Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 29
á Hólmfríði ferðbúa sig. Hressingunni varð eg af, því það fyrsta, sem eg rak augun í var hún Hólmfríður. Hún sat frarnan á rúrninu sínu; tvö koffort, opin, stóðu fyrir framan liana á gólf- inu; á lokinu á öðru þeirra hafði hún kornið fyrir spegli. Höfuðið hafði hún bundið um að vanda, til þess að dylja hrúðrin, en andlitið, lítið og fram- mjótt, hafði hún sápuþvegið svo að á stirndi. Hún leit ekki við krakkahópn- unr í kringum sig, sá augsýnilega ekki annað en það, sem spegillinn sýndi lienni, var í hrifningu og upphafin. Þarna sat hún og bætti skarti á skraut ofan, fór í treyjur margar og mislitar, hlóð pilsi utan á pils, bláunr, rauðum og röndóttum. Þannig dúðaðri nrundi lrenni ekki verða skotaskuld úr því að liggja úti eina nótt eða tvær. Senn lrvað leið var hún orðin fyrirferðar- meiri á þverveginn en í loft upp, enda aðeins tæpar tvær álnir í þá áttina. Það kom ljóslega franr, að lrenni geðj- aðist ekki illa að því sem spegillinn sýndi lrenni, og skyldi enginn trúa speglum. Elsku Nonni minn, gaf lrún sér loks- ins tíma til að hvísla fram milli títu- prjónanna, senr lrún hafði munninn fullan af. Sjáðu um að leggja vel á fyrir nrig, elsku vinurinn, það verður þér endurgoldið á himnum, ef ekki hérna nregin, sannaðu til. Hafðu gjarð- irnar nýjar og traustar, og eins margar og lrægt er að koma fyrir. Fáa iðrar forsjálninnar. EGAR fór að líða að dagmálunr, leiðst mér ekki að draga það lengur að lrrella Brunku gömlu með því að leggja á hana forngripinn og koma fyrir gjafaskjóðunni. Hryssan hafði til þessa borið sig framar vonum. Nú lét hún lröfuðið síga, þar til er flipinn snart hestasteininn. Eyrun sögðu til um hvað inni fyrir bjó. Þegar eg gekk í stofuna á ný var lrún Hólmfríður önnum kafin að kasta mæðinni. Eg lagði að henni að lrraða sér, sagði sem var, að Brunku gömlu leiddist að bíða, og spurði að lokum, hvort hún liefði hugsað sér fyrir keyri. Hólmfríði stóð ekki á sama. Gegndi hún mér þóttafull, að eftir öll þessi ár ætti eg að þekkja hana að öðru, en að misþyrma málleysingjum. Þá spurði hún mig, hvort eg teldi ekki hesta til sköpunarverksins. Eg anzaði að eg þekkti Brunku gömlu illa, ef hún gengist upp við fleðulæti. Hólmfríður kvaðst engan ótta bera fyrir því, að þeim Brunku kæmi ekki saman, enda hentast fyrir langferðakonu að vera vonglöð. Svo að eg segi það með sem fæstum orðum: klukkan varð liðlega eitt áður en luin Hólmfríður var komin á liest- bak. Þegar faðir minn hafði hjálpað henni til sætis í söðlinum forna, réði hann henni eindregið til að fara ekki af baki, fyrr en Villi bróðir hennar lyfti henni úr söðli á hlaðinu heima. Brunka gamla er fær um að bera þig fram og aftur, og mun gera — ef sá er gállinn á henni! Og eins og þú hefur dúðað þig, ertu ekki einfær um að komast á bak aftur, ef þú á annað borð lendir af baki, — nema þá með því móti að fara úr mestu af fötunum! Jæja, farðu nú vel og farnist þér vel. Þar næst klifruðu móðir mín og aðr- ar konur á bænum hver af annarri upp á hestasteininn og föðmuðu Hólmfríði og kysstu hana einhvers staðar ofan til í dúðunum. Um kveðjur þessar varð