Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 24
Notið ímyndunaraflið
Spjall um jólagjafir
I Á þessari mynd sýna Ameríkumenn okkur, hvernig beir nota i
e ímyndunaraflið og hugmyndaflugið við það að búa um jólagjafirnar. í
1 Fallega umbúnar gjafir og hugvitssamlega eru óneitanlega skemmti- |
É legar og setja glaðlegan svip á jólahátíðina. Hér getið þið séð, að ekki \
| er alltaf miklu tilkostað til þess áð gera jólagjafirnar sem i
\ skemmtilegast úr garði. \
7.
JÓLAGJAFIRNAR MUNU eflaust tíðkast jafn lengi
og mennirnir halda heilög jól. Þetta er líka skemmti-
legur siður, sem við viljum áreiðanlega ógjarnan að
hverfi úr sögunni.
En það er með jólagjafirnar, eins og svo fjölmargt
annað, að þar er hinn gullni meðalvegur hið ákjósan-
legasta.
Undanfarin ár hafa jólagjafir mjög farið út í öfgar, og
á eg þar við, hve stórar og dýrar gjafir hafa verið gefnar.
Ekkert hefir þótt duga, nema dýrir munir, sem þó ekki
ævinlega voru að sama skapi ánægjulegir eða gagnlegir,
allt annað hefur þótt ótækt og bera vott um smásálar-
skap gefandans.
Þetta er regin villa, sem konur ættu að keppast við
að leiðrétta. Jólagjafir eiga að vera litlar gjafir, svo að
við getum gefið öllum meðlimum fjölskyldunnar, án þess
að fjárhagurinn fari allur í öngþveiti.
Við þurfum að finna til gleði með hverri gjöf, sem
við gefum, en það gerum við ekki, ef við höfum stofnað
til skuldar vegna hennar eða eytt í hana heimskulega
miklum peningum.
Erlendis tíðkast það, að gefa vinum sínum áskrift að
einhverju tímariti eða blaði- Mér dettur í hug, að ein-
hver ykkar gæti gefið vinkonu sinni í jólagjöf næsta ár-
gang Samvinnunnar. Það væri jólagjöf, sem myndi veita
henni gagn og gleði allt næsta ár og vinkonan myndi
minnast gefandans í hverjum mánuði.
Það er hægt að gera gjöfina persónulega með því,
annað hvort að búa hana út sjálf, eða ef það er ekki, þá
með því að pakka hana þannig inn, að viðtakanda hlýni
um hjartaræturnar, þegar gjöfin birtist, og hann finni, að
gefandinn hefur lagt brot af sjálfum sér í það, að gera
gjöfina sem smekklegast úr garði.
Þið sjáið á þessum myndum, að ekki þarf alltaf mikið
til, svo að hægt sé að framkvæma þetta. Þar gildir að-
eins að nota hugmyndaflugið út í yztu æsar. Mynd nr. 4
sýnir okkur t. d. að hægt er að nota dagblöð með góðum
árangri. Þar þarf aðeins góða öskju og silkiband (líka
má nota krep-pappír) og svo að sjálfsögðu lipur hand-
tök og vandvirkni.
Allar myndir nr. 5 eru án nokkurra umbúða, en í stað
þes seru hnýttar slaufur við þær og stór merkispjöld.
Þetta getur líka farið vel, eins og þið sjáið-
Við myndir nr. 5 og 7 er hugmyndaflugið notað ræki-
lega, og til 8 og 9 er vandað með fallegum pappír og
borðum. Þá eru eftir nr. 10 og 11, en þær eru nokkuð
sérstæðar, þar sem notuð er pappírs-servietta til að
skreyta þá fyrri en grenihrísla þá síðari.
Þið sjáið á þessu, að margt er hægt að gera og nota til
þess að skreyta jólagjafirnar — svo er raunar um allar
skreytingar — ef hugmyndaflugið er með!
24
A. S. S.