Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Side 23

Samvinnan - 01.09.1955, Side 23
Ferðasaga frá frosta- vetrinunn 1917—1918 (Fram'h. af 'bls. 10) ágæta brekku ofan í Amárdalinn. Of- an af Hólsskarði, sem liggur nokkuð bátt, er ein sú skemmtilegasta skíða- brekka, sem ég hef farið. Hún er að vísu nokkuð brött ofan til, en svo jöfn og aflíðandi úr því. Þegar við komum í skarðið, settum við brodd- stafina á milli fótanna, settumst á þá ■og létum dragast annan endann, en tvíhentum hinn. Þar sem brattast var lét nærri, að við drægjum rassinn við jörð, en risum þeim mun meira upp, sem dró úr brekkunni. Þessa aðferð til að standa brattar brekkur hafði ég lært nokkrum árum áður af Hall- grími Krákssyni Siglufjarðarpósti, sem manna oftast fór þessa fjallvegi á tímabili, en þeir munu vera með þeim bröttustu á landinu, og gafst mér hún svo vel, að ég, þá lítið van- ur. stóð hverja brekku, sem á leið •okkar varð, en stafurinn verður að væra traustur. — Heita mátti, að við rynnum stanzlaust niður að Skarðs- dal, án þess að hreyfa fót til gangs, og þótti mér sú för svo skemmtileg, að nær því borgaði afturhvarfið, enda tók förin til baka örstutta stund, að mér fannst. Snemma næsta morgun lögðum við aítur af stað og náðum þá heilu og höldnu til Olafsfjarðar. Þennan dag mun frostið hafa verið 26—28° R (30—35° C) og fannst okkur allkalt að neyta matar uppi á fjöllum, því að ofurlítil gola var, enda gerðum við það standandi á skíðunum í mesta flýti og dreyptum örlítið á spíritus- blöndu með, sem ég fékk hjá lækni, því að hæfilega lítill skammtur af áfengi getur stundum gert gagn í kulda og varið mann innkulsi. þó að hins vegar sé það hið mesta skaðræði, ef óvarlega er notað, eða oft í sömu ferð. Um nóttina gisti ég á Þórustöð- um og var þar um kyrrt daginn eft- ir, því að þá var dimmviðri. Á Þóru- stöðum var nýbyggt steinhús, en ekki var það sældaríbúð í svona tíðarfari, því að veggir voru sums staðar hél- aðir innan, en annars staðar rann vatn niður veggina, þar sem hiti var nægur ti! að bræða héluna, en upp- hitun langsamlega ónóg, vegna skorts á eldsneyti. Daginn eftir var bjart, en frostið sýnu meira. Þann dag gekk ég yfir Grímubrekkur milli Olafsfjarðar og Svarfaðardals, sem er snarbrattur fjallvegur, en stuttur, þá inn með Eyjafirði að Haga og þar yfir Eyja- fjörðinn á hafís, sem var mjög óslétt- ur og seinfarinn, og gisti að Höfða. Þetta kvöld mun frostið hafa orðið einna mest, eða allt að 35° C. Á Höfða var stórt timburhús og var kalt í því, enda fannst mér ó- notalegt að klæða mig morguninn eft- ir. Þegar ég hafði fengið morgunhress- ingu, lagði ég óðara af stað, því að ég ætlaði að ná heim að Laxamýri um kvöldið, þó að dagleiðin væri nokkuð löng, eins og skilyrði voru. Veður var sæmilega bjart og úrkomulaust, en of- urlítil gola á móti, einkum þegar kom upp á Gönguskarð, og frost á milli 30 og 40° C, og var því allnapurt að fara móti golu. Skíðafæri var ekki slæmt, en þó fremur stirt, því að ég hafði engan áburð á skíðin, sem ann- ars getur oft létt gönguna. Eg var þannig búinn, að innst var ég í tvenn- um ullarsokkum, þá vel rúmum sauð- skinnsskóm með illeppum í, en