Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 22
Grimur Gislason, forstööumaður liókabúðar Norðra, Folmer Christensen, fulltrúi danskra útgefenda og Olivcr Steinn, forstöðumaður Bókaverzlunar Isafoldar, við opnun sýningar- innar. Danska bóka- sýningin Hugmyndin um að halda sölusýn- ingu á dönskum bókum í Reykjavík fæddist með dönskum útgefanda og varð að veruleika fyrir framtak danska útgefendasambandsins og ekki sízt tveggja forstöðumanna bókaverzlana í Reykjavík, þeirra Gríms Gíslasonar í Bókabúð Norðra og Olivers Steins í Bókaverzlun Isa- foldar. Arangurinn var ekki aðeins ein mesta bókasýning, sem hér hefur verið haldin, heldur mesta sýning danskra bóka, sem haldin hefur ver- ið utan Danmerkur. Þótti sýningin allmiklum tíðindum sæta, þegar fregnir af henni bárust til Danmerk- ur, og föru Kaupmannahafnarblöð og bókatímarit mjög lofsamlegum orð- um um hana. Annar árangur — sjálfsagt undra- verður í augum Dana — er sá, að ís- lendingar keyptu á sjmingunni um 5.000 bindi danskra bóka, og er það í rauninni ekki lítil viðbót við er- lenda bókaeign þjóðarinnar. Sýnir þetta og, að því fer víðs fjarri, að áhugi á norrænu nútímamálunum eða menningu frændþjóðanna sé að fjara út á Islandi. Danska bókasýningin var opnuð að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta íslands, herra Asgeir Ásgeirs- sjmi, ásamt forsetafrú, svo og menntamálaráðherra Dana, Júlíusi Bomholt, íslenzkum ráðherrum og fleirum tiginna manna. Forseti hafði raunar svo mikinn áhuga á sýning- unni, að hann ítrekaði heimsókn sína til að geta í betra næði skoðað sýn- ingarbækurnar. Uppsetning sýningarinnar þótti takast með ágætum, enda lagði starfsfólk Norðra og Isafoldar mikið af mörkum til að svo mætti verða. Forseti íslauds heitsar JuHusi Bomholt, mennta- málaráðherra Dana, við opnun sýningarinnar. Hina listrænu hlið uppsetningarinn- ar annaðist Henrik Aunio, sem starf- ar við sýningardeild SÍS. fvrir annríki heima fyrir. Ég vona líka, að förin verði ykkur til gagns og að hún verði einnig til þess að treysta vináttuböndin milli ykkar, sem starfið í samvinnufélögunum víðs vegar um landið. Ferðin verði ykkur til ánægju jafnframt því, sem skyldustörfunum er sinnt. Þetta er önnur iðnstefna I samvinnumanna, sem Sambandið og KEA boða til. Mér sýnist, að svona iðnstefna sé okkur öllum mikil hjálp í því að ná sem beztum sameiginlegum árangri. Þið kynnist því, sem við erum að gera og við kynnumst óskum vkkar. Alarkmið iðnstefnunnar er einmitt að kvnna ykkur hinn fjölþætta iðnað samvinnufélaganna, mennina, sem standa fvrir verksmiðjunum, menn- ina, sem alltaf eru að skapa eitthvað nýtt, og bera ábyrgðina á, að það, sem þið fáið til sölumeðferðar, séu góðar vörur. Iðnaðurinn er orðinn þýðingar- mikill þáttur í starfsemi samvinnu- félaganna. Við verksmiðjur Sam- (Framh. á bls. 24) 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.