Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 31
ur glaðan dag, sagði hún Hólmfríður og lék á als oddi. Eg trúi því ekki, að húsfreyjan ætlist til að eg skipti um föt í kvöld. Hjálpa þú mér, Nonni minn, hjartans vinurinn! Ætli slifsið að tarna liæfi ekki bezt húsmóðurinni? Ef að hún vill þá þiggja það. — Haldið þið, að hann faðir ykkar mundi vilja líta við bláröndóttri úlpu? Svuntuefn- ið getur hún Solla fengið fyrir söðul- lánið! Eg trúi því ekki, að hver maður á heimilinu geti ekki fengið sína gjöf, og sumir fleiri en eina! — Og hvað ætti eg annars að gera við þetta dót? Ekki fer eg svo fljótlega í ferðalag aftur, ekki trúi eg því. Forsmáið þið ekki fíkjurnar, börnin góð! — Og hérna er brjóstsykur af rétta taginu. — Mundi ekki vera ráðlegast að sjóða súkku- laðið? Þannig lentum við í skuld, sem sjálfsagt verður seint goldin, við börn- in í Bakkafirði, sem okkur um stund hafði verið svo mjög í nöp við. Því að sannarlega gerðum við okkur glaðan dag. — Bezt ekki að nefna nóttina. ER BETRA AÐ SJÁ HLJÓMSVEITINA? (Framhald af bls. 15.) snýr hann sér svo á pallinum, að áhorfand- inn hefur vangasvip hans fyrir augum og get- ur fylgzt með því hvernig hann ákallar strengjaleikara sína af skapþunga og eld- móði til mikilla átaka. GERA MÁ RÁÐ fyrir því, að þessir „takt- ar“ allir séu eðlileg, ytri tjáning þess, að hljómsveitarstjórinn hafi lifað sig inn í tónverkið. Slíkir „taktar" hljómsveitarstjór- ans verða hefðbundnir og þykja sjálfsagt augnagaman í hverjum konsertsal, þótt ekki geti áhorfandinn fengið mikla, andlega nær- ingu frá þessu útsýni. Þó er auðvitað alltaf fyrir hendi sá möguleiki, ao eitthvað óvenjulegt komi fyrir, til þess að gleðja aug- að. Skrýtin atvik hafa gerzt. Fyrir hundrað árum var franskur hljómsveitarstjóri, sem hét Louise Jullien. Hann fór hljómleikaför til Bandaríkjanna og hafði yndi af því að láta fólk sjá jafnt sem heyra. Eitt af uppá- haldsatriðum hans var að láta líða yfir sig og láta fallast sem örmagna á hljómsveitar- stjórapallinn, um leið og hljómsveitin þrum- aði lokastef einhvers verks. Hljómsveitin var vel æfð og hélt ótrauð áfram og lauk verkinu, en Jullien komst á fæturna aftur rétt í tíma til þess að geta hneigt sig fyrir áheyrendum. Slíkar „sýningar11 geta verið til tilbreytingar. Bæta má því við til fróð- leiks, að Jullien þessi lauk ævidögum sínum á vitlausraspítala. jlflTARGUR MUNDI vilja gefa nokkra daga af ævi sinni til þess að hafa verið við- staddur sögulega atburði á meiriháttar hljómleikum. Eins og til dæmis í Scala í Milanó fyrir 45 árum, þegar Toscanini, þá ungur, blóðheitur maður, stjórnaði hljóm- sveitinni þar. í miðri óperunni tóku áheyr- endur aríu einni með geysilegum fagnaðar- láutm. Toscanini beið þess óþolinmóður, að storminn lægði, en áheyrendur vildu fá arí- una endurtekna og héldu áfram fagnaðar- látunum. Hljómsveitarstjórinn hafði gjör- samlega bannað allar endurtekningar, en áheyrendur létu sér á sama standa. Þegar hávaðinn í áheyrendasalnum hélt áfram, sneri Toscanini sér að áheyrendum, sót- rauður í framan, grýtti sprota sínum af al- efli fram í salinn og arkaði síðan út af svið- inu. Hann kom ekki aftur í Scala fyrr en eftir þrjú ár. Sir Thomas Beecham féll eitt sinn út af hljómsveitarstjórapallinum og fótbrotnaði. Næst þegar hann stjórnaði hljómleikum, lét hann girða pallinn með köðlum, eins og væri hnefaleikasvið, og þar stóð hann með fótinn reifaðan og stjórnaði hljómsveit- inni! Og svo er það sagan um heimsfrægan stjórnanda, sem varð fyrir því óláni, er hann stýrði symfóníuhljómsveit fyrir fullu húsi áheyrenda, að mitt í miklum líkamssveifl- um, fettum og brettum, slitnuðu axlaböndin hans. Það, sem eftir var hljómleikanna, var honum aðeins laus önnur hendin til að stjórna hljómsveitinni! "E'N