Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Side 16

Samvinnan - 01.09.1955, Side 16
Hvernig verður hin íslenzka hljómplata til? Stöbug og vaxandi átgáfa á Istenzkum dægurlögum og sígitdum tónverkum Þegar þér berst þetta hefti Sam- vinnunnar, lesandi góður, situr þú ef til vill í stofu þinni og hlustar á tónlist, sem leikin er af hljómplötum í útvarpinu. Þú lætur fara vel um þig í mjúkum hægindastólnum og nj'tur hvíldarinnar eftir annir dags- ins. Eða — ef til vill áttu sjálfur gram- mófón og dálítið plötusafn og ert að leika hljómplötu, sem þú hefur nýlega eignast. Þetta er eftirlætisplatan þín, og þér finnst mjög þægilegt að geta leikið hana hvenær sem þig lystir. En það er ekki víst, að þú hafir nokkurn tíma leitt hugann að því, hvernig þetta getur gerzt. Það er ekki víst, að þér sé kunnugt um, hvernig hljómplata verður til. Samkvæmt upplýsingum frá Is- lenzkum tónum, sem er stærsta hljóm- plötufyrirtæki hér á landi, er saga hinnar íslenzku hljómplötu í stuttu máli þessi: Upptaka hljómplötunnar fer fram hjá Ríkisútvarpinu, sem hefur nú mjög fullkomin upptökutæki, og að sögn sérfróðra manna eru upptök- urnar sambærilegar við upptökur er- lendis. Upptakan er tekin á tónband, sem síðan er sent til Noregs. Ein upp- taka getur tekið langan tíma og kost- að mikið erfiði. Algengt er að taka verði upp aftur og aftur, unz vel heppnast. Áður fyrr sungu menn eða léku beint inn á plötuna og urðu að láta sér lynda, þótt upptakan heppn- aðist ekki sem bezt. í Noregi er tón- bandið tekið inn á lakkplötu, hið svo- kallaða frumeintak. Frumeintakið er síðan sent til verksmiðjunnar, þar sem það er sprautað með silfurhúð. Verksmiðjan, sem Islenzkir tónar skipta við, nefnist Nera A/S og er ein af stærstu hljómplötuverksmiðj- um á Norðurlöndum. Eftir þessari silfurhúðuðu plötu er búin til málm- plata, síðan plötumót og loks pressu- mót. Upphitað plötuefni er pressað með miklum þrýstingi og báðar síður hljómplötunnar pressaðar samtímis. Að lokum er gatið og miðamir sett á og fimmtugasta hver plata er prófuð hvort hún sé fullkomin að gæðum. Islenzkir tónar hófu starfsemi sína árið 1952, og er þetta því þriðja árið sem fyrirtækið starfar. Um næstu ára- mót mun fyrirtækið hafa gefið út meira en 140 hljómplötur með um 300 lögum. Megnið af lögunum eru dægurlög og flest íslenzk dægurlög, sungin af íslenzkum söngvurum og leikin af íslenzkum hljómsveitum. Fyrir fáeinum árum voru íslenzk dægurlög sjaldgæf, og unga fólkið söng mestmegnis erlenda slagara með erlendum textum. En í seinni tíð hef- ur þetta breytzt mjög til batnaðar. Má að nokkru Ieyti þakka það dans- lagakeppni, sem S. K. T. hefur geng- izt fyrir öðru hverju að undanförnu. Er nú svo komið, að Islendingar eiga hin ágætustu dægurlagatónskáld, og eru lög þeirra mörg hver sambærileg eða jafnvel betri en hin erlendu. Textamir við íslenzku dægurlögin hafa sætt harðri gagnrýni og það ekki að ástæðulausu. Vom þeir Iengi vel hið argasta hnoð, væmnir úr hófi fram og máli og bragarreglum mis- þyrmt herfilega. En í seinni tíð hefur þetta breytzt, og má þakka það nokkrum ljóðskáldum, sem sáu, að við þetta varð ekki unað, og tóku að yrkja dægurlagatexta. Mætti þar nefna t. d. Kristján frá Djúpalæk, Loft Guðmundsson og fleiri. Islenzkir tónar hafa einnig gefið út hljómplötur með lögum sungnum af helztu óperusöngvurum okkar, og hefur þeim verið vel tekið. Á þessu ári mun fyrirtækið gefa út tvö stór verk á 45 snúninga hljómplötum. Myndin sýnir ein- söngvara ásamt kór og litilli hljómsveit vinna að upptöku. Ein upptaka getur tekið langan tima og kostað mikið erfiði. 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.