Samvinnan - 01.09.1955, Qupperneq 19
■óumbúið, og óhreinir diskar í vask-
inum. Og flöskur. Pat taldi tólf stykki.
I ísskápnum var visið blómkál, upp-
þomuð appelsína og hálfur líter af
súrri mjólk.
„Hvað er langt síðan þú hefur neytt
matar?“ spurði hann.
Hún gaut til hans augunum milli
fingrana. „Fimm mínútur.“
„Um leið og þú þvoðir gólfið og
bjóst um rúmið,“ sagði Pat. „Þú hefur
líka þvegið þér og greitt fyrir fimm
mínútum síðan.“
„Það hefur enginn beðið þig að
koma,“ sagði hún.
Hann skolaði kaffikönnuna og leit-
aði að kaffi, sem hann setti í hana.
Það kviknaði ekki á gastækinu fyrr
en hann hafði sett pening í sjálfsal-
ann.
„Ég er nýbúinn að fá mér kaffi,“
sagði Betty Johnson.
Pat Barrat sagði: „Auðvitað.“
Hann fór inn í stofuna og kom aft-
ur með veskið hennar. Síðan hellti
hann úr því á borðið. Úr því kom
varalitur, púðurdós, umslag, sem bar
merki fangelsis, 3 smápeningar og lyk-
ill. Pat Barrat strauk um hnakkann
og augnaráð hans var kalt.
„Þetta er ljóta ástandið,“ sagði
hann.
Hún sat þegjandi og hreyfingar-
laus með lokuð augun. Grátur henn-
ar var hljóðlaus, en stór tár runnu
niður andlit hennar. Pat Barrat
slökkti á gastækinu. Hann fór fram
á ganginn og hringdi á sjúkrabíl.
Celia sagði: „Sjúkrabíl? Var hún
svo mikið veik?“
„Já,“ svaraði Pat. „Það var
drykkjuskapnum að kenna.“
Hann hafði sent Betty Johnson á
Bæjarspítalann til að hressa hana.
Daginn eftir hafði hann farið með
hana út á Northbridge heilsuhælið og
látið leggja hana þar inn. „North-
bridge er dýr staður, ef það er það,
sem þú ert að hugsa um,“ sagði hann
við konu sína og roðnaði ofurlítið.
„En ég kunni engin önnur ráð.“ Hann
ætlaði að reyna að láta hana falla
undir góðgerðastarfsemi spítalans og
var vongóður um, að það mundi
takast.
Þá spurði Celia: „Hvað var hún
lengi þama?“
„Tvær vikur,“ sagði Pat henni.
„Nákvæmlega tvær vikur."
.Þclla er mitt tcrkijreri til þess að gefa [>ér son,“
sagði Celia.
Hún var ung. Hún hafði verið
sterk og hraust áður en hún lagðist í
óregluna. Hún fékk góðan mat og
mikið af vitamínum og jafnaði sig
fljótt og vel. Að öllu leyti nema einu.
„Hún hefur engan áhuga á líf-
inu og engan baráttuvilja,“ sagði Pat.
„Hún vill hvorki sjá Skipper né heyra
talað um hann. Hún gleymdi jafnvel
að senda honum afmælisgjöf. Hún
segist ekki geta séð um hann; það,
sem hún á við er, að hún vill ekki
revna. Hún segist ekki vera fær um
að gegna móðurskyldum sínum. Þetta
sagði hún bæði mér, umsjónarmanni
Skippers og dómaranum. Og við vor-
um sammála henni.“
Celia spurði: „Var hún byrjuð að
drekka aftur?“
„Nei,“ svaraði Pat. „Það er eng-
inn leikur að fá Northbridge með-
ferðina. Þar sjá þeir svo um, að mann
langar ekki til að drekka fyrstu mán-
uðina eftir að maður hefur verið þar.
Hún hefur bara gefizt upp.“ Hann leit
á Celiu. „Hvernig lízt þér á? Þetta er
kvenmaður, sem segist ekki vilja sinn
eigin son og meinar það.“
„Þá ætti hún ekki heldur að fá
hann,“ sagði Celia.
„Það er alveg rétt,“ sagði Pat. „En
það gekk ekki vel á hænsnabúinu. Eg
tók Skipper þaðan. Eg fann honum
annan dvalarstað, en það gengur ekki
allt of vel heldur.“
Celia hálfhvíslaði: „Það er von.“
Hann heyrði ekki hvað hún sagði.
Skipper bjó núna í Laurelhurst hjá
Johnny Schull og konunni hans,
Madge. Hann hafði verið leynilög-
reglumaður, og þau voru ósköp ró-
legt og venjulegt fólk. Þau bjuggu í
stóru, gamaldags húsi. Vegna þess,
að eftirlaun hans voru svo lág, urðu
þau að leigja út herbergi. En þau
höfðu ekki alitaf leigjendur vegna
þess, að herbergin voru í dýrara lagi.
„En það munar ekki svo miklu,“
sagði Pat. „Það, sem skiptir máli er,
að þau eru farin að eldast. Krakkarn-
ir þeirra eru komnir upp og farnir að
heiman. Skipper er þeim til ama, ekki
af því, að hann sé slæmur eða óþekk-
ur, heldur af því, að hann er lítill
strákur og þau eru orðin óvön litl-
um strákum. Hann kostar auka erf-
iði. Auðvitað klæðir hann sig sjálf-
ur, en hann getur ekki hneppt öll-
um hnöppunum og einhver verður að
lesa með honum bænirnar. Madge á
óteljandi brothætta dýrgripi. Skipper
mölvaði uppáhalds postulínsbollann
hennar og Madge sleppti sér alveg.“
„Já,“ sagði Celia.
Hún kannaðist við konuna og hús-
ið sömuleiðis. Celia var ekki í nokkr-
um vafa um, að fjörugur, forvitinn
sex ára snáði mundi geta brotið ým-
islegt í því húsi. En hún vissi einnig,
að Madge Schull var góð og þolin-
móð kona.
„Pat,“ sagði hún. „Mér dettur
nokkuð í hug.“
„Hvað er það?“
„Komdu með hann hingað og láttu
hann vera hérna, meðan þú ert að leita
að góðu heimili fyrir hann,“ sagði
hún. „Eg get tekið sumarfríið mitt
núna. Því ekki það? Við höfum hvort
sem er ekki ákveðið að fara neitt sér-
stakt. Ef Skipper er hér, getur þú í
rólegheitum leitað að góðum stað fyr-
ir hann.“
Pat gretti sig. „Það er eitthvað til
í þessu, sem þú segir.“
„Alveg áreiðanlega.“
„Þú veizt, að það er ekki auðvelt
að finna góðan stað. Það verða allir
að vera ánægðir, bæði hann og fólk-
ið, sem hann kemur til með að vera
hjá.“
Hún brosti. „Þú kemur þá með
hann?“
,,Ef þú ert alveg viss um, að þér sé
það ekki á móti skapi.“
„Já. Ég er farin að hlakka til.“
„Já.“ sagði hann. Hún sá, hvað
þetta gladdi hann mikið. „Þér er það
óhætt; þetta er góður krakki.“ Hann
var staðinn á fætur og lét móðann
mása. „Það er kraftur í stráknum, og
hann er greindur og fjörugur. En þú
mátt ekki halda, að hann sé mjög erf-
iður, því það er hann ekki. Þetta er
19