Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.12.1948, Qupperneq 13
SIGGA systir kom þjótandi inn og stóð á öndinni, en fékk þó stunið fram þeirri spurningu, hvað við Gudda vildum gefa henni til að segja okkur það, sem hún vissi. Við Gudda þekktum systur okkar og vildum ekki gefa henni neitt, en Siggu var svo mikið niðri fyrir, að hún gat samt ekki þagað. Hún Hólmfríður ætlar norður í Bakkafjörð á henni Brunku! fræddi hún okkur um, heldur en ekki hreykin af að hafa komizt að þessu á undan okkur. Á henni Brunku? át Gudda upp eftir systur sinni og dró seiminn. Hún Hólmfríður? hváði eg, æði vantrúaður á að Sigga segði þetta satt. En hún sór og sárt við lagði að það væri heilagur sannleikur, bauðst til að detta niður dauð, ef það væri ekki eins satt og að hún stæði þarna, við mættum skera úr sér tunguna, ef hún væri að gabba okkur: Hann pabbi þagði þegar talað var um það, svo það er klappað og klárt! Það fóru að renna á mig tvær grím- ur, samt sneri eg við henni baki. Til Bakkafjarðar á henni Brunku? endurtók eg fyrirlitlega. Á miðjum vetri. . . .? Hún Hólmfríður. . . .? Þér er ráðlegra að hypja þig! Elsku Nonni minn, sagði Sigga — og sárnaði þó að vera höfð fyrir rangri sök. Hún ætlar ekki að leggja af stað fyrr en í vor að búið er að þvo ullina. Hún má vera viku í burtu og komin heim fyrir slátt. Segirðu þetta nú alveg satt, Sigga mín? spurði Gudda. Eg skal fyrirgefa þér, að þú skrökvaðir að okkur, ef þú kannast við það á stundinni. Annars aldrei! Sigga bauðst til að leggja hönd á helga bók, hvort heldur við vildurn biflíusögurnar eða kverið. Við reynd- um að trúa henni. Það var enginn hægðarleikur. Eg get ekki hugsað mér hana Fríðu á hestbaki, sagði eg. Hvernig ætti hún Brunka gamla að geta borið hana alla leið norður á Bakkafjörð? spurði Gudda. Það má gott heita, ef hryssan ber sjálfa sig, sagði eg. Hún Hólmfríður vildi ekki heyra nefndan neinn annan hest en hana Brunku gömlu, sagði Sigga — sem virtist vera orðin alvís. Hún sagðist Lagt upp í langferÖ SMÁSAGA eftir Gunnar Gunnarsson ekki þora á bak neinum liinna. Hún hefur aldrei komið á hestbak áður, blessunin, svo það verður víst skrýtið reiðlag. Mamma sagði sig furðaði mest á að hún skyldi þora að leggja upp í annað eins ferðalag. Hún fær að lána söðulinn hennar Sollu. Gamla söðulinn, sem er jafngamall Passíusálmunum? spurði eg. Svei attan! fussaði Gudda. Nei, svo- leiðis vil eg ekki láta sýna utan heim- ilisins! Eg blátt áfram banna það! Við verðum að athlægi út um allar sveitir. Hvert þessara þriggja er verst: söð- ullinn, Brunka — eða hún Hólmfríð- ur? spurði eg. Söðullinn! gall í Guddu. Hún Brúnka! hrópaði Sigga. Ónei, andmælti eg. Hún Hólm- fríður! Söðullinn er þó elztur, stóð Gudda fyrir máli sínu. Brunka er skálduð og því aðeins óhölt, að hún er jafnslæm í öllum fjórum fótum, staðhæfði Sigga. Já, en hún Hólmfríður — hún hefur geitur, minnti eg þær á og hitnaði heldur en ekki í framan. Þegar hér var komið, fór okkur systkinunum að semja betur. Margt var að athuga í sambandi við þetta fyrirhugaða ferðalag. Hættast var við að hún Brunka hrykki upp af, áður en lagt yrði af stað. Kynni þá ekki liún Hólmfríður að sálast úr vonbrigð- um? Við samþykktum með öllum at- kvæðum að hnupla brauðskorpum, leggja þær í bleyti og gefa Brunku. Mesta furðu vakti það okkur, að hún Hólmfríður, sem við oftar en einu sinni höfðum séð vaða ísvatn milli skara heldur en að fara á bak hesti, skyldi allt í einu vera ráðin í að leggja upp í langferð. Hvaðan kom henni slíkur ógnarkjarkur? Eða var þetta feigðarflan. . . . ? Mundi hún vera með réttu ráði. . . .? Ein á ferð yfir fjöll og firnindi, sex—sjö stunda lestagang — drottinn minn dýri. . . .! Og það var fremur ólíklegt, að hún mundi geta fengið nokkurn til að fylgja sér. Þegar hér var komið þessum bolla- leggingum, birtist Hólmfríður okkur í eigin persónu, kom inn úr dyrunum eins og ekkert væri. Eitthvað var hún þó að tuldra fyrir munni sér, eitthvað um fávizku og að freista guðs almátt- ugs. Hún leit á okkur í þönkum, en virtist ekki sjá okkur, gekk beinustu leið að rúminu sínu og hlessti sér frainan á. Þar sat hún um stund og hafðist ekki að. Það var óvenjuleg sjón. Við börnin þorðum vart að draga and- ann. Þetta var svo óvænt, að hún Hólmfríður skyldi vera orðin einhver ævintýramanneskja. Jæja, Nonni minn, stundi hún loks fram. Það er sannast orða, að því verð- ur ekki forðað, sem fram á að koma. En ber ekki himnafaðirinn blessaður ábyrgðina á örlögum barna sinna? Og jrað er eg viss um, að hann læknar mig í höfðinu, undir eins og hann kemst höndum undir. Hins vegar þýðir jreim eða þeirri ekki að taka inn eitur eða ganga fyrir sjávarhamra, sem áskapað er að verða úti í óbyggðum og bera þar sín blásin bein. Hvorki vatn eða ólyfjan vinnur á honum — eða henni. Minnizt þið orða minna, blessuð börn, þegar sd dagur rennur, bætti liún við, þuklaði í rúmhornið undir ábreiðuna eftir prjónunum sínum og hóf upp mjóa rödd og lítilsiglda: Leiðast mér holdsins lystisemdir, léttúðin skamma veitir fró. . . . Æ, eg man ekki meiri í bili, andvarp- aði hún raunamædd. Þá var okkur krökkunum öllum lokið, og hún Hólmfríður reyndist þess ekki ófús, að tárast ofurlítið okk- ur til samlætis. Og er við höfðum drekkt sorginni hæfilega, gátum við kætzt á ný, öll fjögur, og farið að skoða hið fyrirhugaða ferðalag frá öðrum og meira aðlaðandi sjónarmiðum en ald- urtilans. Sú fró, sem léttúðin veitir, er vel þess verð að hennar sé notið, þó skammæ kunni að reynast. í forn- (Framhald á bls. 28.) 13

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.