Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 8
Tjöld leitarmanna i Dragatanga, snjór er á jörð, Jiar scm lakur liðast „um lágan hvannamó". NorðJenzkir og sunnlenzkir Jeitamenn i Dragatanga. „Efst á Arnarvatns-hæðum.. GUÐNA ÞÓRÐARSON Frá síðustu fundum Húnvetninga og Borgfirðinga við Kéttarvatn. í HVERJU HAUSTI, þegar göng- /l ur fara að nálgast, fyllast hugir sveitapiltanna, sem eiga að fara í leit- irnar, eftirvæntingu. Leitirnar eru þrátt fyrir allt erfiðið og volkið, sem stundum er þeim samfara, helzta skemmtunin og tilbreytingin, sem ungir menn í sveitum landsins hafa átt kost á að njóta til skamms tíma. Einkum þó í fjármörgum sveitum, þar sem leitirnar eru líka oft langar, og standa í marga daga, stundum á aðra viku, þar til féð er réttað. Það er gam- an að njóta ferðalagsins um haustfög- ur heiðalöndin, og töfra náttúrunnar, sem blasa við augum. Það spillir held- ur ekki ánægjunni, að finna á fjallinu og smala vænu fé, og lömbunum, sem nú eru orðin stór og myndarleg, sum nærri fullvaxta kindur. Allt þetta, ferðalögin um fagrar og heillandi óbyggðir, tilbreytingin frá hversdags- lífinu og slættinum og loks endur- fundirnir við fénaðinn, hafa gefið leit- unum sérstakan og ævintýralegan blæ hér á landi, sem haldast mun, meðan sauðfjárrækt er stunduð á íslandi og ekki verður farið að leita heiðalöndin á bílum og flugvélum. En þó að fénu hafi fækkað og rétt- irnar séu af þeim sökum óvíða nema svipur hjá sjón í mörgum helztu sauð- fjárræktarhéruðum landsins, halda leitirnar samt ennþá hinum forna æv- intýraljóma sínum, og ennþá fýsir unga menn „aftur að fara í göngur." Dagana fyrir leitirnar hafa húsmæð- urnar niður í byggðinni nóg að gera, því að auk allra daglegu starfanna leggst það erfiði á þær, að búa leitar- mennina vel út með nesti og nýja skó. Veitingahús eða hótel er ekki að finna uppi á heiðunum, svo að allt þarf að hafa með sér í útileguna. Hver húsmóðir setur metnað sinn í það að búa sinn pilt, sem bezt úr garði, þannig að upp úr matartöskunum komi helzt ekkert annað en feit hangi- kjötskrof og þverhandarþykk sauða- föll, ásamt flatkökum og laufabrauði og fullum krúsum af íslenzku smjöri. Þegar farið er að snæða uppi á heiðun- um, raða menn þessu góðgæti í kring- um sig á þúfurnar, í tjaldið, eða kof- ann, eftir ástæðum. Ef einhver á eitt- hvað, sem hinir eiga ekki, gefur hann félögunum að bragða. Hér er jafnaðar- stefnan meira en í nösunum og að yfir- skyni. Hún er algjör, því engin íhalds- semi eða sérgæðingsháttur á við í ríki öræfanna. Ágúst á Hofi, fjallkóngur Vatnsdœlinga i 30 ár. Hann dreymir kunna stjórnmálaforingja, þegar þoka og óveður er i nánd. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.