Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.09.1955, Qupperneq 20
dugnaðar strákur, og það er gott efni í honum. Hann er kurteis. Og augna- tillitið, sem hann sendir rnanni — þú átt eftir að sjá það.“ Skipper kom og bjó hjá þeim — bara þangað til Pat væri búinn að finna góðan stað fyrir hann. Það var talað um vikutíma eða svo. Þetta var mikill dagur fyrir dreng- inn og fyrir manninn. Þó mun meiri fyrir manninn. Celia horfði á þá út um gluggann, þegar þeir komu út úr bílnum, þessi stóri, grófgerði maður, sem hún hafði gifzt, og litli strákur- inn, sem hljóp í kringum hann eins og hvolpur. Farangurinn var tvær töskur, föt á herðatré, boltakylfa, skautar og geysistór vagn. Celia hristi höfuðið og sagði við sjálfa sig: „Hvern ertu að reyna að blekkja, góði?“ Hún tók á móti þeim í dyrunum. Lítill drengur rétti henni höndina, og hún þóttist viss um, að honum hefði verið kennt nákvæmlega, hvernig hann ætti að koma fram við þetta tækifæri. „Koinið þér sælar, frú Barr- at.“ Celia brosti við honum. „Celia er nóg,“ sagði hún. „Eða Celia frænka, ef þú vilt það. Þetta er nú meiri vagn- inn, sem þú átt þarna.“ Hann var stoltur af þessum vagni og hafði til þess sérstaka ástæðu. — „Mamma sendi mér hann í afmælis- gjöf.“ „Gerði hún það?“ Celia leit á Pat. Hann hristi höfuðið, en leit svo snöggt undan. Hún brosti til Skippers og sagði: „Ætlarðu að ýta mér í vagn- inurn þínum?“ ,Ja-há. Ég get ýtt þér, ég get ýtt hverjunr sem er í þessum vagni.“ Þetta var yndisleg vika, í alla staði yndisleg. Celia naut hverrar stundar. Henni fannst hún vera húsmóðir og ætti fjölskyldu, og henni fannst hún vera móðir. En hún naut þess ekki nærri eins vel og maðurinn og dreng- urinn. Þeir höfðu líka þekkzt lengur. Pat kom heim að minnsta kosti tvisvar á dag og stundum oftar. Það var engu líkara en að lögreglubíllinn væri alltaf fyrir utan húsið. „Ég átti leið hér um og datt í hug að líta inn. Hvar er Skipper?“ „Ef þú heldur þessu áfram, heldur fólk, að ég sé sprúttsali.“ A kvöldin fóru þau í langar göngu- eða ökuferðir, eða þau voru heima og Pat las upphátt úr skrítlublöðum. Um helgina fóru þau á ströndina. Þar óðu þau í briminu og léku sér. Seint um kvöldið óku þau heim. Pat söng við stýrið, Skipper lá endilangur í aftur- sætinu og Celia sat og hugsaði. Pat leit snöggt aftur í og sagði: „Hvað segir strákurinn?“ Ekkert hljóð heyrðist frá Skipper. Celia sagði: „Hann er steinsofnaður. Hann er svo fullur af sælgæti, hnetum, ís og gosdrykkjum, að hann sefur til hádegis á morgun.“ Hún var þögul nokkra stund og sagði síðan: „Pat, leggðu bílnum hérna. Við skulum tala svolítið saman?“ „Hvað er það?“ Hann stöðvaði bifreiðina og leitaði sér að sígarettu. Hann var tauga- óstyrkur og þess gætti í röddinni. „Er eitthvað að? Hef ég . . . .?“ „Nei, nei,“ sagði hún og sneri sér við í sætinu. Hálfmáninn óð í skýj- unum, og birtan af honuni var rétt nægileg til að þau sæju hvort annað greinilega. „Nei, það er ekkert að,“ sagði hún. „En það er dálítið ann- að, sem svíður undan.“ „Ég skil ekki.“ „Pat, ertu búinn að finna sama- stað fyrir Skipper?“ „Nei, ekki ennþá. Það er ekki auð- velt, eins og þú veizt. Þú getur ekki ímyndað þér----------.“ „Hefurðu leitað?“ „Ja----------.“ Hann klóraði sér í hnakkanum. „Nei, ég hef víst ekki gert það.“ „Það getur verið, að þú sért að blekkja sjálfan þig,“ sagði hún. „Það Hann hljóp til móður sinnar og hrópaði utan við sig af fögnuði. væri alveg eftir þér. En þú blekkir mig ekki. Hænsnabúið var engin galeiða. Schull fjölskyldan er gott og þolinmótt fólk. Pat, þú verður að við- urkenna, að það er aðeins um einn stað að ræða fyrir Skipper, sem þér finnst nógu góður.“ Hann andvarpaði. „Já, þú hefur víst rétt fyrir þér.“ „Þér þykir ákaflega vænt um hann.“ „Hann er — — hann er alveg á- gætur. Dugnaðar strákur. Hann er svo mikill strákur, en samt svo góður drengur. Hann er það, sem mig hefur alltaf langað í. Skilurðu, hvað ég á við? „Eg skil,“ sagði Celia. „Þetta næg- ir.“ Hún var hugsandi á svip. „Hvað um móður hans?“ spurði hún. „Hún er engin manneskja,“ hvíslaði Pat. „Hún er ómöguleg. Hún vill gefa hann. Það sagði hún Hansen dómara. Hún vill ekkert hafa meira með hann að gera.“ „Gætum við tekið hann?“ „Alveg áreiðanlega,“ sagði Pat. „Ég hef reyndar rannsakað málið. Þú mátt ekki halda, að mér hafi dottið neitt sérstakt í hug. En allt, sem við þurf- um að gera, er að skrifa undir nokk- ur skjöl, hafa hann dálítinn tíma, síð- an skrifa undir fleiri skjöl og eftir það eigum við hann.“ „Við skulum gera það,“ sagði Celia. „Meinarðu þetta?“ „Svo sannarlega,“ sagði Celia. „Mér finnst hann nefnilega alveg ágætur.“ „En, elskan mín, hvað um vinnuna þína?“ „Af hverju er ég að vinna?“ spurði Celia. „Gæti ég hangið iðjulaus heima allan daginn? Gæti ég verið alein í húsinu, sem mér bar skylda til að fylla, þegar ég veit, að ég get aldrei uppfyllt þá skyldu vegna þess, sem búið er að gera við mig? Hvern lang- ar til að vinna? Ástin mín, þetta er mitt tækifæri til að gefa þér son.“ Eftir augnabliks þögn sagði hann: „Hvernig í fjandanum á ég að fara að sjá í gegnum tárin?“ Hann þreif hana í fangið. „Elsku, hjartans litla konan mín.“ Síðan sneri hann sér við í sætinu og kallaði spenntur: „Skipp- er, Skipper vaknaðu, ég þarf að segja þér dálítið.“ Það er hægt að gera mikið á mán- (Framh. d bls. 26) 20

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.