Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 15
vinnu- eða sameignarfélag, heldur að-
eins félag með einstökum meðlimum,
sem sjálfir taka tryggingar. Þannig
ber hver meðlimur þá áhættu, sem
hann trjrggir, en Lloyd’s er aðeins sá
vettvangur, sem þeir allir starfa á.
Venjulega skiptast meðlimir í 15-—20
manna flokka og er þá aðeins einn
maður í hverjum flokki, sem undir-
ritar tryggingarnar, en sérstök skrif-
stofa gefur út tryggingarskírteinin,
sem viðurkennd eru hin tiyggustu í
heimi. Sérstakir miðlarar koma öllum
tryggingum á Lloyd’s markaðinn, og
er síðan safnað saman eins mörgum
meðlimum eða flokkum og þörf er til
að geta tekið að sér hverja tryggingu.
Margt er einkennilegt og hefðbund-
ið í Lloyd’s. Hvort sem það stafar
af hjátrú eða trj^ggð við fortíðina, þá
tíðkast enn sá siður að undirrita
ttyggingaskírteini með fjaðrapenna,
eins og gert var á kaffiborðunum hjá
Edward Lloyd í gamla daga, og eitt
stærsta ttyggingafélag Lundúna byrj-
ar öll skírteini sín á þessari gömlu
klausu: „I nafni guðs, amen, tökum
vér hérmeð að oss.....“
SJÓTRYGGINGAR Á ÍSLANDI.
Þegar Erlendur Einarsson hefur
sagt þessa fróðlegu sögu um uppruna
sjóttygginga erlendis, víkur hann að
slíkum tryggingum hér á landi.
Islendingar sigldu milli landa, með-
an þeir áttu skip, og stunduðu fisk-
veiðar í átta aldir án þess að njóta ör-
yggis sjótrygginga. En um miðja nítj-
ándu öld skutu sjótryggingar fyrst
upp kollinum hér á landi, og var Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja stofn-
að fyrir 90 árum. Mun það vera elzta
tryggingafélag í landinu, og eru sjó-
tryggingar því elztu tryggingar Is-
lendinga, alveg eins og þær eru elztar
allra ttygginga erlendis. Það er þó
ekki fyrr en eftir síðustu aldamót,
sem sjótryggingar breiðast um allt
landið, og var Samábyrgð Islands á
fiskiskipum stofnuð með lögum 1909.
Alhliða sjótryggingar var þó enn
varla hægt að tala um fyrr en eftir
1918. Þá var stofnað Sjóvátrygginga-
félag Islands, enda var þjóðin þá
smám saman að taka í sínar hendur
verzlun og siglingar landsins. Síðan
hafa sjótryggingarnar vaxið ört og
risið upp mörg tryggingafélög í land-
inu, sem hafa í vaxandi mæli flutt
þessa starfsemi á íslenzkar hendur.
Samvinnutryggingar eru meðal
þeirra félaga, sem annast sjótrygging-
ar í stórum stíl, segir Erlendur að lok-
um. Félagið tekur að sér skipatrygg-
ingar, vörutryggingar, stríðstrygging-
ar, tryggingar á afla og veiðarfærum,
tryggingar á farangri skipverja, ferða-
tryggingar og farangurstryggingar.
(Framh. á bls. 13)
11