Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1950, Síða 8

Samvinnan - 01.10.1950, Síða 8
Sköpun skoöana:„Aður en langl um liður, verður fjöldasálfrceöin talin ein hin mikilverðasta visindagrein VlSINDI TIL ÞESS AÐ BJARGA OSS FRÁ VlSINDUM Undirstaða heilbrigðrar þjóðfélagsbyggingar er skilningur á hugarástandi mannsins, að áliti þessa heimsfræga heimspekings (^JÍÐAN á ÖNDVERÐRI sautjándu öld hefur vísindalegum uppgötv- unum fjölgað með vaxandi hraða. Þessi staðreynd hefur gert síðustu þrjú hundruð og fimmtíu árin mjög frá- brugðin öðrum tímabilum mannkyns- sögunnar. Bilið, sem aðskilur mann- inn frá fortíðinni, hefur lengst með hverri kynslóð, og nú á síðari tímum frá áratug til áratugs. Hugsandi mað- ur, sem veltir fyrir sér ástæðunni til útrýmingar dínósauranna og annarra risadýra fornaldarinnar, kemst ekki hjá því að leggja fyrir sjálfan sig nokkrar óþægilegar spuringar. Geta tegundir nútímans lifað af svo lirað- fara breytingar? Eru venjur þær, sem Hinn heimsfrapgi brezki heimspeking- ingur, Bertrand Russell, birti þessa grein í víðlesnu amerísku tímariti fyrir nokkru. Birtist hún hér í laus- legri þýðingu. Eftir BERTRAND RUSSELL tryggðu tiltölulega öruggt áframhald lífsins í fortíðinni nægilegar til þess á byltingatíð þeirri, sem nú gengur yf- ir? Og ef svo er ekki, er þá mögulegt að breyta fornum hegðunarvenjum eins fljótt og uppfinningamennirnir breyta hinu efnislega umhverfi okkar? Enginn veit svörin við þessum spurn- ingum, en það má vel íhuga líkurnar og gera sér nokkra grein fyrir ýmsum möguleikum í framþróun mann- skepnunnar á jörðinni. Fyrsta spurningin er: Mun fram- þróun vísindanna halda áfram með vaxandi liraða, eða nær hún hámarks hraða og byrjar því næst að hægja ferð- ina? Uppgötvun vísindalegra aðferða er aðeins á færi snillinga, en notkun þeirra, að uppgötvun lokinni, þarfnast aðeins meðalgreindar og hæfileika. Gáfaður og vel menntur ungur vís- indamaður, sem hefur aðgang að góðri rannsóknarstofu, getur áreiðanlega uppgötvað sitt af hverju, sem athyglis- vert er, og sá möguleiki er jafnan fyrir hendi, að hann detti ofan á einhverja stórfenglega uppgötvun, sem megin þýðingu hefur. Vísindin, sem voru enn byltingarkennt afl í byrjun sautjándu aldar, hafa nú samlagast daglegu lífi livers byggðarlags fyrir aðstoð ríkis- stjórna og háskóla. Og því augljósara, sem gildi þeirra verður, því fleiri hafa atvinnu við vísindastörf og rannsókn- ir. Af þessu virðist leiða, að svo lengi, sem félagslegar og fjárhagslegar að- stæður versna ekki stórlega, má búast við því, að framþróun vísindanna haldi áfram með svipuðum hraða og verið hefur, eða jafnvel enn meiri 8

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.