ferðakonunni svo mikið, að innan úr dúðunum kvað bráðlega við grátur og gnístran tanna. Svo kom þá loks að því, að Brunku gömlu var ætlað að arka af stað með byrði sína, eða byrðar, reiðkonan tók varlega í taumana og ætlaði að víkja fararskjótanum á götu, einhver hreyfing innan pilsanna gaf til kynna, að hún bærði stuttfæturna lítið eitt, svo sem til að láta Brunku gömlu vita, að sér væri ekki lengur neitt að vanbúnaði. Brunka gaf því lítinn gaum. Föður mínum varð litið á mig og mér á hann. Þá varð móður minni nóg boðið: Stattu ekki þarna eins og staur, Nonni minn! ávítaði hún mig hæversk- lega og þó með nokkrum þunga. Taktu í taumana og víktu blessaðri skepnunni á götu. — Guð góður fylgi þér, Fríða mín, og berðu bróður þín- um og öllum hans kveðju og árnaðar- óskir. Með því að þrífa þéttingsfast í beizl- isstengurnar, lánaðist mér að draga Brunku gömlu út af lilaðinu og út túngötuna. Systur mínar ýttu á eftir og var skemmt yfir þessu ferðalagi. Heima á hlaðinu stóð heimilisfólkið og horfði á. Brunka gamla var þung í drætti, og þyngdist þó með skrefi hverju, fremur en hitt. Þegar út úr túnhliðinu kom, ætlaði eg að láta hana einfæra og reyndi að víkja lienni á götu út með hlíðinni, en hún hafði ekki lengi geng- ið, er hún nam staðar og stundi við. Aftur greip eg í beizlisstengurnar, systur mínar settu axlir að lærum hryssunnar og ýttu á af öllu megni og flissuðu. Að þessu sinni hreif það ekki, Brunka gaf fyllilega til kynna, að hún ætlaði ekki lengra í bráðina. Eg rykkti í taumana og talaði ljótt. Guddu og Siggu lá við að fara að væla. Hún Hólmfríður sat þögul í sjölunum og hvorki datt af henni né draup. Það vorum við krakkarnir, sem lögðum ti! þá orku, er þarna var beitt. Nema hvað Brunka lagði dálítið að sér með því að streytast á móti. Þegar J^etta hafði gengið um hríð, kom allt í einu rödd innan úr sjölunum: Hættið þið Jiessu, börnin góð1 Þol- inmæðin þrautir vinnur allar. Ein- hvern tíma leggur merargreyið af stað, ef við aðeins lofum henni að átta sig. Auðvitað hættum við, eins og fvrir okkur var lagt. Enda vorum við komin að niðurlotum af þreytu. Æðistund sat Hólmfríður og beið eftir því, að Brunka gamla áttaði sig og sæi að scr. Síðan hóf hún að tala við hryssuna, ógn umburðarlynd: Leggðu nú af stað, Brunka, heillin mín, gæðahrossið! skjallaði hún hana og vék taumunum sitt á hvað. Eg ætla ekki lengra en til Bakkafjarðar. Eg lofa þér því, að Jiegar þangað kemur, skaltu fá bæði brauðbita og sykurmola. Reyndu nú að akast af stað. elsku skepnan! Láttu sjá, hvað þú getur verið góð og þæg, Jiegar vel er farið að þér! Eg er svipulaus. Svo þú sérð, livað eg treysti þér! Það flögraði ekki að Brunku gömlu að anza þessum kjassmælum. Þá allt í einu þykknaði í Hólmfríði. Þó ekki við hryssuna, heldur við okkur krakk- ana, sem ein höfðum veitt henni virka aðstoð. Snáfist þið heim og inn, krakkari skipaði hún okkur önug. Það er ekici víst að henni Brunku líki að hafa á- horfendur! SYSTRUM mínum og mér þótti súrt í brotið, að þetta skyldu vera einu þakkirnar sem við fengum fyrir að liafa draslað henni Hólmfríði þó

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.