Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.08.1950, Qupperneq 21
Þar segiv m. a., gott væri ef foreldr- ar gætu tekið börn sín með sér á göngutúra úti á víðavangi, ekki að- eins í þeim tilgangi að fá nauðsyn- lega hreyfingu og anda að sér úti- loftinu, lieldur líka til þess að sjá með þeim ýmis undur náttúrunn- ar, sem hvar vetna blasa við aug- um, ef vel er að gáð. Til þess að framkvæma þetta, þurfa foreldr- arnnir alls ekki að vera neinir náttúrufræðingar. Langt í frá. En þau þurfa að eiga dálítinn á- huga og lag. Það er ekki nauðsyn- legt að kunna nöfnin á blómateg- undunum, þótt gott sé, mikilsverð- ara er að geta bent á hvernig blóm- in loka krónum sínum á kvöldin, eða að segja frá starfi skordýranna. Það er of sjaldan, sem foreldrar hugleiða þessi efni með börnum sínum úti í náttúrunni. Allt of mörguni hættir til að nota tímann til þess að sýna börnum einhver mannvirki, rétt eins og þeir haldi að maðurinn hafi skapað heiminn og að bifreiðin sé merkilegra fyrir- brigði en trén. BARN, sem á annað borð hefur áhuga fyrir því, sem það sér í nátt- úrunni, lærir margt án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar. En önnur geta gengið um skóg eða grasvöll án þess að taka eftir nokkru nema bréfarusli, flöskubrotum og öðru slíku, sem hirðulaust ferðafólk hef- ur skilið eftir. Þessum börnum þarf að lijálpa til þess að sjá dá- semdir náttúrunnar, blómin, grös- in, skordýrin, steinana og þau þús- und önnur atriði, sem blasa við at- hugulum manni á viðavangi. Eng- inn lækur er svo tær, að þar sé ekki eitthvert lít'. Skordýrin eru alls staðar, smásilungur skýst undan liolbakka, steinarnir í botninum eru af svo mörgum litum og lög- unum og í gróðri lækjarbakkans er allt iðandi af lífi. Ilmur blóm- anna er margbreytilegur eins og útlit þeirra. Og svo er hægt að taka ýmislegt með sér heim og skoða það betur. Hér er ekki verið að (Frarnh. á bls. 26) 9 m 9 9 9 • 9 9 21

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.