Samvinnan - 01.01.1953, Page 12
Veftu mí, ýbqa!
INDRIÐI G ÞORSTEINSSON
minnist nokkurra daga á Balaríeyjum
Þessari Miðjarðarhafsferð er lokið.
Minnisstæðust úr för minni er dvöl
mín á eynni Ibiza. Ibiza er ein af
Balaríeyjunum, fámenn, láglend og
byggð fólki, sem maður gæti fundið
við störf í bæjum hérlendis, prúðu og
hæglátu, og reiðubúnu að vísa ókunn-
ugum til vegar og leggja jafnvel á sig
krók til þess. Á eyjunni er saltvinnslu-
stöð og stönzuðum við þar til þess að
taka salt.
Snemma morguns sigldum við inn í
lítinn vog, eftir að hafa haft landsýn
um nokkurn tíma. Landsýnin er ekk-
ert frábrugðin því, sem maður á að
venjast, þegar komið er suður að
Portúgal. Þetta er sami móbrúni lit-
urinn, dekktur grænku skógar, hvít
strönd og fremur lítið brim í þessu
kyrra hafi, sem ber bláma himinsins í
allri dýpt sinni og fegurð.
Fyrst siglum við í gegnum þröngt
sund, milli Ibizu og systureyjar, sem
ég man ekki nafnið á, þar sem nöfn
skipta aðeins máli, standi maður í
þrögli. Á þessum morgni hef ég alls
ekki ætlað mér að spyrja að nöfnum,
siglandi milli tveggja vita, sem eru
hvítir í skærri birtunni, og með brim-
ið hvítt á gröndum til beggja handa.
Maður spyr ekki mikils, þegar maður
sér nýja jörð, býst ég við. Skipið er
sveigt inn í voginn og það er lagzt
fyrir akkeri, því engin bryggja er til
að leggjast upp að og framskipunin á
saltinu er unnin með bátum.
Nokkrir skipverjanna eru komnir í
sjóinn um hádegið; þeir svamla fram
með skipinu og tveir þeirra leggja í
langferð upp í fjöruna, þar sem haf-
meyjar liafa í sporðaköstum, uppi í
heitum sandinum við sjómenn, sem
komnir eru úr langri siglingu; eða
kannski mér hafi missézt og þessar haf-
meyjar séu ekki annað en nokkur lauf-
mikil tré, sem eiga nær engan skugga
nú í hádeginu. En sandurinn er hvít-
ur og heitur og nokkrir ákveða að fara
þangað bráðum að gera í hann slóðir
og láta heita ölduna \ elta sér fram og
aftur í flæðarmálinu.
Og við stöndum við þessa ákvörð-
un, þrátt fyrir leti og syfju, að lokn-
um hádegisverði, sem aldrei bregzt að
vera svo lystilegur, að maður kynnist
honum meir en góðu hófi gegnir. Þeg-
ar ég er að fara niður í bátinn, ríður
undir hann alda, svo liann kemur á
fleygiferð á móti mér og bókstaflega
gleypir mig flatan, í sundbol einum
klæða og skólausan af vangá og með-
fæddri gæfu, svo að ein táin sér sér
færi á að bögglast margföld undir mér
með þeim ósköpum, að hún blánar
litlu síðar. Ég er að vafra um í sand-
inum, eftir að komið er í land, með
bláa tá og bölvandi, þegar aðrir hafa
skó á fótum í bátsferðinni oa: fá ekki
Saltuppskipun við Ibizu. (l.jósm. Sverrir Þór,
skipstjóri).
bláar tær, en synda fram í ölduna og
láta hana skáfleyta sér í land, eins og
bátsmaðurinn, sem kann ráð undir
rifi hverju.
Maður verður undarlega heitur af
sæstorkunni; það er líklegast saltið;
hér er sagt að mikið saltmagn sé í sjón-
um og hinum megin hæðarinnar, í
hvarfi frá La Canal, þar sem við er-
um að svamla nú í fjörunni, eru stór-
ar sjóveitur, sem saltið er unnið úr.
Það er Hollendingur á undan okkur
í La Canal, og því verðum við að bíða
eftir afgreiðslu í einn dag. Uppi í
kránni við bátabryggjuna sjáum við
Hollendingana af skipinu; þeir eru að
kaupa nautabana úr gleri, sem ekki
þarf annað en skrúfa heilabúið af, svo
úr þeim streymi líkjör. Þetta eru mjög
stoltir nautabanar. Þarna eru líka
sennorítur með líkjör. Þarna í kránni
læri ég fyrstu orðin í spænsku. Unó
koníakk, dos koníakk. Akva mínerale.
Þvílík blanda. Mútsja bono. Síðan
kærar þakkir. Einhver t ill meira og
segir otra koníakk. F.g veit, að ég get
bjargað mér í spænsku nú. Þetta er
mjög gott læri, þegar maður er saltur
á bakinu og sundbolurinn er stamur
af seltu og ein táin er blá.
Síðan förum við um borð og Jónas
stýrimaður gefur mér blývatn á tána,
áður en ég sofna. Svo ég sofi vel, segir
Jónas. Hann er mesti prýðismaður,
hann Jónas, og gefur okkur af með-
ulum skipsins, ef okkur verður mis-
dægurt. Hann hefur líka gott vit á
bókum og ég er stundum að tala við
hann um þær. Mér þykir vænt um að
fá blývatnið, því ég hef verk í tánni.
Nú er kominn morgunn aftur.
Bjartur, eins og hinir allir, og Stefán
kemur í dyrnar og segir: Það er mat-
ur, gjörið þið svo vel, eins og hann
hefur gert í allri ferðinni. Og nú er
nýr dagur framundan, gjörið þið svo
vel, segja sólin, hafið og himininn.
Þarna uppi í landi eru mjúkar hæðir,
ávalar og skógi þaktar. Það kom að
því síðar, að tveir af skipshöfninni
gátu ekki stillt sig um að ganga upp
á eina þeirra.
Við förum í bæinn eftir hádegið.
Bærinn heitir Ibiza, eins og eyjan.
Okkur er róið í land af Spánverja, sem
ráðinn er til starfans; hann er mjög
sólbrenndur og í hálfermaskyrtu
grárri. Hann er með mjög vinsamlegt
andlit og ég er ekkert smeikur við að
8