SVONA bragðbætir gefst ekki á degi hverjum- Þeir heyra til sjaldgæfum und- antekningum. Þá er eftir það, sem varð þess valdandi, að maður fór á konsertinn — nefnilega sjálf músíkin. En stundum hefur músíkin ekki verið nóg. Alexander Scriabin, hið kunna, rússneska tónskáld, sem dó árið 1915, gekk með þá flugu í kollinum, að músík og litir ættu að blandast saman. Hann skrifaði verk, „Prómeþeus“, og gerði þar fyrir hljóðfæri, sem kallað hefur verið „clavier á humiére“. og var fundið upp af enskum manni. Píanó þetta er þannig gert, að það varpar litgeislum á tjald, og eiga lit- irnir að samsvara tónunum. Stokowsky og Fíladelfíu-hljómsveitin fluttu „Prómeþeus" í Fíladelfíu fyrir þrjátíu árum, og létu litbrigðin leika á heljarstóru tjaldi. I þetta sinn voru hljómsveit og stjórnandi falin á bak við tjald meðan verk- ið var leikið. En þetta var ekki endurtekið. A ÐRIR HAFA gert tilraun með liti, sem 1hafa það hlutverk að hafa ofan af fyrir auganu meðan eyrað hlustar. Fyrir tuttugu árum bjó enskur hljóðfæraleikari (Wilfrid) til hljóðfæri, sem hann nefndi „clavilux", og varpaði það litgeislum á tjald, er leikið var á það. En þetta hljóðfæri varð aldrei „standard" gripur í hljómsveitinni. Það lítur því út fyrir, að það sé, þrátt fyrir allt, músíkin, sem máli skiptir- Og þannig mun það enn verða þótt athöfnin við flutning hennar sé tekin á filmu eða sýnd á sjón- varpstæki. G ÞÁ ER komið er sjónvarpinu. Það reynir að sýna um leið og það veitir tækifæri til að hlusta- Þegar Toscanini birt- ist á sjónvarpstækinu er það vissulega gam- an. Sjónvarpstækin geta flutt nærmyndir af hljómsveitarstjóranum við starf sitt frá sjón- arhóli hljómsveitarinnar, en þannig sjá áhorfendur hann aldrei. Og sjónvarpið hef- ur það fram yfir kvikmyndina, að sjónvarp- ið sýnir atburði, sem eru raunverulega að gerast þá stundina og það hefur örvandi áhrif á áheyrandann. Á hljómleikum þeim, sem sjónvarpað hef- ur verið, undir stjórn Toscaninis, hefur per- sónuleiki hans verið ógleymanlegur. Toscan- ini hefur tvisvar sinnum leikið það, að fylla sjónvarpstækið nær því heila konserta út. Mun honum takast að leika það enn og aft- ur? Fáir hljómsveitarstjórar hafa mynda- persónu á borð við hann, og fáum mun tak- ast að láta áhorfendum finnast jafn mikið til um hæfileika, eldmóð og áhuga, með svip- brigðum og bendingum. Minni spámennina skortir hið persónulega segulafl, jafnvel fyr- ir einn konsert. Gerum ráð fyrir, að sjónvarpið eigi eftir að taka miklum framförum, en eig iað síður hlýtur það jafnan að vera mikið vafaatriði í sambandi við symfóníska músík, hvort rétt sé að sýna hljómsvetiarstjórann. EL MÁ SVO FARA, að þetta verði eitt erfiðasta vandamál sjónvarpsins í sam- bandi við hljóðfæraleik almennt. Þegar maður hefur einu sinni séð hljómsveitar- stjórann að verki, er starf hans í aðalatriðum alltaf hið sama. Þetta á einnig við hljóð- færaleikarana. Getur sjónvarpið gefið nægi- lega tilbreytingu í þessar sýningar til þess að hverjir hljómleikar verði nýtt ævintýri fyrir áhorfandann? Ef það tekst, án þess að spilla sjálfri músíkinni, verður sigur sjón- varpsins mikill. En þangað til sjónvarpið hefur fullkomn- að það kraftaverk, munu efagjarnir menn halda því fram, að symfónísk músík sé ætl- uð eyranu, og að það breyti alls engu um möguleika manna til þess að njóta hennar, hvort maður sér hljómsveitarstjórann og hljómsveitina eða ekki- Raunar finnst manni, að sýning á honum í heila klukku- stund á sjónvarpstækinu, trufli ánægju og gleði manns og glepji mann frá músíkinni sjálfri. Svo kann því að fara, að sjónvarpið eigi eftir að sanna það, að hljómsveitarstjór- ar eigi að hlusta á, en ekki sjá, gagnstætt því, sem er um börnin. (Lauslega þýtt). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.