Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 32
(Tramhald). „Það veit guð, Sölvi“ — svaraði hún og tárin runnu nið- ur vanga hennar, án þess að hún veitti því sjáli eftirtekt í tilfinningaróti því, sem gagntók hana, þótt hún reyndi af alefli að vera róleg, — „að þú einn hefur átt hug minn all- an, jafnvel áður en eg hafði sjálf gert mér það ljóst. En fyrst verð eg að vita undandráttarlaust, hvað þú hugsar um mig.“ „Það sama, sem eg hugsa um engla guðs, Elísabet,“ sagði hann innilega og ætlaði að taka hönd hennar. „Veizt þú, að eg var að því komin að trúlofast Beck yngra?“ spurði hún og roðnaði, en leit þó einarðlcga í augu honum. „Eg skildi þá ekki sjálfa mig ,en hugsaði aðeins um heimsku og hégóma, þangað til eg varð að flýja frá því öllu saman." „Við skulum ekki rifja það upp, Elísabet. Frænka þín hefur sagt mér það allt.“ „Og þú býrð þá ekki yfir neinum efasemdum í minn garð? Því að það mundi eg ekki þola, Sölvi. Þú skilur mig víst, að eg gæti það ekki?“ — sagði hún hrærð og horfði á hann með sannfæringarkrafti og barnslegri einlægni í augnaráðinu. Á þessari stundu var Slövi sannfærður um, að Elísabet liefði aldrei lagt hug á sjóliðsforingjann, og þeim liefði aldrei farið neitt það á milli, er setti nokkurn blett eða minnsta skugga á sál eða líkama þessarar yndislegu stúlku. — „Eg efast ekki framar um neitt í fari þínu, Elísabet,“ hvíslaði hann og dró hana að sér. Þegar hann sagði þetta, brá ósegjanlega björtum fagnaðarljóma á andlit hennar. Þau horfðust andartak í augu, og svo faðmaði Sölvi hana að sér, fast og ákaft, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni aftur. Þau stóðu jDarna um stund í innilegum faðmlögum og vissu hvorki í þennan heim né annan — á miðju stofugólf- inu hjá Garvloit — og í dyragættinni miðri stóð Garvloit sjálfur, feitur og rauður, og féll algerlega í stafi yfir þeirri óvæntu sjón, sem birtist honum þarna. Hann var átakan- lega ráðaleysislegur og ringlaður á svipinn, karlsauðurinn, og baðaði ósjálfrátt út feitum og stuttum handleggjunum. eins og liann vildi banda þessari sýn frá sér fyrir fullt og allt. Hvorugt þeirra hafði veitt jrví nokkra athygli, að dyr- unum hafði verið lokið upp. Að lokum kom Elísabet þó auga á hann og hrópaði upp yfir sig — ekki í fáti né í afsök- unarskyni, heldur aðeins af ósjálfráðri þörf á að birta öðr- um gleði sína og hamingju: „Þetta er unnustinn minn!“ „Nú — svo þetta er þá unnustinn þinn?“ endurtók Garvloit ringlaður og liörfaði ósjálfrátt eitt skref aftur á bak. „Eg heiti Sölvi Kristjánsson og er skipstjóri á „Appollo“, — bætti Sölvi við, en sleppti stúlkunni þó ekki úr faðmi sér. Honum virtist á þessarri stundu, að allt það, sem við- kom umheiminum, væri smámunir og markleysa ein. En Garvloit gamla hafði allt í einu komið sitt venjulega snjallræði í hug. Hann sneri sér við og hrópaði aftur og aft- ur, og stöðugt hærra og hærra, niður um stigagatið: „Andrea! Andrea!“ En þegar kona hans kom ekki strax, og ekkert benti til jsess, að hún heyrði hróp eiginmanns síns, stildraði hann með óvenjulegu snarræði af svo feitum manni að vera, nið- ur stigann. En á neðstu tröppunum staldraði hann þó við og starði framfyrir sig með tómlátum og dapurlegum sauð- arsvip. Og þar rakst kona hans á hann drykklangri stundu síðar og spurði liann forviða, hvað nú væri á seyði. „Og bara það, að eg verð gjaldþrota!“ svaraði hann hug- stola. Hún leit á hann og skildi hvorki upp né niður í öllu jressu, nema það eitt ,að eittlivað sérlega slæmt hlyti að liafa stigið fyrir hann. „Elísabet er trúlofuð uppi á lofti — og einhver skipstjóri — guð má vita, liver hann er,“ sagði Garvloit hnugginn. „Þú getur svo sem séð það sjálf.“ Og loks komst hann — eftir langa þögn og tilheyrandi andvörp — að þvi, sem var brennidepill í öllum þessum djúpstæðu hugleiðingum hans og þungu áhyggjum: — „Hver á nú að taka við stjórn- inni á veitingahúsinu? Eg fæ aldrei neina, sem getur fyllt jrað skarð. Maddama Garvloit var fljótari að átta sig á hlutunum en maður hennar. Hún gekk þegjandi á undan honutn upp stigann og sannfærði sig um jrað með eigin augum, hvern- ig sakir stóðu þar uppi.--- „Eg hefi þekkt hann, síðan eg var lítil,“ sagði Elísabet að lokum, þegar hún hafði gefið hjónunum fáeinar nauð- synlegar skýringar á því, sem gerzt hafði. Maddama Garvloit samfagnaði hjónaleysunum inni- lega og uppgerðarlaust. Hún þurfti ekki að firæsna neitt, því að hún var kona með hjartað á réttum stað, og hún skildi strax, að þessi ást átti sér sína forsögu og fornu leynd- armál. Hún var að vísu allforvitin að kynnast þessari sögu og þessum fornu leyndarmálum, en stillti sig þó og frest- aði öllum spurningum, unz hentugra tækifæri bvðist. Hún bauð Sölva að gerast heimagangur í húsi sínu, meðan hann lægi með skip sitt í hollenzkri höfn. Síðan kom Garvloit fFramhald). 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.