Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Síða 5

Samvinnan - 01.03.1955, Síða 5
til Kaupmannahafnar til vörukönn- unar áður en þær væru sendar til Is- lands. Þáttur Skúla jógeta. Tók nú við verzluninni félag það, er Hörmangarar nefndust og illræmd- astir hafa orðið. Keyrði þá alveg um þverbak um alla verzlunarhætti. Var hvort tveggja, að félagið sveikst um að flytja hingað nauðsynjavöru, og svo það, að algengt var, að um stór- skemmda vöru væri að ræða. Hör- mangarar héldu verzluninni í sextán ár, eða til ársins 1758. Sannaðist það hér, að lengi getur vont versnað. Þetta neyðarástand vakti til starfa Skúla Magnússon landfógeta, sem allra manna mest barðist gegn einokuninni og vann sigur að lokum. Skúli lagði fram alla orku sína til viðreisnar. Hann var þungur andstæðingur og þrekmaður í hvívetna. Hann reisti ullarverksmiðju í Reykjavík og með styrk frá konungi reisti hann „inn- réttingar“ sínar, sem er fyrsta iðn- fyrirtæki á Islandi. Urðu brátt harðar deilur með Skúla og Hörmangara- félaginu. Vildu þeir hanna Skúla ull- arkaup og þóttust sjálfir ráða þar yfir. Skúli hafði átt viðskipti við Hör- mangara, þegar hann var yfirvald Skagfirðinga og voru þau allt annað en vinsamleg. Félagið Iét heldur ekki á sér standa að rægja iðnstofnanir Skúla og bregða fæti fy^rir þær á allan hátt. Er furðulegt, hversu kaupmenn hafa óttazt og hatað allt, sem aukið gat þrótt íslendinga. Sýnist þó vera, að verzlunin hefði orðið arðvænlegri, ef afkoma Islendinga hefði batnað. Hörmangarar lögðu stund á að spara vinnuafl og kostnað við vörugeymslu. Þeir drógu úr innflutningi, svo að stundum komu engin skip á stórar hafnir. Þeir hikuðu ekki við að senda stórskemmdar vörur til landsins, og kærum rigndi yfir þá. Þannig féllu þeir á sínum eigin verkum. Þeir Skúli og Magnús Gíslason söfnuðu nú sökum á Hörmangara og sendu kæru til stjórnarinnar. Þar voru bornar svo miklar sakir á kaup- menn, að þeir fengu ekki hrundið þeim og Hörmangarar voru látnir segja sig frá verzluninni. Magnús Gíslason telur, að 15—16 hundruð manns hafi dáið úr hungri fyrir svik Hörmangara. I grafskrift sinni yfir Hörmöngurum kemst hann svo að orði: „Það er ekki liægt að kalla einokunina verzlun. Islendingar eru neyddir til að láta af hendi hinar beztu afurðir sínar við því verði, sem konungi eða kaupmanni þóknast. Kaupmenn hafa allan ágóðann, en Is- lendingar allan skaðann. Þeir eru neyddir til að vinna eins og þrælar fyrir mat sínum, en eru þó ver settir en þrælar, því þrælar þurfa aldrei að svelta, en Islendingar hafa dáið í hrönnum úr hungri.“ Skúla var það ljóst, að verzlunar- frelsi var skilyrði fyrir endurreisn at- vinnuveganna. En hann þorði þó ekki að leggja til, að verzlunin væri gefin alfrjáls fyrr en Islendingar væru sam- keppnisfærir við aðrar þjóðir. Hann réði til bráðabirgðaskipulags, sem minnir mikið á samvinnuskipulag síð- ari tíma. Allir jarðeigendur landsins skyldu ganga í verzlunarfélag og leggja jarðeignir sínar að veði, en konungur skyldi leggja fram rekstrar- fé. Ekki var þó gengið að þessu. Heldur rofaði til, er konungur rak sjálfur verzlunina í nokkur ár. En hann varð brátt leiður á því og fékk hana í hendur „Almenna verzlunar- félaginu“, sem þá var nýstofnað. Hafði það að eyðileggja iðnstofnanir Skúla og brátt var verzlun þess komin í öng- þveiti. Skúli náði hefnd yfir félaginu, er það lét senda hingað skemmt mjöl í trássi við skoðunarmenn. Skúli lét fleygja þúsund tunnum af nyjöli í sjó- inn, til þess að enginn skyldi glæpast á að kaupa það. Jafnframt hóf hann mál á hendur félaginu, sem hann sótti með kappi. Lauk því þann veg, að fé- lagið var dæmt til að greiða 4.400 rík- isdali í sekt. Var þar af stofnaður styrktarsjóður fyrir búnaðarframfar- ir. Verzlunarréttindin voru síðan dæmd af félaginu, en konungur tók við um hríð. Einokun ajlétt. Nokkru síðar skullu Móðuharð- indin yfir landið. Komst þá verzlun- in í öngþveiti. Varð það ljóst, að rót- tækra aðgerða var þörf, ef huga átti þjóðinni líf. Var því sá kostur tekinn, að gefa verzlunina frjálsa við alla þegna Danakonungs með tilskipun frá 13. júní 1787. Var það engum manni eins mikið að þakka og Skúla fógeta. Með tilskipun þessari var stigið fyrsta skrefið í átt til frjálsrar verzlunar. Breytingin var þó óveruleg, því samkeppnin var engin að kalU. Þó að einstöku lausakaupmenn sigldu hér Myndin sýnir útskipun sauðfjár á fœti. Útflutningur sauðfjár var eitt fyrsta verkefni kaupfélag- anna, en brezki markaðurinn lokaðist 1896. Skömmu seinna liófust bændur handa um stofnun sláturfélaga. 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.