Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 9
Fjallkóngur sér kind hlaupa á sillunum á Langjökli og gefur fyrirskipanir Fjallkóngarnir kyssast að skilnaði undir Svartarhœð. um eftirför. í ARNARVATNSHF.IÐUM, hin- um víðáttumiklu afréttarsvæðum Borgfirðinga og Húnvetninga eru ein- hver beztu heiðalönd, fyrir sauðfé, sem til eru á þessu landi. Þarna hafa þeir smalað saman frá óinuna tíð, Húnvetningar og Borgfirðingar, og haft sín árlegu haustmót í tjöldum í Dragatanga uppi undir Langjökli og við réttina í Réttarvatnstanga, á heið- inni. Þarna hafa myndast sérstakir siðir og þjóðfélagshættir, sem haldist hafa kynslóð fram af kynslóð og öid fram af öld, þar til nú að breyting verður á næsta haust, vegna mæðiveikivarn- BeÖið i kulda og þoku á Biðholtinu á Sunnlend- ingahœð, norður af Langjökli. GUÐNI ÞÓRÐARSON blaðamaður fylgd- ist í haust með borgfirzkum leitarmönnum til afréttanna á Arnarvatnsheiði. Hér lýsir hann með orðum og myndum hinum sér- kennilegu samfundum Húnvctninga og Borgfirðinga við Réttarvatn. anna og girðingarinnar, sem verið er að gera á Arnarvatnsheiði og á að koma í veg fyrir að fé þessara tveggja héraða gangi saman á afréttunum í framtíðinni. Snemma í september réttuðu Borg- firðingar og Húnvetningar saman við Réttarvatn í síðasta sinn, að aflokinni hinni síðustu sameiginlegu leit um Arnarvatnsheiði, og norður af Lang- jökli. Þeir sem fara í lengstu leitirnar úr byggð í Borgarfirði eru fimm daga í óbyggðum, frá því þeir leggja upp frá Kalmannstungu.En áður en lagt er á heiðina er það hefðbundin regla, að koma þar heim og þiggja góðgjörðir, sem eru orðlagðar. Þau hjonin, Val- gerður Einarsdóttir og Stefán Ólafs- son myndu heldur ekki hleypa leitar- mönnum fram hjá bænum inn á heið- arnar án þess að þiggja góðgjörðir. Frú Valgerður hefur áreiðanlega staðið í bakstri marga daga fyrir leitirnar, ef dæma á eftir því, sem á borð er borið, bæði þegar lagt er á fjallið og komið er af því. ESSAR fjórar nætur, sem legið er fram á lieiðunum, er ýmist gist í tjöldum, eða leitarmannakofum, sem eru á heiðunum. Á kvöldin er nóg að sýsla við kof- ana, þegar gist er við Reykjavatn, þar sem fegurðin á Arnarvatnsheiði er hvað mest, og er þó víða fögur og heill- andi. Þá eru menn ýmist að sinna kaffitil- búningi, veiðiskap, viðgerðum á reið- tygjum, eða heftingu hestanna. Nokkr- ir sitja á vatnsbakkanum og virða fyrir sér hina dásamlegu fegurð náttúrunn- ar og gleyma sjálfum sér. Á kvöldin, þegar tunglið speglast í sléttum vatns- fletinum og Eiríksjökull stendur á höfði beint fyrir framan mann, er ekki að furða, þó menn séu stundum að því komnir, að stíga þennan stutta spöl fram á fjallsbrúnina við fætur manns. Sannleikurinn er líka sá, að þeir sem ekki geta gleyma sjálfum sér á svo tær- um og björtum haustnóttum upp til fjalla, ættu heldur að halda sig á slétt- lendinu, en orð skáldsins koma í huga hinna. „Á engum stað eg uni, eins vel og þessum hér. . ..“ Þó að hótel leitarmanna séu lágir fjallakofar, óvistlegir við fyrstu sýn, verða þeir vinir manns, strax eftir fyrstu nóttina. Vænst þykir mér um hrörlegasta kofann, litla moldarkof- ann við Reykjavatn, sem er alveg kom- inn að því að falla. Veggirnir eru berir moldarveggir og moldarflygsurnar 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.