Samvinnan - 01.08.1950, Side 29
(Framhald.)
eg tryði sér í blindni, og þoldi engar grunsemdir. Og
þessi óvissa hefur kvalið mig æ síðan. Eg ætla ekki að
láta þeim haldast það uppi lengur og standa mér reikn-
ingsskap fyrir þessum gömlu og nýju kynnum! — Það
er hún, sem alltaf hefur troðið mig undir fótum!“
Svo settist hann við borðið og hélt áfram þessu kyn-
lega réttarhaldi yfir sjálfum sér og konu sinni fjarverandi.
„Elísabet! Elísabet! Hvað hefur þú gert?“ hvíslaði hann
hrærður og gróf andlitið í höndum hér. — „Ef ég gæti
bara trúað þér statt og stöðugt, að þú hefðir ekkert gert
— að þú værir saklaus af öllum mökum við sjóliðsforingj-
ann, þá væri sú meinsemd, sem ávallt síðan hefur nagað
brjóst mitt, læknuð til fulls —
„Og svo trúi ég henni alltaf eins og nýju neti, þegar
ég hefi verið lijá henni sjálfri um stund og heyri hana
og sé í kringum mig,“ andvarpaði hann með eins konar
sjálfsfyrirlitningu. — „Það ætti raunar að búa um mig
hér í kotinu eins og smásíld í niðursuðudós! Eg þoli ekki
geymsluna, ef eg er tekinn upp úr lieimapæklinum!"
„Enn hvað hún er lík sjálfri sér, eins og hún var í gamla
daga, þegar hún stóð þarna í stofu frænku sinnar gömlu
og sagði allt þetta upp í opið geðið á mér. Hennar jafn-
ingi er vissulega ekki til í heiminum! Eg hef ekki séð hana
slíka svo árum skiptir! Hún hefur sagt mér það svo oft,
að henni þyki vænt um mig — að henni hafi alltaf þótt
vænt um mig, allt frá því, að hún sá mig fyrst þarna úti
í skerinu hjá föður mínum forðum daga. Og hún lýgur
ekki. Eg þori að leggja höfuð mitt að veði fyrir því, að
hún lýgur ekki.“
„Sannarlega trúi eg þér, Elísabet, þegar þú stendur
þarna og segir mér, að þér hafi ávallt þótt vænt um mig og
þyki það enn,“ þrumaði hann enn við sjálfan sig og sló
hnefanum í borðið svo sem til áherzlu og eins og hún
væri viðstödd.
„En hví skyldi henni þykja vænt unr mig, fátækan og
umkomulítinn hafnsögumann, sem ekkert hefur getað
veitt henni af öllu því ,sem hugur hennar hefur girnzt?
Því að víst hefur hann ávallt dreymt stóra drauma, sem
naumast er að vænta að rúmast liafi innan þröngra veggja
kofans, sem er eina höllin, sem ég hef getað veitt henni!“
Þannig sat hann lengi dags, braut heilann og rausaði
við sjálfan sig. Stundum gekk liann eirðarlaus út úr hús-
inu, en leitaði jafnóðum inn í stofuna aftur. Föt hans
voru í óreiðu, og það lá við borð, að hann væri æðislegur
útlits, svo mjög höfðu tilfinningarnar og heilabrotin tekið
á þetta karlmenni, sem hvergi brá sér í harðræðum og
liáska í sjóferðum. Daginn áður en hann ætlaði inn til
bæjarins, sat hann enn einmana í stofunni og virtist hún
eyðileg og tóm. Allt í kringum liann voru smáhlutir, sem
minntu hann átakanlega á eiginkonuna og húsmóðurina,
sem nú var fjarverandli frá heimilinu og hafði skilið svo
stórt skarð eftir, autt og gapandi. Þarna úti við gluggann
var saumaborðið, þar sem hún sat svo oft við sauma sína.
Og þar voru ýmsir smáhlutir, sem hann hafði fært henni
heim til minja úr langferðum sínum úti í heimi, vísunds-
hófurinn góði frá Montevideo, er hann hafði látið breyta
í smáskrín, útskorin fílbein og svo margt annað sem forn-
ar minningar voru við bundnar. Hann horfði um stund
hugsandi á þessa hluti, eins og hann hefði aldrei séð þá
áður, svo gekk hann inn í svefnherbergið. Þar stóðu rúm
þeirra hjónanna og Pokagægis litla. Úti við vegginn stóð
óbrotin dragkista, þar sem Elísabet var vön að koma
fallega, lakkdregna speglinum, sem annars hékk inni í
stofunni,. fyrir, þegar hún greiddi fallega, bjarta hárið.
Hann mundi, hversu oft þau höfðu spjallað saman, þegar
hún stóð þarna og sneri sér undan, svo að hann sá aðeins
keikan linakka og spengilegan baksvip hennar og svo blóm-
legt andlitið í speglinum. Oft hafði hún þó getað látið sér
nægja að svara honum með svipbrigðum á þessu andliti,
sem liann þekkti svo vel.
Lengi stóð hann þarna og lét hugann reika inn á lönd
minninganna, sem bundnar voru við litla hluti og ein-
föld atvik, sem virtst gátu barnalegt og lítilmótleg um-
hugsunarefni fyrir fertugan mann, harðleitan og kjark-
legan. En því fór fjarri, að hann væri harður í skapi þessa
stundina eða sérlega hugrakkur. Hann skildi það allt í
einu með ofsalegum krafti og vissu, að hann gat ekki
án hennar verið, og hann leit ringlaður upp og svipaðist
um með vaxandi örvæntingu í svipnum. Honum fannst
allt í einu, að hún væri farin fyrir fullt og allt, að hann
hefði misst hana, eins og óforsjáll maður, sem glatar
fögrunr baugi af fingri sér, þar sem hann leikur sér gá-
lauslega að honum úti yfir borðstokknum — missir fing-
urgullið og sér það blika fagurlega við yfirborðið, um
leið og það hverfur í hinzta sinn ofan í djúpið.
XIX.
Elísabet fölnaði, þegar Gjert kom með föt hennar. Henni
fannst í svipinn, að hún hefði færzt meira í fang en hún
væri maður til.
Kvöldið áður en von var á Sölva átti hún í harðri bar-
áttu við sjálfa sig um það, hvaða ákvörðun og stefnu hún
skyldi taka, því að hún fann það á sér að nú leið óðum að
29