. A síðari árum er skyrbjúgur mjög sjaldgæfur. Beinkröm aftur á móti var algeng og er líklega enn. Og þó er hvergi til jafn- mikið af D-vítamini og á íslandi. All- ar sjávarafurðir eru fullar af D-víta- míni, og það er ótrúlegt að nokkurt barn skuli þurfa að fá beinkröm hér á landi og hreinasta hneyksli En annar vágestur er kominn inn í landið, og það er tannátan, og er það líklega eingöngu breyttu mataræði að kenna. Enginn vafi er á því, að tann- skemmdir voru sjaldgæfar áður fyrri, en um og eftir 1900 fær svo að segja hvert mannsbarn tannpínu fyrr eða síðar. Þó eimir enn eftir af einhverjum tannbætandi eða tannveitandi efnum í íslenzku mataræði, því að enn eru tannskemmdir varla eins tíðar hér, eins og þær eru meðal margra annarra menningarþj óða. En því miður get eg ekki ráðið þá gátu til fulls, hvað tannskemmdunum veldur. Eg skal í næsta erindi segja frá nýj- ustu reynslu um það mál. Aðalbreytingin á mataræðinu fram undir síðasta stríð, lá í því að smjörlíki kom í stað smjörs, erlent mjöl og hveiti í stað heima-malaðs kornmatar og að sykurát margfaldast. Ýms forn matur, svo sem harðfiskur, hákarl og hangikjöt verður sjaldgæf- ari. Sölvaát og fjallagrasa leggst alveg niður. í matreiðslu tók að bera meira og meira á mjölsósum, hveitijafningum, kartöflumjöli og sykurnotkun, og sæta- brauð og bakkelsi gerðist matarplágan mikla, og öll ílát offylltust af kökum og sætabrauði og svo er enn. En eg skal minnast á þetta seinna. Og nú fóru konur, sem höfðu lært eitthvað í dönsku, að þýða kokkabæk- ur Dana á íslenzku. Þær þekki eg vel. það eru heldur lélegar bókmenntir og aðallega upptugga úr frönskum mat- reiðslubókum. Ekki verður hjá því komizt að mat- aræðið breytist. En það er lífshætta hverri þjóð, ef sú breyting fer fram af tilviljun einni og í hugsunar- og kæru- leysi frá þeirra hálfu, sem bera ábyrgð- ina á manneldi og heilsu fólksins. Eg er hræddur um að íslendingar hafi ekki breytt mataræði sínu með fyrirhyggju, og eg held að það sé vert að athuga hverja stefnu bezt væri að taka í þeim málum á komandi tímum, en á þetta ætla eg að minnast næst. MYNDIR 1 ÞESSU HEFTI. Forsiðamyndin: Teikning eftir Stefdn Jónsson. Myndir með fólarœðu Gre- goríusar pdfa eftir Hal Foster, King Features Syndicate. Myndir frd Arn- arvatnsheiði eftir Guðna Þórðarson. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.