Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. • Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Nokkur orð um útsvarsmál 3 Alþjóðasamband samvinnu- manna sextíu ára........... 4 Nafn drottningarinnar, önn- ur verðlaunasaga Samvinn- unnar eftir Rósu B. Blöndals 6 Ferðasaga frá frostavetrinum 1917—18 eftir Sigurð Egils- son frá Laxamýri....... . . 9 Sautján ára fuglateiknari ... 11 Afrekin batna ár frá ári, tíu beztu afrek Islendinga í frjálsum íþróttum, tekin saman af Brynólfi Ingólfs- syni ..................... 12 Svipir samtíðarmanna: Nikolai Alexandrovich Bul- ganin ............... 15 Hvernig verður hin íslenzka hljómplata til? ........ 16 Sonur sakborningsins, fram- haldssagan, sögulok .... 18 Frá iðnstefnu samvinnuverk- smiðjanna á Akureyri . .21 Danska bókasýningin........ 22 Fréttir og fleira ..........29 SEPT. 1955 XLIX. ÁRG. 9. KÁPAN á þessu hefti Samvinnunn- ar er með nokkuð öðru sniði en venju- lega, því að ekki hefur farið mikið fyrir tízkumyndum framan á ritinu hingað til. Þessi mynd er þó að vissu leyti söguleg, ekki sízt fyrir samvinnu- hreyfinguna, því að loðfeldirnir, sem hinar fögru meyjar prýða, eru nýj- asta framleiðsla elztu iðngreinar sam- vinnufélaganna. Með öðrum orðum: Skinnaverksmiðjan Iðunn hefur verk- að íslenzk lambskinn á þann undra- verða hátt, að úr þeim mátti sauma loðfeldina. Sýnir þetta mætavel, hvers íslenzkur iðnaður getur verið megnugur, enda þótt hann vinni að- eins úr íslenzkum hráefnum. Sem betur fer virðist nú vera minnkandi þörf á að kveða þessa góðu vísu, þvi að margt bendir til þess, að almenn- ingur í landinu hafi hraðvaxandi trú á íslenzkri framleiðslu og styðji hana betur en áður. LOÐFELDIRNIR eru ekki vara, sem unnt verður að framleiða mikið af, enda þótt fleiri og fleiri íslenzkar kon- ur ættu á næstu árum að eignast ís- lenzka loðfeldi. Hins vegar er sá höf- uðkostur á þessari framleiðslu Iðunn- ar, að hún er ekki dýr, miðað við aðra sambærilega vöru. Sennilegt er, að slíkir feldir, sem myndirnar sýna, muni kosta innan við 2000 krónur. •— Stúlkurnar, sem brugðu sér í feldina til að unnt væri að sýna myndir af þeim í Samvinnunni, eru báðar skrif- stofustúlkur hjá SÍS, Þórunn Böðv- arsdóttir til vinstri á forsíðunni og Ester Ólafsdóttir til hægri. BANDARÍSKIR sérfræðingar í verzl- unarmálum hafa komið hingað marg- ir á þessu ári, og eru þeir á vegum framleiðniráðs Evrópu og Iðnaðar- málastofnunar íslands. Hafa hin ýmsu verzlunarsamtök, þar á meðal samvinnufélögin, hagnýtt sér leið- beiningar þeirra og sótt námskeið þeirra, sem haldin hafa verið fyrir hundruðum manna og kvenna. Þess- ir menn hafa yfirleitt reynt að leið- beina og kynna nýjungar í verzlunar- háttum, en þeir hafa líka Iátið í ljós álit sitt á verzlunarháttum fslendinga. Þykir þeim þjónusta í verzlunum hér á landi vera léleg og telja mikið skorta á, að starfsfólk verzlana hafi nægi- lega þjálfun til að bera. Leggja þeir sök í þessum efnum fyrst og fremst við dyr verzlunarstjóranna, en þeir telja það eitt höfuðhlutverk þeirra að þjálfa starfsfólk sitt og gera því þann- ig kleift að veita betri þjónustu. Þá finnst hinum erlendu sérfræðingum. að mikið þurfi að fegra og snyrta ís- lenzkar verzlanir að utan og um- hverfi þeirra allt. MARGT AF ÞVÍ, sem þessir gestir hafa bent á og lagt áherzlu á, hefur verið hugsandi mönnum ljóst um langan tíma, þótt einhvern veginn virðist áhrifameira, þegar erlendir sérfræðingar lýsa sömu sannindum. Hér á landi þarf að gera mikið til að bæta þjónustu verzlunarinnar við al- menning, gera verzlanir aðgengilegri,. veita starfsfólkinu meiri fræðslu til þess að geta leiðbeint og hjálpað við- skiptavinum betur og um leið bætt hag verzlunarinnar með auknum við- skiptum. Nú eru ýms teikn á lofti, sem benda í þá átt, að breytingar á verzlunarháttum séu framundan. Eru hinar fyrirhuguðu sjálfsafgreiðslu- verzlanir (enn vantar gott, íslenzkt orð) eitt merkasta dæmi þess. Verða fjórar slíkar verzlanir opnaðar á veg- um samvinnufélaganna á næstunni, f Austurstræti í Reykjavík, í Hafnar- firði, á Selfossi og á Akureyri. FYRSTA VERÐLAUNASAGA Sam- vinnunnar, sem birtist í síðasta hefti, hefur þegar vakið nokkra athygli, eins og vænta mátti. T. d. birtist f einu dagblaðanna langt viðtal við höfundinn, Jón Dan. Kemur þar í ljós, að hann á talsvert af ritverkum í fór- um sínum, — hefur skrifað leikrit og á skáldsögu í smíðum, sem fjallar um svipað efni og verðlaunasagan. Verð- ur fróðlegt að kynnast þessum verk- um og fylgjast með höfundinum í framtíðinni. í þessu hefti birtist önnur verð- launasagan, Nafn drottningarinnar, eftir Rósu B. Blöndals, og í næsta hefti birtist hin þriðja, Glóðin, eftir Bjart- mar Guðmundsson. FORSÍÐUMYNDIN og myndirnar á bls. 21 eru teknar af ljósmyndastof- unni Asis, íþróttamyndir á bls. 12 og 13 tók Ingimundur Magnússon og Halldór Pétursson myndskreytti verð- launasöguna. Myndir við greinina um hina íslenzku hljómplötu eru fengnar hjá íslenzkum tónum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.