Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Side 29

Samvinnan - 01.09.1955, Side 29
 Fréttir og SÚ STEFNA eða kenning fyrirfinnst nú varla í voru landi, sem menn treysta sér til að boða þjóðinni nema með að- stoð Baldurs og Konna eða annara trúða, er líklegir teljast til að laða að sér áheyrendur. Hafa margir harmað þessa þróun, en aðrir yppt öxlum og sagt, að þetta væri tímanna tákn. Samvinnumenn í Þingeyjarsýslu hafa nú sýnt, að menn eru sennilega of svartsýnir á mátt málefnanna og of fljótir að kalla á trúðana . . . Kaup- félag Þingeyinga efndi nýlega til um- ræðufundar um samvinnumál að Laugum og var fundurinn ágætlega sóttur, umræður fjörugar og stóðu þær í sex klukkustundir .... Mætti þessi fundur verða öðrum samvinnumönn- um umhugsunarefni og til eftirbreytni. Þrjú mál voru rædd á Laugafundin- um .... Skattamál samvinnufélaga voru þar fyrst og var Karl alþingismaður Kristjánsson frummælandi, en hann hefur setið í nefnd þeirri, sem unnið hefur að endurskoðun skattalaganna og greindi hann frá nýjum, athyglisverð- um hugmyndum, sem þar hafa fram komið .... Rekstur og fjárhagur KÞ var annað umræðuefnið og fylgdi Finn- ur Kristjánsson því úr hlaði . . . Loks hóf Páll Jónsson á Laugum umræður um efnið „Hvers virði eru kaupfélögin okk- ur?“ og byggði hann þar meðal annars á reynslu sinni af ferðum til kaupfélag- anna víða um land í sumar. ★ Kaupfélag Þingeyinga komst í mikinn vanda, þegar ákveða skyldi slátrun á þessu hausti .... Búizt var við slátrun 24 000 fjár, sem er 4 000 meira en nokkru sinni fyrr og sýnir ánægjulega stækk- un búanna . . . . En frystigeymslur voru ekki til nema fyrir brot af öllu þessu á Húsavík og kjötflutningar til Reykja- víkur útilokaðir vegna ástandsins á Suð- urlandi .... Flutningar kjötsins til geymslu á öðrum stöðum hefði kostað of fjár. Hvað áttu Þingeyingar til bragðs að taka? .... Þeir áttu ekki góðra kosta völ, en þeir völdu þann, sem djarf- mannlegastur var: Að byggja stóra viðbótar kæligeymslu og gera það á tuttugu dögum. Lengri tíma mátti það ekki taka, ef að gagni átti að koma.... Þingeyingar voru svo heppnir, að vélar frystihúss þeirra nægðu einnig fyrir stækkunina og þeir áttu nokkuð af einangrunarefni.... Var nú hafizt handa og jafnvel starfsfólk kaupfé- lagsins lagði hönd á plóginn með iðn- aðarmönnunum .... Kaupfélagsstjór- inn hélt suður til Reykjavíkur til að útvega það, sem þaðan þurfti, og sendi það jafnóðum með bifreiðum og ílugvélum, en nyrðra miðaði verkinu óðfluga áfram .... Kaupfélagsfólkið vissi, hvað í húfi var, og gamlir menn sögðu, að fólk fylgdist með byggingu frystigeymslunnar af svipaðri eftir- væntingu og beðið var eftir vetrar- skipum á bernskuárum kaupfélagsins! .... Þegar þetta er skrifað, var verk- ið langt komið og allar horfur á, að frystigeymslan yrði tilbúin í tíma. ★ Ritstjóri Samvinnunnar fór í ágústlok með kvikmyndina Viljans merki til nokkurra staða á Vesturlandi og sýndi hana við ágæta aðsókn .... Það var ánægjulegt, að atvinna virtist vera all- mikil og afkoma manna góð á þessum stöðum, í Önundarfirði, Súgandafirði, Bolungavík, Hnífsdal, Álftafirði og á ísafirði .... Hitt var öllu sorglegra, að þrátt fyrir góða atvinnu dregur ekki úr brottflutningi fólks, sérstaklega frá ísa- firði og Súðavík .... Virðast því ástæð- ur til mannflutninganna til Suðvestur- landsins vera aðrar og meiri en slæmir