Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Síða 6

Samvinnan - 01.09.1955, Síða 6
Nafn drottningarinnar eftir Rósu B. Blöndals Inni í fjarðarmynni á hafdýpi ligg- ur lítil eyja, Hamraeyjan. Svart hamrabelti af stuðlabergi umlykur hana. Aðeins á einum stað er upp- gengt, mjór steinstigi, eins og nátt- úran hafi hlaðið þar tröppur upp í gegnum stuðlana — og endar efst í einstigi. Eyjan er græn að ofan. Þar er gras- nyt ágæt. Fugl verpir þar á vorin. Fjörubeit er þar góð handa fé á vetr- um. Einn brunnur er til á eynni með tæru bergvatni, frostköldu. Þessa lind vígði Guðmundur góði. Lengi geymdu menn úr landi fé í eynni. Var þá sauðamaður látinn gæta þess, en fengust fáir til. Reimt þótti þar. Trú var á vættum, sem byggju enn á eynni, og huldufólk átti sér þar híbýli. Guðmundur Jósafatsson gætti þar lengi fjár á vetrum og oftast einn. Einskis þóttist hann verða var. Hann var þó hættur þessu starfi. Hann hafði flutzt langt í burtu og kvongast Efemíu Káradóttur. Þau áttu tvö börn, dóttur, sem var tveggja ára og son í vöggu. Guðmundur var orðinn vegalaus með konu og börn. Nú stóð honum enn til boða fjár- geymslan í Hamraey. Þetta þótti hjónunum heillaráð, einkum honum. Hann hafði alltaf kunnað vel við sig í eynni dularfullu í fjarðarmynninu. Hann tók hughvarfl að hreysinu þar. Það hafði hann sjálfur hlaðið upp að nokkru, aðrir eitthvað, og eyjan sjálf lagt til einn vegginn og byrjun að þaki. Það var meira að segja þiljað nær að hálfu og fast rúmflet neglt við þiljuvegginn. Kamínugarmur var þar inni. Skjóllevsinginn yljaði hug sínum við þetta hamrahróf og skíðlog gömlu kamínunnar. Hann fór hug um hrevs- ið með rósemd, lágnættis harðfenni og hríðar, langdegis rökkur og snjókom- ur, heiðríkja og sólblik á milli — þoku- kennd minning með hrolli, eins og hálft upprof úr löngum, samfelldum svefni. Kindajarmur og jórtur úr kumblinu við hliðina á íbúðinni vakti þelkennda alullar-hlýju í brjósti hans. Og nú yrði hann þar ekki Iengur einn af mönnum til. Nú átti hann konu og börn. Hann hugsaði til þess með eins- konar frjálsmannlegu stolti að geta boðið þeim inn í byrgið. Svo var það afráðið. Hann flutti þangað ræfla í rúmið, könnu, ketil, prímus og pott, nokkra bolla, tvo diska, mjólkurbrúsa, eldivið og olíubrúsa. Hráslagalegan októberdag um haust- ið reri maður á smábát við morgun- brún út að eynni. I bátnum voru tvö börn. Kona töturbúin hélt á smábarni, og tveggja ára telpa lá á gæru í skutn- um. Maðurinn festi bátnum í náttúru- gerðri vör við eyna. Þau lögðu upp tröppurnar og ein- stigið. Hann bar bömin, hún pinkl- ana. Hann var þögull, vinnulúinn, sein- legur. Niður undan óhreinni derhúfu hans stóð dökkur hárflóki. Konan var há, vöðvalaus, rýr og léttfætt, hindarlegur fráleiki í öllu fari hennar. Hún var ennislág og fram- mynnt, andlitsliturinn fölur. Augun voru stór, ljósmóleit og flóðu af lífs- orku. Fas hennar einkenndist af flasi, úrræðum utanhúss, hirðuleysi og alls- leysi. Guðmundur Jósafatsson opnaði hreysið. Hurðargrindin var skökk, hurðin ómáluð og óhefluð. Tréhand- föng voru á henni, líkt og á gömlum potthlemmum, annað utan, hitt að innan. Snúra lá í gegnum hurðina efst, og steinn bundinn í að neðan. Þetta var kölluð rennisnúra og hélt hurðinni stöðugt aftur, því hún lokaði sér sjálf. Kulda og raka hellislykt lagði á móti þeim, þegar opnað var. Gaflinn að innanverðu var kletturinn, sem kofinn og fjárhúsið stóðu við, þiljaði veggurinn með áföstu rúmi hægra megin við inngöngu, þar innan við lít- ið skot með föstum bekk fyrir mat- arílát, yfir bekknum lítill gluggi. Inni var fjárhúsbirta, þegar hurðin lá aft- ur. 1 hinu horninu inni við gafl var kamínan, veggurinn þeim megin óþilj- aður, hlaðinn úr torfi og grjóti, fjár- húsveggur um leið. Kofagólfið var hálft berggólf, hálft af mold. — Hvernig lízt þér á slotið? spurði Guðmundur. — Ja, skárra er það nú slotið, svar- aði konan. Ekki er stærðin. — Ekki værum við bættari að þurfa að kynda upp heilt fjárhús, svaraði 6

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.