Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 26
Hún settist á jörðina. Gráturinn
seitlaði saltur um blóð hennar, djúp-
ur ekki í barminum og brauzt út í
einu löngu, þungu, tárlausu andvarpi.
Loksins stóð hún upp aftur.
Hún gleymdi skálinni sinni á þúfu
og gleymdi að borða.
Hún rölti gleðilaust og hægt heim
á leið. Hún var berhent, í blátíglótt-
um léreftskjól og grófri ullarpeysu.
Hún drúpti höfði, svo að dökka hárið
féll fram um vangana.
Sólbirta gegnum ský lýsti yfir
hana og hlíðina og klettana, sem voru
þögulir. Hún heyrði ekkert gagg það-
an lengur.
Lítil spor mynduðu skrikkjótta,
þreytulega slóð í snjófölið, þar sem
barnið mjakaðist áfram. Herðar
hennar voru samansignar, eins og ó-
yndi þjakaði þeim.
Hverfleikans nótt hafði teygt sinn
fyrsta skugga inn í hug hennar í
langri, hvítri birtu dagsins.
Sonur sakborn-
ingsins
Framh. af bls. 20.
uði. Það er hægt að lagfæra vanhirta
grasflöt og koma nýjum blómum til í
pottum. Það er hægt að gefa her-
bergjum nýtt líf með því að bóna
gólfin og húsgögnin og fægja glugga.
Það kostar ekki mikið, aðeins vilja og
tvær duglegar hendur. En það hefur
mikið að segja.
Það hafði mikið að segja fyrir Pat
Barrat. Hann hafði séð hvernig flöt-
in og blómin voru áður. Nú stóð
hann í biðstofu Bensons tannlæknis,
sem var snyrtileg og hreinleg. Hann
var að íhuga, hversu mikið það hefði
að segja fyrir hann, og svipur hans
var þungur.Dyrnar opnuðust og hann
leit við. Þarna var Betty Johnson í
hreinum, hvítum slopp.
„Ertu tilbúin?“ spurði Pat Barrat.
„Já,“ svaraði hún. „Sjúklingarnir
eru farnir.“ Hún var að velta því fvr-
ir sér, hvers vegna hann hafði hringt,
til hvers hann hafði komið. Það var
dálítill áhyggjusvipur á henni, þegar
hún sagði: „Benson er niður í bæ.
Ég býst við, að hann sé í apótekinu,
ef —-------.“
„Ég veit það,“ svaraði Pat Barrat.
„Hann talar um laxveiðar við Jess
Stewart á hverjum degi milli klukkan
S og 6. Það hefur hann gert í mörg
ár. En við þurfum ekki á honum að
halda. Komdu, ég ætla að aka þér
heim.“
Hann ók hægt og leit oft á hana
til þess að bera hana saman við von-
lausu og fordrukknu konuna, sem
hann mundi eftir. Líkindin voru ekki
mikil. Munnsvipur þessarar konu var
ákveðinn og allt yfirbragðið bar vott
um nýjan viljastyrk. Éramkoma henn-
ar var öll örugg.
„Benson segir mér, að þú hafir al-
deilis tekið þig á,“ sagði hann.
„Ég hef víst verið frámunalega
heimsk.“
„Ekki finnst honum það.“ Hann sá,
að þetta gladdi hana. „Hann segir,
að þú hafir verið reglulega dugleg,
Húseigendur!
Höfum ávallt fyrirliggjandL
GILBARCO olíubrennarana fyrir allar stærðir miðstöðvarkatla
GILBARCO olíubrennararnir eru algjörlega sjálfvirkir
Verðzð m/ög hagstætt
Hið íslenzka steinolíuhlutafélag
REYKJAVÍK SÍMI 81600
26