Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Page 19

Samvinnan - 01.12.1948, Page 19
að njóta með honum, og var hún fullsæl ura stund. Hvorugt þeirra hugði nú á skilnað fram- ar. Sveinn glaði lauk upp fatakistum móður sinnar og öðrum hirzlum, og klæddi Beatrice dýrindisklæðum, og skrýddi hana skarti og dýrgripum. Þannig leið tíminn í unaði og ánægju. Að vísu var mærin eins og ambátt elskhuga síns, án réttar og laga, en hún ósk- aði heldur eigi annars. Þá bar svo við eitt sinn, að greifi nokkur kom í heimsókn með fríðu föruneyti. ar efnt til stórrar veizlu honum til heiðurs, og skorti nú eigi þjónustufólk. Gleðskapur mik- ill varð í höllinni. Tóku menn að lokum að skemmta sér við teningsspil, og varð riddar- inn svo hamingjudrjúgur, að hann vann hvern leik. Steig honum þessi heppni svo mjög til höfuðs, að í ofmetnaði sínum lagði hann undir þá eign, sem hann kvaðst eiga dýrasta, en það væri Beatrice, með öllu því skarti, sem hún þá var búin. Greifinn lagði á móti gamlan og hrörlegan kastala. Beatrice, sem hafði skemmt sér við að horfa á leikinn, varð litverp sem nár og eigi að á- stæðulausu, því að næst þegar teningunum var kastað, tapaði riddarinn fyrir greifanum. Beið hinn síðarnefndi þá eigi boðanna að hirða hinn fagra vinning, heldur lagði þegar af stað með föruneyti sínu, og fékk Beatrice naumast tíma til að stinga í barm sinn hin- um gæfulausu teningum, áður en hún varð að búast til ferðar, flóandi í tárum, með þessum óbilgjarna húsbónda. Eftir nokkurra klukkutíma reið, komu þau að fögrum skógarlundi af ungum beyki- trjám, og rann þar framhjá silfurtær lækur. Eins og grænt silkitjald, sem borið er uppi ai silfruðum súlum, jiannig hvelfdist lim ung- viðarins yfir höfðum þeirra, en milli Ijós- grárra trjástofnanna blasti við augum skín- andi útsýni. Hér vildi greifinn taka áningar- stað með herfang sitt. Lét hann menn sína halda spölkorn lengra áfram, en sjálfur bjó hann um sig ásamt Bearice í ilmandi græn- gresinu og tók að gerast blíður við hana. Þá reis hún öndverð í öllum myndugleik sínum, leit hvasst á hánn og mælti: „Unnið hefur þú húsbóndavald yfir mér en eigi hjarta mitt og læt eg það eigi falt fyrir hrör- lega kastalaborg. Værir þú drengur góður, mundir þú leggja eitthvað undir, sem nokk- urs væri vert. Ef þú vilt veðja lífi þínu, bá getum við varpað teningum um hjarta mitt og skal það, ef þú vinnur, að eilífu vera þín eign. En vinni eg, á eg vald á lífi þínu og ræð sjálfri mér.“ Sagði hún þetta með svo mikilli alvöru og var svo kynlegur glampi í augum hennar, að hjarta hans tók áð slá örara, meðan hann horfði á hana ruglaður í ráði. Aldrei hafði hún áður verið jafn undrafögur og þegar hún bætti við í blíðari rómi og með spurn- arsvip: „Hver getur óskað sér þess að faðma konu, sem ekki ann honum og jafnvel er ó- viss um hugrekki hans Fáið mér sverð yðar og takið við teningunum og sýnið að þér hafið hug til. Má þá vera, að við fáum not- ist sem sannir elskendur!" Að svo mæltu tók hún fílabeinsteningana heita úr barmi sér og stakk í lófa hans. Frá sér numinn af orðum hennar leysti greifinn frá sér sverð og belti og fékk henni, varpaði teningunum og komu upp ellefu 1 einu kasti. Þá greip Beatrice teningana, hristi þá ákaft í lófa sér og sendi um leið úr fylgsn- um huga síns brennandi bæn upp til guðs- móður, hinnar heilögu meyjar. Því næst varpaði hún teningunum og komu upp tólf og hafði liún unnið. „Eg gef yður líf yðar,“ mælti hún við greif- ann, laut honum með alvörusvip og kvaddi hann. Síðan vafði hún um sig skikkjunni, stakk sverðinu undir handlegginn og hrað- aði sér brott, sömu leið og þau höfðu komið. En strax og hún var komin úr augsýn greif- ans, tók hún það ráð að halda eigi lengra á- fram, heldur gekk kring um lundinn, smaug þar inn á milli trjánna og faldi sig tæp fimm- tíu skref frá honum, bak við.hin ungu beyki- tré, sem stóðu svo þétt, að þau huldu hana sýn. Lét hún eigi á sér bæra. En sólargeisli skein á einn gimsteininn, er hún bar í háls- meni sínu, svo að hann glitraði gegnum lund- inn. Þetta sá greifinn og horfði á þáð um stund annars hugar. En hann hugði, að það væri eigi annað en glitrandi daggardropi á laufi, svo að hann veitti því eigi nánari at- hygh. Loks vaknaði hann eins og af dvala og blés hraustlega í veiðihorn sitt. Menn hans þustu að, og nú varp hann sér í söðulinn, þaut af stað og hugðist að elta hana uppi og ná henni aftur á sitt vald. Löng stund leið, þangað til hópurinn kom aftur til baka. Riðu þeir þá hægt og hurfu að lokum að baki beykitrjánna, án þess að nema staðar. Strax og þeir voru horfnir úr augsýn og Beatrice heyrði engan jódyn framar, hélt hún frjáls leiðar sinnar, og flýtti sér allt hvað af tók heimleiðis, án þess að hirða um fögru skóna, sem hún bar á fótunum. SVEINI glaða leið ekki vel þennan dag. Reiði og iðrun geisuðu í huga hans, og 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.