Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Page 3

Samvinnan - 01.09.1955, Page 3
Nokkur orð um útsvarsmál I þrjá áratugi hafa andstæðingar samvinnustefnunnar haldið uppi árásum á hana fyrir það, að samvinnufélög- in nvtu hlunninda í skattamálum — bæru ekki sömu skattabyrðar og aðrir aðilar. A sama tíma, sem þessum árásum hefur verið haldið uppi, hafa þessir sömu menn, sem m. a. ráða málum Reykjavíkurbæjar, framkvæmt „skattafríðindin“ á þann hátt, sem línuritið til hægri sýnir. A fimm árum eru út- svör á SIS tífölduð, en útsvör á helztu heildsölunum að- eins íiðlega tvöfölduð. Forráðamenn SIS hafa umsjá með miklum verðmæt- um í umboði kaupfélaganna um land allt. Þeir vilja skila félögunum og félagsfólkinu sem mestu aftur. Þeim er því vart láandi, þótt þeir leituðu úrskurðar dómstólanna um slíkar útsvarsálögur. Urskurður fógetaréttar í Reykjavík var á þá leið, að samkvæmt landslögum mætti ekki leggja veltuskatt á utanfélagsmannaviðskipti samvinnufélaga. Þarmeð var grundvöllurinn undir hinni taumlausu álagningu Reykja- víkurbæjar horfinn. Skattheimtumennirnir gerðu þá tvennt: áfrýjuðu til hæstaréttar og hófu hatramleg níð- skrif um SIS í Morgunblaðinu. ★ I þeim blaðadeilum, sem spunnust um rnálið, kom ým- islegt fróðlegt í ljós, meðal annars að Reykjavíkurbær lagði 411.000 kr. á innflutnings- deildir SÍS, en reyndi ekki að leggja eyri á IMPUNI, innflvtjendasamband stærstu heildsalanna, að Revkjavíkurbær lagði 470.000 kr. á útflutningsdeild SlS, en SlF, saltfiskhringurinn mikli, er skatta- og útsvarsfrjáls. að Reykjavíkurbær lagði 370.000 kr. á skipadeild SÍS, en Eimskip er algerlega skatta- og útsvarsfrjálst. Þessi dœmi tala sínu máli um það, hvernig andstceð- ingar samvinnufélaganna telja, að skatta- og útsvarsmál- um fyrirtœkja eigi að koma fyrir. ★ Loks ber þess að geta, að til eru fleiri skattar en útsvör- in, og þrátt fyrir fógetaúrskurðinn greiðir SlS til Revkia- víkurbæjar 340.000 krónur. Það er því lýðskrum af versta tagi, þegar Morgunblaðið básúnar það, að fátæklingar Reykjavíkur verði að greiða útsvar fyrir SlS. í raun og veru snýst þetta mál að verulegu leyti um það, hvort hinar umdeildu fjárupphæðir eigi að renna í bæjarsjóð Reykjavíkur eða til kaupfélaganna um land allt (þar á meðal í Reykjavík og nágrenni). Mikill meirihluti af viðskiptum Sambandsins er dreifður um land allt, þótt skrifstofustörfin séu unnin í Reykjavík. Samvinnu- mönnum þykir eðlilegt, að einhver hluti ágóðans af þess- um viðskiptum hverfi til föðurhúsanna úti á landi, en hann sé ekki allur gleyptur í útsvar í Reykjavík — og raunar meira til, eins og vilji bæjaryfirvaldanna virtist vera við álagningu útsvaranna. 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.