Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.03.1955, Qupperneq 18
Harmleikurinn á Austurbæ Framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson — SÖGULOK — Stofan, þar sem Arbot lét líf sitt, var á neðstu hæð í austurálmunni. Þangað gekk hann eins og í leiðslu. Hann gætti þess nú ekki lengur að fara varlega, — og kannske höfðu þau orðið hans vör fyrir löngu, ef þau á annað borð gátu séð lifandi manneskjur? — Glugginn var í axlarhæð og bláleit skíma seitlaði út um rifurnar á hleranum. Hann sá að ein rúðan var brotin, svo að allt, sem gerðist þama inni, hlaut að heyrast út. En hann varð að bíða alllanga stund og nú voru taugar hans spenntar til hins ítrasta. Kyrrð og þögn ríktu, en það var eins og gjörvöll náttúran og hið mikla, myrka hús væru að bíða, eins og allt drjúpti í hljóðri skelfingu fyrir því, sem koma átti. Loks heyrðist létt fótatak og marr í gólffjölunum innan Stutt ágrip af því, sem komið er Karl frá Austurbæ er að koma heim úr ferðalagi erlendis. Hann hefur erft herragarðinn, sem hefur verið í eyði um hríð sökum reimleika. Þar hefur gerzt harmleikur, sem Karl heyrði í æsku óljóst talað um. Föður- bróðir hans, ívar, bjó þar síðast með hinni fögru en ótrúu Amie. Karl hefur gist hjá lénsmanni sveitarinnar, sem segir honum söguna nánar. Svíi nokkur, Arbot að nafni, hafði gerzt þar ráðsmaður og þau Amie höfðu leynilega ástafundi. ívar var talinn hafa orðið honum að bana; síðan hvarf Amie og einnig ívar. Var álitið, að þau hefðu drekkt sér þar i tjörn. Eftir það sáust þau þar öll, er dimma tók, ásamt hinni dularfullu fjórðu persónu. Karl er forvitinn, en þó vantrúaður og gerir hann ferð sína þangað. Allt er í órækt og niðumíðslu. Hann gengur um í tunglsljósinu og sér þau, fyrst óljóst, en síðar koma þau tvö, Svíinn og Amie, út á grasflötina og ræða saman um fortíðina og hið óheillaríka samband þeirra. Karl brýtur heilann um, hvort einhver ægileg öfl neyði þau til að end- urtaka sífellt þennan hamileik. Þau fara nú, en Arbot kemur aftur í fylgd með aldurhnignum risa, heldur óhugnanlegum. Hann ásakar Arbot fyrir að hafa ekki farið þaðan samkvæmt loforði, en Arbot kveðst ekki hafa lofað því fyrr en Amie færi með honum. Hann kvaðst elska hana og hvergi fara án hennar. Gamli maðurinn — Amar Woldaris — segist hafa þekkt for- eldra hennar og að þau hafi falið sér umsjá með barninu, en uppruni Amie er annars óljós. Woldaris ásakar Arbot um, að hann hafi farið að elta Amie, einungis af því, að hún hlaut arf, og gefur í skyn, að hann muni koma honum fyrir kattarnef. Síðan hverfa þeir. Karl læðist inn í lystigarðinn. Þar sitja Woldaris og ívar og ræða hina duldu fortíð Amie og samband Svfans við hana, en þau stóðu þá undir gafli lystihússins. ívar vill láta hana kjósa á milli þeirra, en Woldaris telur Svíann samvizkulausan tæki- færissinna og tekur vel undir þá hugmynd, að stytta honum aldur. Amie kemur og boðar þá til kvöldverðar. Woldaris þarf að komast burtu um miðnætti. Þau ganga heim að húsinu. Karl er bæði hugfanginn af Amie og fullur meðaumkunar og fylgir þeim eftir. við gluggann. Hás karlmannsrödd hvíslaði: „Amie, Amier ég fer héðan alfarinn í nótt.“ „Arbot,“ svaraði hún lágum örvæntingarrómi; „hvers vegna ferðu?“ Það var líkt og föl mánanóttin hefði fengið mál, og hjarta Karls frá Austurbæ var sjúkt af meðaumk- un: Var þá engin leið opin til frelsunar, var ómögulegt að bjarga henni? Rödd Arbots var hás og æst, eins og hann berðist við grátinn: „Eg er hræddur, Amie. Þessi undarlegi maður hefur skotið mér kelk í bringu. Honum er trúandi til alls.“ „Nú ertu að skrökva að mér, Arbot. Þú óttast ekki Amar Woldaris.“ „Hann hefur hótað mér öllu illu. Og ég veit, að hann mun standa við orð sín.“ „Arbot, — ég fer með þér.“ „Nei. Þú verður kyrr hjá Ivari. Hann elskar þig meira en ég. Hann getur gert þig hamingjusama þegar ég er far- inn.“ Andartaks þögn. Svo heyrðist rödd Amie, titrandi af ótta og ástríðu: „Arbot, vinur minn, þú ert þó ekki — ragur?“ „Ef til vill. — Þú munt komast að því áður en þessi nótt er liðin. Sérðu þennan?“ „Hvað ertu með? — Hníf.“ Hún veinaði lágt. „Guð varðveiti okkur, Arbot; hvað hefurðu í hyggju?“ „Sýna þessum Woldaris, hversu mjög ég óttast hótanir hans.“ Þá breyttist málrómur Amie hinnar fögru í fyrsta sinn, varð hvass og skipandi: — „Fáðu mér hnífinn, Arbot.“ „Heyrðu, Amie, þú ert þó ekki rög?“ „Arbot. Þegiðu og hlustaðu á mig. — Þú veizt að ég elska þig, en mér þykir einnig vænt um Amar Woldaris. Hann hefur gætt mín og hjálpað mér allt mitt líf. Hann hefur — gengið mér í föður stað. Milli ykkar tveggja skal vera vinátta, ekki hatur. Eg gæti ekki lifað ef þið bærust á banaspjót.“ „I föður stað?“ sagði Svíinn ruddalega. „Er það einung- is þess vegna, sem þér þykir vænt um hann?“ „Nú skil ég ekki hvað þú átt við.“ „Eg á við það,“ hrópaði Arbot, „að faðir þinn getur hann naumast verið. En ef til vill er hann, — æ, fyrirgefðu mér, Amie; ég veit ekki hvað ég segi.“ Dauðaþögn ríkti nokkur augnablik. Svo mælti hún hljóðlega: — „Arbot, vinur minn, þér líður ekki vel?“ 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.