afkomumöguleikar. Kaupfélögin þrjú á þessu svæði hafa yfirleitt komizt yfir mjög góða að- stöðu og eru óðum að færa sér hana betur í nyt .... ísfirðingar voru til dæmis nýbyrjaðir karfafrystingu í hinum miklu Edinborgarhúsum, en þar á félagið margvíslega möguleika . ... Á Suðureyri er verið að byggja við vcrzlunarhús kaupfélagsins, og munu við það skapast verzlunaraðstæður, sem verða stórum betri en Suðureyr- ingar hafa áður þekkt . . . . Á Flat- eyri er kaupfélagið langt komið með byggingu mjög myndarlegs verzlunar- húss og mun fólk þar einnig fá verzl- unaraðstæður, sem það hefur ekki haft heima fyrir áður .... Kaupfé- lagsstjórar á þessum þrem stöðum eru Ketill Guðmundsson á Isafirði, Jó- hannes Jónsson á Suðureyri og Trausti Friðbertsson á Flateyri. 'k Stærsta búbót Vestfirðinga í atvinnu- málum síðustu ár er tvímælalaust rækjuveiðin, en markaður er nú mjög góður í Finnlandi og Bandaríkjunum fyrir Engilrækjuna íslenzku og hefur út- flutningsdeild SfS verið höfuðaðili við markaðsleit og sölu hennar . . . Rækj- an veitir mikla atvinnu í landi og hafa eiginkonur og dætur Vestfirðinga haft drjúgar tekjur af henni . . . . f haust var rækja flutt frá ísafirði til Suðureyrar og Þingeyrar til vinnslu .... Aðra búbót má telja, þar sem er frysting karfa af togurum, þegar það er hægt, en hún veitir einnig mikla landvinnu. ★ Alvarlegasta vandamál Vestfirðinga á atvinnusviðinu er landhelgin, en út- færsla hennar hefur engan veginn vald- ið þeim breytingum, sem hún hefur gert suðvestanlands, þar sem miklir flóar féllu inn fyrir línuna .... Þvert á móti hefur breytingin orðið til þess, að ágang- ur togara úti fyrir Vestfjörðum hefur aukizt stórlega og hefur þetta valdið vél- bátaútvegi vestra stórfelldum erfiðleik- um .... Hin nýja landhelgi hefur þann- ig stuðlað að auknum flutningum manna og atvinnutækja frá Vestfjörðum til Suðvesturlands, og ber að líta á þetta mál sem eitt alvarlegasta vandamál, sem atvinnuvegir dreifbýlisins eiga við að etja. ★ Samvinnusparisjóðurinn tilkynnti ný- lega, að hann ætlaði aö gera tilraun með endursendingu innleystra tékka til þeirra, sem gefa tékkana út . . . . Hér er um merkilega nýjung að ræða, sem gefizt hefur með ágætum í öðrum löndum, og hefur gert einstaklingum kleift að nota tékka sína sem heimilisbókhald og stofn- unum að nota þá fyrir kvittanir og spara þannig skriftir og fyrirhöfn .... Eiga fslendingar raunar eftir að læra að nota þá bankaþjónustu, sem fáanleg er, til að halda fjármálum fjölskyldnanna í sem beztri reglu, en nú hefur Samvinnu- sparisjóðurinn riðið á vaðið með merka nýjung á því sviði. Til þess að gera það mögulegt að skila aftur innleystum tékkum, þurfti sparisjóðurinn að fá svokallaðar smá- filmuvélar og taka á kvikmyndaræmu myndir af tékkunum .... Slíkar vélar hefur SÍS nýlega fengið og mun nota með sjóðnum . . . . Er þetta einn lið- ur í víðtækum tilraunum SÍS til að gera rekstur sinn hagkvæmari og full- komnari og hagnýta til þess tækni nú- tímans .... Mun ekkert fyrirtæki á fslandi hafa gengið eins langt á því sviði né orðið eins mikið ágengt .... Með ýmis konar nýrri tækni, svo sem fullkomnum bókhaldsvélum, faktúru- vélum, smáfilmuvélum og fleiru, verða afköst skrifstofufólksins meiri en áð- ur á sama hátt og afköst bóndans auk- ast, þegar hann eignast dráttarvél. 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.