Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 10
Borgfirzkur bóndi aögætir matartuskuna i áningarstað. Fjórir fjallkóngar við Réltarvatn. hanga niður úr loftinu, sem ekki er hærra frá jörð en það, að maður verð- ur að vera á hnjánum inni í kofanum. Það eru engir gluggar, né annar óþarfi á þessum griðastað leitarmanna, sem ekki er hægt að kalla neitt skrauthýsi. Ekki er flatarmálinu heldui fyrir að fara, því að leitarmennirnir tíu verða með góðu samkomulagi, þegar lagzt er fyrir um kvöldið, að leggja fæturna hver inn á annars landareign, og getur þá stundum verið vandkvæðum bundið fyrir menn, er fjallkonungur- inn vekur liðið, snemma morguns, að finna sína réttu fætur. UPPI Á BIÐHOLTINU á Sunn- lendingahæð, norður af Lang- jökli, hittast Norðlendingar og Sunn- lendingar. Þá er ekki barizt, heldur ríkir ástúð og hlýja, sem haldizt hefur á þessum slóðum ár eftir ár, svo lengi, sem elztu menn muna og forfeðurnir sögðust sjálfir muna. Foringjarnir heilsast fyrst, og það er siður þeirra að kyssast þarna á þessu hátíðlega augnabliki norður af Langjökli. Þegar þeir, í mesta bróðerni, hafa skipt leit, byrjar alvaran aftur. Dug- legustu hlaupagarparnir eiu sendir upp á sillurnar utan í Langjökli og látnir eltast þar við fráar og styggai kindur, sem ekki vilja til byggða. En það er úrvalslið, sem þangað fer, og lætur ekki undan þráa sauðkindarinn- ar, þó það kosti eltingarleik upp að jökulfaldinum hvíta. En alvaran stendur aðeins til kvölds, því að fyrsta sameinlega kvöldið, í Dragatanga, er haldinn gleðskapur, sem stendur lengi nætur. Þar er setið, uppi í tjaldi við kertaljós fram undir morgun, drukkið, sungið, kveðið og sagðar kvennafarssögur. Borgfirzkir og húnvetnzkir bændasynir ræða þar saman um ævintýri sín og gömlu mennirnir keppast við að gefa ungu mönnunum dætur sínar, í aðrar sýslur, þó þær séu heima, fjarri góðu gamni og eigi sér einskis ills von. En engir utanaðkomandi, nema „ískaldur Ei- ríkisjökull", vita allt, sem talað er þar. DAGINN EFTIR mannfagnaðinn í Dragatanga er leitað um heið- arnar og réttað í tanganum við Réttar- vatn. Réttin þar er einstök í sinni röð og engu líkara en hún hafi verið gerð af náttúrunnar hendi, einmitt til þess að Borgfirðingar og Húnvetningar gætu réttað þar fé sitt. Réttarstæðið sjálft er stór hólmi, sem áfastur er við land með mjóum hrygg. Er þarna því einstaklega hægt um vik við aðrekstur og fjárgæzlu. Var réttað þarna án Fé Sunnlendinga og Norðlendinga á Réttarvatnstanga. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.