Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 7
ég á eftir henni: „Ég læt yður bara vita það,
að ég kenni börnunum það, sem mér sýnist.“
KONAN MÍN stóð náföl í eldhúsinu og
ætlaði að fara að ræða málið, en ég var
í engu skapi til slíks. Ég barði í eldhúsborðið,
svo að undir tók í húsinu. „Ekki nema það
þó! Fólk, sem ekki hefur hundsvit á upp-
eldismálum að ætla sér að fyrirskipa mér,
hvernig ég eigi að kenna! Nei og aftur nei!“
Ég barði aftur bylmingshögg í borðið, svo
að bollarnir dönsuðu, og einn hrökk í tvennt.
Næstu daga gerði ég tilraun til þess að láta
krakkana hafa töfluna yfir laglaust, en það
reyndist ógerningur. Það var orðið svo fast
1 þeim að syngja hana, að ég sá, að það varð
ekki aftur snúið. Ég hélt því uppteknum
hætti með reikningskennsluna.
Skömmu seinna kom einn úr skólanefnd-
inni til mín með umkvörtun. Ég sagði hon-
um sem var, að bæði hefði formaður skóla-
nefndar leyft mér þetta, og svo væri allt of
seint að breyta þessu nú, en ég fullvissaði
hann um, að aðferðin væri prýðileg, og hann
skyldi bara bíða og sjá, hvort árangurinn
yrði ekki góður í prófinu.
Séra Pétur á Stað var prófdómari hjá mér
um vorið. Hann var maður um sextugt, lág-
ur vexti og feitur, rauður í andliti og dálítið
uppstökkur en hæglátur hversdagslega.
Fyrsta daginn var lestrarprófið, og þar
gekk allt slysalaust, því að börnin voru vel
læs. Daginn eftir var prófið í reikningnum.
Eg var satt að segja dálítið kvíðinn, ekki
fyrir því, að börnin stæðu sig ekki, heldur
var ég hræddur um, að séra Pétur kynni
ekki við sönginn. Reikningsverkefnið var að
sunnan eins og vanalega, og útbýtti ég blöð-
unum til barnanna, sem byrjuðu strax að
reikna. Ég hafði komið með nokkur gömul
Hjemmetblöð handa prestinum og vísaði
honum til sætis við kennaraborðið en var
sjálfur á ferli um stofuna.
Fyrst gekk allt hljóðlega og vel, enda byrja
verkefnin alltaf á samlagningu og frádrætti.
Börnin kepptust við, og séra Pétur las
Hjemmet. Allt í einu fór einn strákurinn
að raula Kátir voru karlar, því að hann var
að margfalda með tveimur. Séra Pétur leit
upp úr blaðinu. Strákur lauk ekki við lagið,
heldur byrjaði á Táp og fjör og frískir menn,
og um leið fór annar strákur að syngja Kát-
ir voru karlar. Séra Pétur bærði varirnar eins
og hann ætlaði að segja eitthvað. Hann leit
spyrjandi til mín, og ég gekk til hans og
hvíslaði:
„Þau syngja töfluna."
„Þau hvað?"
„Börnin syngja margföldunartöfluna. Þeim
hefur verið kennt að syngja hana. Það er
svc miklu léttara að læra hana þannig.“
„Einmitt það. Hum.“ Séra Pétur fletti
blaðinu og skoðaði myndirnar af Knold og
Tot. Hann var orðinn þungur á brúnina.
NÚ STOÐ margföldunin sem hæst. Þrír
eða fjórir rauluðu Kátir voru karlar og
voru auðvitað hver á sínum stað í laginu.
Nokkrir sungu Táp og fjör og frískir menn,
tveir sungu Eldgamla ísafold og aðrir tveir
eða þrír Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Séra Pétur var farinn heldur að ókyrrast.
Hann var hættur að lesa, og það voru komti-
ir rauðir dílar í ennið á honum, og hálsinn
var orðinn eins og eldstykki. Börnin sungu
nefnilega óvanalega hátt, því að ákafinn og
áhuginn við reikninginn var svo mikill, að
þau gleymdu sér alveg. Ég rétti upp höndim
og sagði:
„Börnin mín, reynið að syngja ekki alveg
svona hátt.“
Það sljákkaði ofurlítið í þeim í bili, og
séra séra Pétur greip blaðið á ný og fór að
lesa.
Hléið varð ekki langt. Börnin sökktu sér
niður í reikninginn, og brátt var söngurinn
kominn í algleyming aftur. Það fóru að fara
viprur um andlitið á presti, og það voru
einhverjir fjörkippir í annarri kinninni á
honum.
Allt í einu byrjaði Jón litli, sonur lækn-
isins, að syngja Meistara Jakob með skrækii
og hárri röddu. Það var eins og hann væri að
syngja einsöng; raul hinna varð eins og
undirspil. Ég varð ekki nógu fljótur að þagg i
niður í honum. Séra Pétur rauk upp af stóln-
um eins og eldibrandur, þaut út úr stofunni
og skellti á eftir sér hurðinni. Ég hljóp á
eftir honum og kallaði, en hann sinnti þvi
ekki.
Það var steinhljóð í stofunni. Börnin
horfðu spyrjandi á mig, en ég sagði þeim að
halda áfram að reikna, séra Pétur hefði þurft
að bregða sér burt sem snöggvast. Jón litli
byrjaði atiur á Meistara Jakob, og svo hver
á sínu lagi.
ARANGURINN varð prýðilegur. Sum
börnin voru með ágætiseinkunn í reikn
ingi, og ekkert þeirra reiknaði minna en
vonir stóðu til. En þetta mátu þorpsbúai
einskis. Þessir hálfvitar létu læknisfrúna og
prestinn æsa sig upp. Mér varö ekki vært
lengur. Ég sótti í annað skólahérað, og þar
er ég enn. Þar er ágætt að vera nema hvað
börnunum gengur hálfilla með margföld-
unartöfluna. Ég hef aðeins minnzt á það við
prófdómarann, sem er organistinn í kirkj-
unni, hvort honum væri ekki sama, þó að
ég léti börnin syngja margföldunartöfluna.
Hann hélt nú það. Ég ætla að reyna næsta
vetui. Þá ætla ég að skipta um lag við sjö
sinnum töfluna. Ég ætla að nota Frjálst er
í íjallasal í staðinn fyrir Meistara Jakob.
7