yzt í þykkum, snúnum ullarsokkum (snjó- sokkum), sóluðum með segldúk, enda varð mér aldrei kalt á fótum og kom með öllu ókalinn úr ferðinni. Tvenna vettlinga hafði ég oftast og Mvvatns- hettu á höfði með loðhúfu utan vfir, en án hennar hefði ég talið mér ófært að halda yfir Gönguskarð, að minnsta kosti þann dag. Eg hélt nú stanzlaust áfram inn Dalsmynni, að Garði, sem er næsti bær við Gönguskarð. Þar hugðist ég stanza um stund og fá mér hressingu, því að ég þekkti bónd- ann þar. Var mér vel tekið og veittur góður beini, en hins vegar réði bóndi mér eindregið frá því að leggja einn á Skarðið og bauð mér gistingu, enda mundi ég aldrei ná heim þann dag hvort sem væri. Engar fortölur dugðu þó, því að áætlun vildi ég halda á meðan ekkert óvænt hindraði, og lagði því von bráðar af stað og gekk bóndi með mér eitthvað upp fvrir bæ- inn. Ferðin austur yfir gekk vel, en farið var að skyggja, þegar ég kom á austurbrún. Fór ég ofan Seljadal og kom niður að Syðri-Leirskálaá í Kinn. Hálf feginn varð ég að koma aftur í byggð, því að óneitanlega var fremur ömurlegt að vera einn þarna uppi, einkum ofan Seljadalinn, þegar fór að dimma, því á dalnum er djúpt árgil og enginn Ieikur að lenda í því, en ákaflega blindað var og vont að greina nokkuð framundan. Bóndinn á Skál bauð mér óðara inn og gist- ingu, ef ég vildi, því að honum fannst, sem fleirum, óráð að hafa langar dag- leiðir í þessu veðurfari. En áfram vildi ég. Eg fór svo í öllum skrúða með honum inn í baðstofu, sem mér fannst hlý, drakk þar súkkulaði. Sokk- ar mínir, sem voru snjóugir og dálítið frosnir, þiðnuðu fljótt í baðstofuyln- um, en afleiðingin af því varð sú, að þegar út kom aftur, gaddfrusu þeir á svipstundu, og þegar ég vár kominn spölkorn út eftir Skjálfandafljótinu, tóku þeir að baga mig svo, að við sjálft lá, að ég mætti fara heim á ein- hvern bæinn og gefast upp. Þó lét ég það vera og komst að lokum út í Sand í Aðaldal og hafði þá verið hlut- fallslega miklu lengur frá Skál og þangað, en yfir Gönguskarð, en þó var gott færi á Fljótinu. Á Sandi var fólk í þann veginn að setjast að og varð Guðmundur skáld hálf hissa á ferðalagi mínu. Tók hann mig strax við hönd sér og ætlaði að leiða til baðstofu, því að ekki taldi hann það umtalsmál, að ég færi lengra. Ég sagði honum eins og var, hver áætlunin væri, en að ég hefði aðeins komið við til að fá hjálp við að komast úr sokk- unum. Sagðist hann þá láta mig vita, að héðan yrði mér ekki sleppt í kvöld. Þá sagði ég honum, að til þess vrði að leggja á mig hendur, því að svo að segja á næsta bæ hefði ég aldrei gist, þegar ég ætlaði heim, en hér var um 2 klst. gang að ræða í mesta lagi. Eft- ir nokkurt þjark var mér svo hjálp- að úr sokkunum, sem ég skildi þar eftir ásamt skíðunum. Eftir það skokk aði ég heim og þóttist nú vera léttur á mér, enda var færi gott og sakaði ekki á nokkurn hátt, þó að kalt væri. Heima vissi enginn um mitt ferða- lag, því að ég vildi ekki láta fólk mitt óttast um mig að þarflausu, og urðu því allir mjög hissa, þegar ég vakti upp um kvöldið, enda álitu margir, sem lítið konni út, að mesta óráð væri 23

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.