Samvinnan - 01.09.1955, Síða 4
Alþjóðasamband samvinnumanna
72 samvinnusambön
Alþjóðasamband samvinnumanna
átti sextíu ára afmæli í ágústmánuði
síðastliðnum. Sennilega er það mörg-
um samvinnumanni undrunarefni, að
samvinnuhreyfingin skuli hafa átt
sitt alþjóðasamband í nær tvo manns-
aldra. Og sennilega eru margir, sem
vita ekki, að hreyfingin hafi yfirleitt
átt alþjóðasamband, sem er eldra en
flest önnur sambönd sinnar tegundar.
Sambandið var stofnað á alþjóða-
ráðstefnu samvinnumanna í London
1895. Það væri þrjátíu árum eldra, ef
ráðamenn franska keisaradæmisins
hefðu ekki haft vantrú á því og kom-
ARA
Aðsctur Alþjóðasambandsins i London.
ið í veg fyrir, að stofnfundur væri
haldinn í París 1867. Þá var saman
kominn þar hópur erlendra fulltrúa á
Parísars}mingunni, svo að auðvelt
hefði verið að koma stofnfundinum
við.
Hugmvndin um alþjóðasamband er
eldri en sambandið sjálft og kom fyrst
fram hjá frönskum samvinnumanni.
Tuttugu árum seinna, 1866, var
franska samvinnumanninum Edouard
de Boyve boðið að sitja ráðstefnu
brezkra samvinnumanna í Plymouth.
Þar endurvakti hann hugmyndina og
lagði til, að brezku og frönsku sam-
vinnufélögin mynduðu með sér sam-
band til stuðnings og aðstoðar sam-
vinnufélögum um allan heim. Þessi
lmgmynd var síðan framkvæmd tíu
árum síðar.
Fyrsta verkefni hins unga sam-
bands var auðvitað að fá sem flest
samvinnufélög til þess að ganga í það,
og að skipuleggja starfsemi þess. Ekki
var farið að kveða mikið að sam-
vinnufélögunum í mörgum löndum
heirns á þessum tíma, og vfða voru
ekki starfandi nein samvinnusamtök
heilla þjóða. Alþjóðasambandið var
því í fyrstu ekki samband samvinnu-
sambanda, heldur samband, sem bæði
samvinnusambönd, samvinnufélög og
einstakir samvinnumenn gátu gerzt
aðilar að.
Arið 1902 var þessu breytt þannig,
að einstaklingar fengu ekki inngöngu
í sambandið, nema frá þeim löndum,
þar sem engin starfandi samvinnufé-
lög voru.
A fyrstu árum þessarar aldar hóf
Alþjóðasambandið eitt af stærstu
ar að sambandinu
verkefnum sínum: Að rannsaka allar
tegundir samvinnufélaga, sem til eru
í heiminum og safna saman öllu, sem
vitað er uni þau. Einnig hóf sam-
bandið útgáfu alþjóða samvinnurita
og um 1908 hóf það útgáfu reglu-
bundins fréttabréfs. 1910 kom út
fyrsta árbók sambandsins.
Tala aðila óx stöðugt með vaxandi
útbreiðslu samvinnuhreyfingarinnar í
norður- og austurhluta Evrópu. 1904
byrjaði sambandið að halda alþjóða
ráðstefnu þriðja hvert ár, og hver
ráðstefna bar vott um aukinn stvrk
og skilning á tilgangi sambandsins.
A ráðstefnunni, sem haldin var í
Glasgow 1913, kom í fyrsta sinn fram
almennur áhugi allra samvinnu-
manna á verndun friðarins. Lögð var
áherzla á, að samvinnumenn gætu
lagt drjúgan skerf til aukins skilnings
á nauðsyn friðarins í heiminum. Nið-
urstöður fundarins í Glasgow gátu að
vísu ekki komið í veg fyrir fyrri
heimsstyrjöldina, en síðan hefur það
verið bjargföst ákvörðun allra sam-
vinnumanna að gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til þess að koma í veg
fyrir slíkar hörmungar, sem styrjald-
ír eru.
Hvorki heimsstyrjöldin 1914—
1918 né byltingarnar, sem á eftir
fóru, gátu splundrað Alþjóðasam-
bandinu. Þrátt fyrir styrjöldina, sem
teygði sig yfir þvera Evrópu, allt frá
Norðursjó að Adríahafi, hélt sam-
bandið áfram að gefa út mánaðarlega
fréttabréf á ensku, frönsku og þýzku.
Holland var hlutlaust, og það var
bollenzkum samvinnumönnum að
þakka, að unnt var að senda próf-
arkir af ensku útgáfunni til Ham-
borgar.
Þegar aðilar Alþjóðasambandsins
komu saman í Basel 1921, í fyrsta
4