Samvinnan - 01.09.1955, Side 27
verið fíjót að laera, gert allt húsið
hreint og þrefaldað aðsóknina hjá
honum. Og hann segir, að þú hafir
ágætt lag á sjúklingunum. Hann seg-
ist ekki geta skilið, hvernig hann hafi
komizt af án þín.“
„Það var eftir honum að segja
þetta, hann er svo góður.“
„Hann er ekki lyginn, ekki einu
sinni skreytinn.“
»Ja, .
Dálítið gramur sagði hann: „Nú,
þú átt hrósið skilið, þú hefur unnið
fyrir því.“ Hann fann, að henni sárn-
aði harkan í röddinni og skipti þess
vegna um umræðuefni. „Jæja, hvern-
ig lízt þér á? Ég á við bæinn, vinn-
una og húsið, sem þú átt heima í?
Ertu ánægð með það?“
„Já, sannarlega. Ég hélt ekki, að
það gæti orðið svona. Mér líður svo
allt öðruvísi, eins og ég hafi lifnað
við.“
„Viltu fara aftur til baka?“
„Aldrei,“ svaraði hún.
„Hvað með manninn þinn?“
Það kom áhyggjusvipur á andlit
hennar. „Ég — ég veit ekki. Ég gift-
ist honum. Ég er ennþá konan hans.
Ég, æ, ég veit ekki, ég get ekki hugs-
að.“
„Nú skal ég segja þér nokkuð,“
sagði Pat Barrat. „Þið eruð hjón.
Hann sleppur út eftir fimm ár. Þegar
þar að kemur, skaltu láta hann reyna
sig hér, og ef þér lízt svo, getið þið
reynt að búa saman aftur. Það kem-
ur stundum fvrir, að þeir eru betri
menn, þegar þeir koma út. En ef hann
er óbreyttur, þá skaltu skilja við
hann. Hvernig lízt þér á þetta?“
Hún kinkaði kolli. „Mér lízt vel á
þetta.“
Hann stöðvaði bifreiðina fvrir
framan hús frú Handley. Þaðan gat
hann séð út fyrir bæinn. Víða akra
báðum megin vegarins, tré, sem uxu
á árbakka; hann þekkti þetta lands-
lag og þótti vænt um það.
„Hér er fagurt,“ sagði hann. „Hér
átti ég heima, og þá átti ég þetta allt
saman. Þá fór ég hvert sem ég vildi
og gerði hvað sem ég vildi. Berfættur
og skítugur elti ég kanínur um akr-
ana. Ég veiddi og synti í ánni. Ég var
konungur og fullkomlega hamingju-
samur. Hér er gott fyrir stráka að al-
ast upp.“
„Ég skil þig.“
Það var einhver meining í orðun-
um, sem fékk hann til að hvessa á
hana augun. Hann sagði næstum
hranalega: „Jæja, það er allt í lagi
með þig. Þú hefur góða vinnu og góða
íbúð. Nú getur þú séð um þig sjálf.
Ertu ánægð?“
„Já, nú er allt í lagi með mig. Við
sjáumst þá líklega ekki oftar.“
„Er nokkur ástæða til þess? Mínu
hlutverki er lokið.“
„Engin ástæða.“ Það var festa í
svipnum. „Þínu hlutverki er lokið.
Ég vildi, að ég gæti þakkað þér fyrir
allt, en ég get það ekki. Ég finn eng-
in orð.“
„Sleppum því þá.“
„Það verður svo að vera.“ Hún
steig út úr bifreiðinni. Síðan leit hún
á hann og reyndi að sj'nast róleg. Hún
rétti honum formlega hendina og
sagði: „Vertu sæll, Barrat.“
„Var það allt og sumt?“ spurði
hann.
