Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Side 8

Samvinnan - 01.01.1953, Side 8
S/S undirbýr verksmiðjuframlei ðslu á höggsteypu Nýjung, sem getur haft mikla þýciingu í byggingamálum hér Hér sézt mótasmiði í einui af höggsteypuverk- smiðjum Hollendinga. Mótin eru mjög vand- lega smiðuð, og byggist kostnaður höggsteyp- unnar nnkkuð á pvi, hversu oft er heegt að nota pau. Samband íslenzkra samvinnufé- laga er um þessar mundir að athuga möguleika á að hefja hér á landi verk- smiðjuframleiðslu á steinsteypuhlut- um til bygginga með nýrri aðferð, sem erlendis nefnist „schokbeton". Mundi % þá mikill hluti bygginganna, súlur, bitar, veggplötur, gluggar, stigar og fleira, verða steypt í stórum stíl í verksmiðju, en sett saman á bygging- arstaðnum. Hefur SÍS verið í sam- bandi við hollenzkt firma, N. V. Schokbeton, sem stendur mjög fram- arlega í þessari framleiðslu. Mundi aðstoð þess og reynsla verða ómetan- leg við byggingu slíkrar verksmiðju hér á landi. Taldar eru líkur á, að með „schok- beton“ framleiðslu í stórum stíl megi lækka töluvert byggingakostnað hér á landi. Má nefna það sem dæmi, að þriggja herbergja íbuð (69 fermetr- ar) í sambýlishúsum reist á þennan hátt í Rotterdam í Hollandi kostar þar 54.000 íslenzkar krónur. Þá eru sérstaklega athyglisverðir þeir mögu- leikar, sem slík byggingaraðferð skapar til sveita, en í Hollandi eru til dæmis gripahús og hlöður framleidd í stórum stíl á þennan hátt. „Schokbeton“ steinsteypan er, vegna fullkominna vinnubragða, sterkari, þéttari, gallalausari og með fínna yfirborði en við eigum að venj- ast, að því er Helgi Bergs, verkfræð- ingur SIS skýrir frá, en hann fór ný- lega til Hollands ásamt tveim öðrum mönnum héðan til þess að kynna sér framleiðslu og notkun þessa nýja byggingarefnis. Skoðuðu þeir fjöl- margar byggingar í Hollandi, sem reistar hafa verið á þennan hátt, þar á meðal mikil raforkuver, bifreiða- og vélaverkstæði, geymsluhús, flug- skýli, verksmiðjur, byggingar til sveita, stórhýsi fyrir verzlanir og skrifstofur og loks íbúðarhús. „Schokbeton“ steinsteypan er steypt í mótum af ýmsum gerðum, og eru þau úr furu, harðviði, asbestplöt- um eða stáli. Eru þau framleidd í verkstæðum hverrar verksmiðju. Steypan er úr völdum efnum og svo þurr, að ókleift væri að steypa úr benni á venjulegan hátt. Þegar steyp- unni er komið fyrir í mótunum, eru þau hrist þannig, að þau lyftast 3—4 mm. og falla með hörðu slagi aftur um 200 sinnum á mínútu. Við þetta pressast steypan mjög saman og út í hverja glufu í mótunum og kring- um styrktarjárnin. Mótin eru síðan flutt í vermiklefa, þar sem haldið er um 30 stiga hita og hæfilegum raka. Harðnar steypan svo fljótt, að óhætt er að taka mótin af eftir 4 klst. N. V. Schokbeton verksmiðjurnar ábyrgj- ast, að framleiðsla þeirra hafi 450 kg/ cnr teningsbrotþol, en hún hefir venjulega um 600 kg/cm2. Hér á landi megum við gera okkur að góðu steypu, sem er svo misjöfn að styrkleika, að menn vita sjaldnast hvaða styrkleika þeir geta átt von á, stundum 250 kg/ cnr, stundum 200 kg/cm2 og oft minna, sjaldan meira. „Schokbeton“ er auk þess svo þétt í sér, að það er Þessir verkamannabústaðir i Rotterdam voru reistir úr höggsteypu, sem Hol- lendingar haja notað til margyislegra bygginga. 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.