Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 12

Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 12
Skyrgerðarkonan - hinn íslenzki Pasteur - hjargvættur þjóðarinnar Önnur grein dr. med. Skúla Guðjónssonar prófessors um Manneldið og menning þ]óðarinnar „Sé eg eftir sauðunum, sem að koma af fjöllunum og étnir eru i útlönclum.“ EINFALDUR raunablær þessarar alþýðuvísu lýsir betur en mörg orð þörngum matarkosti og naumum vist- um íslenzku þjóðarinnar. Sauðakjötið var flutt út, og keypt fyrir það myglað og maðkað korn úr hendi okrarans. Öldum saman hafði þjóðin soltið, fólkið féll úr liungri ár- lega í sjálfu matarforðabúrinu Islandi. Þjóðin var reisa eins og útigangshross í vorharðindum, og „þrautir hennar í þúsund ár, þekkir guð einn og talið getur.“ Fram um miðaldir íslands fór fæðið sífellt versnandi. Innflutningur á mat- vælum, þ. e. a. s. korni, var oft tregur og vörur skemmdar. Það fór að flytj- ast sykur og brennivín, krydd og hveitibrauð. Landbúnaður og allt var í niður- níðslu. Vítamínskortur hefur vafalaust ver- ið algengur. Að minnsta kosti var skyrbjúgur og horlopi alþekktir kvill- ar, og beinkröm tíð. Gerði þetta helzt vart við sig á vorin, áður en nýmetið kom. Sulturinn var svo algengur að hug- arórar hins hungraða manns kom alls staðar fram í ævintýraskáldskap og þjóðtrú. „Klára feiti og mergur með“ — var heitasta óskin. Þannig breyttist og versnaði mann- eldið, auk þess sem skortur var tíður. Þó býst eg við að hlutföllin milli næringarefnanna hafi haldizt nokkurn veginn óbreytt. Kornrækt lagðist að vísu alveg niður, hvalrekar urðu sjald- gæfari, en mjög hefur munað um þá áður. Selveiði minnkaði, og hin forna garðrækt hvarf hér um bil alveg. Hvannatekja lagðist niður að mestu. Sölvatekja og grasatekja helzt líklega alveg óbreytt fram undir miðja 19. öld. Á dögum Eggerts Ólafssonar gætti nokkurra tilrauna með ræktun mat- jurta. Ýmsar káltegundir uxu í görð- um, en sú ræktun hefur líklega verið nokkuð ný og varla stafað frá fornöld. Af ritum þeirra tíma, t. d. bókum Eggerts Ólafssonar, er mjög erfitt að ráða hversu mikil brögð hafa verið af káluræktuninni eða hvernig hún var tilkomin. En matjurtagarðar, t. d. kartöflu- og rófugarðar, heita enn þann dag í dag kálgarðar þó ekkert sé í þeim kál- ið, líklega af því að fyrst hafa menn reynt að rækta kál. I þessari fróðlegu og skemmtilegu grein ræðir prófessor Skúli um mataræði Islendinga í manna minnum. En þessar tilraunir misheppnast svo að um 1900 er varla um að ræða nokkra matjurtarækt í landinu. Að minnsta kosti hefur ræktað grænmeti á þeim tíma, alls enga þýðingu fyrir manneldi á íslandi, og nú er eg kom- inn að efni þessa erindis: Mataræði á íslandi í manna minnum. Því er líkt farið um matinn og með málið. Engar eiginlegar mállýzkur mynduðust á íslandi, og mataræði var nokkuð líkt í öllum landshlutum áð- ur en stærri bæir byggðust. Þó var náttúrulega borðað nokkuð meira af sjófangi við sjávarsíðuna, en nokkru minna af mjólkurmat. Eins voru einstaka orðatiltæki og matartil- tæki önnur á Norður- en Suðurlandi. En næringarfræðislega séð, er vel hægt að tala um ísland, sem eina heild. Enn helzt sá siður að slátra á haust- in og salta kjötið og súrsa líiilsháttar, herða og salta fiskinn, gera skyr og sjóða slátur. Nú var mjög farið að bera á því að selja smjör í kaupstaðinn og brátt kom smjörlíkið í stað smjörs. Gamla íslenzka smjörlíkið, bræðing- urinn, var að hverfa úr sögunni. Grasa- ferðir, sölvatekja og hvannatekja leggst alveg niður að heita má. Enn er fæðið einfalt, en nóg að borða, svo að í mannaminnum ,eða eftir 1900, hefur aldrei verið um almennt hungur að ræða. En þó fer fæðið líklega að ýmsu leyti heldur versnandi. Sykurát eykst stór- um og notkun Iélegs mjöls og hveitis fer mjög í vöxt og það allt fram á þenna dag. NÚ FER kannske fyrir ykkur eins og kaupmanni nokkrum hér í Reykjavík í fyrra. Hann fór að sletta í mig ónotum í blöðum af því að eg hafði sagt í viðtali við erlendan blaða- mann, að korn- og mjölmatur væri lé- legur á íslandi. Hann var ekki fróðari en það um manneldi, eða næringargildi kornteg- unda, að hann taldi þetta allt í lagi af því að flutt hafði verið inn fyrsta flokks verzlunarvara, mjöl sem þó er spillt með kemiskum efnum, dýrmæt efni undir hýði og frjóvi sigtuð frá o. s. frv., svo að ekkert annað cr eftir en sterkjan ein. Fyrsta flokks verzlunarvara getur hæglega verið 3. flokks næringarvara. Þetta ættu allir að skilja, að minnsta kosti ætti það að vera ljóst þeim mönn- um, sem sjá um innkaup fyrir landið. En eg var að tala um aukinn inn- flutning á því sem eg kalla spillta og lélega mjölvöru og sem mjög fer í vöxt. Eins og eg hef áður sagt eru geymdu matvælin alveg typisk eða sérkennileg fyrir íslenzkt mataræði. Menn tala með hálfgerðri fyrirlitn- ingu um gamlan mat. En er það nú (Framhald á bls. 26.) 12

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.