Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 30
þetta á leið. En við hlýddum vitanlega og báðum hana vel að fara. Það af heimafólkinu, sem enn var statt á hlaðinu úti, spurði okkur áfjáð, eftir hverju hún eiginlega væri að bíða, hún Hólmfríður? Við svöruðum sann- leikanum samkvæmt. En úr þessu fór mönnum að leiðast að bíða, og hélt hver til síns starfs. Þegar inn kom, áttu þær Gudda og Sigga í hvíslingum um stund. Að þeim loknum komu þær til mín og hétu mér því, að þær skyldu gefa mér sitt pundið hvor af upptín- ingnum sínum, ef eg vildi hjálpa aum- ingjanum henni Hólmfríði til að kom- ast eitthvað lengra. Eg var reiðubúinn til að gera hvað eg gæti og það fyrir ekki neitt, ef þær aðeins vildu hjálpa mér. Fékk eg þeim nú hvorri um sig kaðalspotta og bað þær að draga ekki úr höggunum. Síðan héldum við aftur út fyrir túnið, þangað, sem Brunka stóð blýföst undir Hólmfríði og skjóð- unni. Þegar við nálguðumst vettvang, varð okkur ekki um sel, að hvorki skyldi lieyrast stuna né hósti. Til von- ar og vara spurði eg: Líður þér vel, Hólmfríður mín? Jæja, þið eruð komin aftur, blessuð börn! vaknaði hún Hólmfríður af þönkum sínum, ef ekki af blundi — og bætti við í afsökunartón: Hryssan villi hvergi hreyfa sig. Eg held hún hafi dottað núna síðasta sprettinn. Mér varð svo um að heyra nefndan sprett í sambandi við Brunku og þetta ferðalag a!lt, að það setti að mér mjög svo óviðeigandi hláturhviðu. Svo sem til að reyna að kefja hana, orgaði eg framan í Brunku, um leið og eg lagði allan þunga minn í taumdráttinn, og bað systur mínar að draga ekki af höggunum. Hólmfríði brá svo við, að hún varð aum og síðan æf. Gat hryssan gert að því, að hún væri stirð og löt? spurði hún okkur — og úthúðaði okk- ur fyrir grimmd okkar við skynlausa skepnuna: Hættið þið, skammirnar ykkar! Hver veit, nema blessuð skepnan sé veik! Hún stynur svo þungt. Brunka hins vegar tók aðgerðum okkar iniklu skynsamlegar en reiðkon- an. Hryssan áttaði sig og tók að hreyfa fæturna. Við gátum draslað henni alla leið út að læk, og út í hann. Þá þurfti hún endilega að fá sér að drekka. Þegar Brunka hafði drukkið um stund, réðum við Hólmfríði til að taka í tauminn, annars mundi bölvuð bikkjan standa þarna og sötra til dómsdags. Hólmfríður spurði okkur hins vegar, hvort okkur væri alvara að ætla sér þá fúlmennsku, að leggja á heiðar upp á dauðþyrstum hesti. Af Brunku er það að segja, að hún hélt áfram að drekka eða látast drekka. Og þarna í læknum naut hún þess, að við náðum ekki til hennar. Nema með því móti að fara úr skóm og sokkum. Síð- an fórum við úr skóm og sokkum. Og nú byrjaði sama sagan og frá var horf- ið á þurru landi, nema hvað við að þessu sinni fundum upp á að ausa vatni í eyrun á hryssunni. Með því móti fengum við henni tosað upp úr læknum. Nú, og hvað svo —? Svo ekki meira. Brúnka reyndist staðráðin í að halda ekki lengra áfram á veginum til Bakka- fjarðar, hvað svo sem tautaði og raul- aði. Um miðmunda var hrópað á okk- ur krakkana að koma heim í kaffi. Þegar við nálguðumst bæinn, var kallað á móti okkur: Ætli hún Hólmfríður, auminginn, mundi ekki þiggja kaffibolla? Við hlupum í spreng út að læknum aftur og færðum henni boðið. En hún Hólmfríður kunni í því efni ekki gott að þiggja. Við buðumst til að færa henni kaffibolla, en hún sagðist liafa hugsað sér að nærast ekki fyrr en norð- ur kæmi: Enn þá ætti eg að geta náð háttum, ef blessunin hún Brúnka dregur það ekki miklu lengur að leggja af stað með mig, bætti hún við hressilega — og andvarpaði þó. EGAR við komum út aftur frá kaffidrykkjunni, stóðu þær enn á sama stað, hryssan og reiðkonan, og í sömu stellingum. Og þar sem við vorum nú afþreytt, hófum við börnin aftur hið fyrra starf okkar, að reyna að hjálpa henni Hólmfríði eitthvað lengra áleiðis. Allt, sem við höfðum upp úr því, var það, að Brunka stundi og Hólmfríður táraðist. Þar kom, að við gátum ekki meira. En um leið og orkuna þraut, vaknaði hjá okkur trú á kynngi og kraftaverk. Æ, að við liefð- um kunnað galdur. . . .! Síðan sátum við á þúfu og ræddum um það okkar á milli og að endingu við Hólmfríði, hve miklu hentugra það hefði verið, ef við hefðum átt nokkra galdrastafi og kunnað að fara með þá. Ekki að tala um teppið fljúgandi. Að lokum beit Brunka gamla höf- uðið af allri skömm og sýndi okkur þá dæmalausu fyrirlitningu, að víkja loks- ins af götu út á milli þúfnanna og fara að kroppa, með langferðakonuna á baki sér. Þá loksins stóðst Hólmfríður ekki mátið: Skömmin þín! hrópaði hún og klökknaði. Nú er eg búin að fá nóg af árans frekjunni í þér! Snáfastu heim með þig! Þetta lét Brunka sér ekki segja tvisvar. Og nú gat hún allt í einu sprett úr spori. Hún meira að segja fór á brokki heim túngötuna, þegar við höfðum opnað hliðið. Um Hólm- fríði er það hins vegar að segja, að hún hafði ekki búizt við svo snöggum umskiptum. Að minnsta kosti hneig hún af baki, er hryssan beygði upp hlaðvarpann. Við börnin tókum að stumra yfir henni, fundum brátt hvar fæturnir voru, reistum hana upp á þá. Einnig við vorum hálfklökk yfir þess- um furðulegu ferðalokum. Sem betur fór reyndist reiðkonan ómeidd og gat gengið, þó ekki óstudd. En það var ef til vill sumpart af þreytu eftir ferða- lagið, sumpart vegna dúðanna. Síðan tókum við að tína af henni Hólmfríði sjölin. Fátt var sagt. Faðir minn stóð á hlaðinu — var víst að búa sig undir að spretta af Brunku. Við létum þau afskiptalaus. í bæjar- dyrunum mættum við móður okkar, sem leit á okkur og við á hana og þar með búið. Það var ekki fyrr en hún Hólmfríður sat á rúmi sínu og hafði kastað mæðinni, að hún stundi fram: Þá er sú för farin.. . . ? Systur mínar tóku að hrína. Mér vöknaði um augu. Hólmfríður ein virtist ósnortin af harmleik þessara atvika allra og tók jafnvel að hugga okkur: Grátið ekki, börnin góð! Þið gerð- uð sannarlega hvað þið gátuð. Og um mig má segja, að gott sé heilum vagni heim að aka. SLÐAN gekk hún Hólmfríður fram, en kom von bráðar inn aftur. Undir liendi sér hélt hún á skjóðunni góðu. Við systkinin þurrkuðum okkur um augun og fengum vatn í munninn. Skjóðunni höfðum við gleymt. Nú skulum við sannarlega gera okk- 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.