„Já. Nú er þér óhætt að gleyma
mér. Ég verð þér ekki oftar til traf-
ala.“
Nú gat hann ekki stillt sig lengur
og hreytti út úr sér: „Þú ert fífl.“
Augu hans skutu gneistum. „Þér
finnst ég vera Amða mikill maður, og
að þú skuldir mér einhver ósköp, en
það er misskilningur. Vertu ekki að
hugsa um, hverju þú lofaðir, né held-
ur hvernig mér muni líða. Rétt skal
vera rétt.“
Hún starði á hann. „Barrat.“
„Þegiðu.“ Hann stökk út úr bifreið-
inni og tók í hönd hennar og teymdi
hana í áttina heim að húsinu. A miðri
leið stoppaði hann og sagði: „Ég skal
sýna þér.“ Hann flautaði svo hátt,
að það heyrðist um allt húsið og mjó
rödd svaraði honum; það var mjó,
lítil rödd vegna þess, að það var lítill
drengur, sem átti hana. Hann hét
Skipper og hann kom á harða hlaup-
um fyrir húshornið.
Pat Barrat færði sig frá Betty.
Hann sá Skipper koma hlaupandi í
áttina til sín. En svo kom hann auga
á konuna og þekkti hana strax. Hér
hafði hann svarið. Skipper hljóp ekki
til Pat né heldur heilsaði honum.
Hann hljóp til Betty Johnson og
hrópaði utan við sig af fögnuði:
„Mamma, mamma, mamma.“
Hún féll á kné og greip hann í fang-
ið.
„Jæja,“ sagði Pat gremjulega.
„Hvað segirðu þá?“
Hún gat engu svarað. Hún horfði
særð á hann. En hann hafði fengið sitt
svar. Mæðginin í faðmlögum var svar-
ið. Svona var réttlætið. Konan tilhevr-
ir syni sínum og drengurinn tilheyrir
móður sinni, og allir aðrir verða að
víkja. Hún hafði reynt að mótmæla
og hann hafði líka reynt það. Þau voru
bjánar bæði tvö, hugsaði hann.
„Bíddu.“
Hann stoppaði og sneri sér við og
horfði svipþungur á hana. „Af
hverju?“ spurði hann. „Ég er að fara.“
„Nei.“ Hún stóð á fætur og bað
Skipper að bíða. „Augnablik.“ Hún
gekk til Pat Barrat og tók í hornin á
jakkanum hans. „Lofaðu mér að sjá
framan í þig,“ sagði hún. „Lofaðu mér
að sjá framan í þig.“
Hann var þögull. Hatturinn var
skakkur á höfði hans og þrákelknis-
svipur á andlitinu. Hún grandskoðaði
það eins og hún hefði aldrei séð hann
fyrr.
„Þú hafðir Skipper,“ sagði hún. „Þú
áttir hann, þú hefðir getað látið mig
sigla minn sjó og haldið honum.“
Já, auðvitað, hugsaði hann. Hann
hafði haft Skipper. Og í vikutíma var
það ágætt. Það var það, sem hann
hafði alltaf dreymt um og langað mest
til. En að hafa hann áfram? Hvernig
er hægt að halda dreng, sem situr tím-
unum saman við gluggann og horfir
niður á götuna? Hvernig er hægt að
halda dreng, sem horfir vonaraugum
framan í hvern einasta kvenmann,
sem framhjá gengur? Hvað er hægt að
segja við hann? Hvað getur maður
sagt við konuna sína, þegar hún lítur
á mann af tárvotum augum hans?
Hvað verður manni að orði, þegar
maður heyrir: „Og guð blessi hana
mömmu og varðveiti hana“, á eftir
bænalestrinum á hverju kvöldi?
„Þú læknaðir mig,“ sagði hún. „Þú
bjargaðir mér upp úr svaðinu og fórst
með mig hingað, þar sem allir eru góð-
ir við mig. Þú útvegaðir mér vinnu og
gerðir mig að almennilegri manneskju.
Allt þetta gerðir þú til þess, að ég gæti
fengið Skipper aftur.“
Hann átti erfitt með að koma upp
nokkru orði. „Þetta er ekki rétt. Ég
gaf þér þetta tækifæri í þeirri von, að
þú glataðir því. Svo að ég gæti sannað,
27