Samvinnan - 01.03.1955, Side 28
!
i
í
fárc#E/»tdfo
Við höfum nú fengíb aftur hinar heimshekktu Kitchen-
Aid hrærivélar. Einnig:
Kæliskápa (Frigidaire)
Ryksugur
Bónvélar
Þvottavélar
Þvottapotta
Brauðristar
Vöfflujárn
Straujárn
Guf ustrauj árn
o. fl. o. fl.
Gjörið svo vel og lítið inn.
Rfagkvæmir greiðsluskilmálar
HAFNARSTRÆ.TI 23 R EYKJAV Í K - SIMI: 81395 - SIMNEFNI. ICETRACTORS
voru í tætlum af eggjagrjótinu, fatn-
aður þeirra var rifinn eftir frumskóg-
inn og þeir sjálfir kaunum og rispum
settir.
Flugvél Jimmy Angels stendur enn
á fjallinu, þar sem hún lenti 1937.
Eins og margir aðrir brautryðjendur
fékk Jimmy Angel engin laun, — nema
þann heiður, að hæsta vatnsfall jarð-
arinnar var nefnt eftir honum og að
hann beindi athygli manna að land-
svæðum, sem síðan hafa gefið af sér
mikil auðæfi. Það er ekki langt síðan
flutningavélar flugu yfir Auyán-Tepuí,
Djöflafjallið, og settust á flugvelli í
námunda við landamæri Brasilíu. Þær
fluttu vélar handa demantanámunum,
sem stjórn Venezúela nýtir þar. De-
mantaframleiðsla Venezúela var árið
1953 yfir áttatíu og fjögur þúsund
karöt, sem aðallega var unnið úr út-
jaðri hálendisins. Austar í sama há-
lendi er auðugasta gullnáma ríkisins.
Mesta auðsuppspretta þar í há-
lendinu er þó ef til vill Cerro-Bólívar-
námurnar. Aðeins á örfáum stöðum á
jörðinni finnst svo hreinn járnsteinn.
Af þeim þrjátíu mönnum, sem hafa
séð Angel-fossinn neðan úr gljúfrinu,
voru flestir þátttakendur f leiðangrin-
um 1949. Nokkrir ævintýramenn hafa
stritað upp fljótin á bátum og hafa
þeir allir komizt á sama stað og tekið
myndir þaðan, — hálfan annan kíló-
meter frá fossinum. Annars eru loft-
myndir þær einu, sem geta gefið ein-
hverja hugmynd um hæð Angelfossins,
og aðeins ein gefur vel til kynna stærð
hans. Hún sýnir DC-3 flugvél, sem
flýgur framhjá fossinum fast upp við
hann. Hin stóra vél verður rétt eins
og fluga móti tign fossins.
Charles Baughan er maður nefnd-
ur og er hann frægur flugmaður og
hefur lent flugvélum sínum á ólíkleg-
ustu stöðum eins og Jimmy Angel.
Hann hefur gert mikið til þess að auð-
velda mönnum ferðir að fossinum.
Hann lét ryðja flugvöll og kom upp
strákofum á áfangastöðum og við og
við flýgur hann með hópa af ferða-
mönnum frá hótel Tamanaco í Cara-
cas. Þess á milli flýgur hann með
byggingarefni í háfjallahótel, sem á
að standa á stað, sem jafnvel hinir
ævintýraþyrstustu eru ánægðir með.
Jimmy Angel fann að lokum gull-
námu í Costa Rica, sem gefur vænleg-
an arð. Þótt hann sé nær sextugu,
hefur hann í hyggju að takast á hend-
ur flugleiðangur til borgarrústa, sem
hann einu sinni kom auga á í einni af
flugferðum sínum. Rústirnar voru
langt inni í hálendinu inn á milli risa-
fjalla austan Auyán-Tepuí.
Finni hann þar rústir afgamallar
borgar, getur hann ef til vill sannað,
að þar hafi verið menning, sem nú-
tímanum er ókunnugt um. Og hvers-
vegna ætti hann ekki að gera það?
Hann er hvort sem er alltaf á flugi og
lendir þar sem honum dettur í hug.
28