Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 21
manna, öll þau björg, sem samvinnu- menn hafa rutt úr vegi á undanförn- um árum til hagsældar sjálfum sér og öllum landsmönnum, er mikið verk. Islenzkur jarðvegur er grýttur og mörgum björgum þarf enn að ryðja úr vegi. „Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“ Samvinnumenn eru nú í háum sal, af því að hornsteinarnir eru traustir, og einmitt vegna þess, að hinir ósérhlífnu, atorkusömu og fram- sýnu brautrvðjendur gerðu horn- steinana trausta, er okkur óhætt að hækka salina. Iðnaðarsalinn eigum við, sem hér erum saman komin, að gera sem veglegastan, svo að sam- vinnumönnum sé að honum sómi. Það getum við með því að standa saman, og það skulum við sýna fólk- inu í landinu, að það, sem verksmiðj- ur samvinnumanna láta frá sér fara, eru góðar vörur, þær beztu, sem framleiddar eru hér. Þið, sem komið úr öllum fjórðungum landsins, eruð tengiliðurinn milli fólksins og verk- smiðjanna og til ykkar berum við verksmiðjumennirnir fyllsta traust til að hjálpa okkur að leysa það verk vel af hendi, sem samvinnusamtökin hafa falið okkur. Við kappkostum að búa til góða vöru, þið kappkostið að koma henni til neytenda. Mér er það sérstakt gleðiefni að sjá, hvað mörg vkkar hafið getað komið hingað þrátt Mesta athygli á iðnstefnunni, vöktu tvimicialaust Iðunnar loðfeldir, sem fjar voru sýndir i fyrsta sinn. Þessir feldir, sem eru hinir fegurstu, eru framleiddir ur lambaskinnutn, og þótti mörgum það ótrúlegt, þótt satt sé. Myndirnar sýna tvo Iðunnar loðfeldi. Iðnstefna samvinnumanna Fulltrúar kaupfélaganna kynnasi starf- semi samvinnuverksmiðjanna á Akureyri Iðnstefna samvinnumanna var haldin öðru sinni á Akureyri fyrir nokkru og var tilgangur hennar að kynna fulltrúum kaupfélaganna nýj- ar framleiðsluvörur frá samvinnu- verksmiðjunum og starfsemi verk- smiðjanna í heild. Hafa iðnstefnurn- ar gefið hina ágætustu raun og orðið til að efla mjög áhuga og þekkingu starfsmanna kaupfélaganna á fram- leiðslu samvinnuiðnaðarins. Iðnstefnan var haldin sameiginlega af iðnaðardeild SÍS og Kaupfélagi Eyfirðinga og stóðu þeir fyrir henni Harry Frederiksen, framkvæmda- stjóri, og Jakob Frímannsson, kaup- félagsstjóri. Sóttu stefnuna fulltrúar frá yfir 30 kaupfélögum og gerðu þeir margvísleg innkaup fyrir félagsfólk sitt. Vörur verksmiðjanna voru til sýnis í húsnæði, sem KEA hefur við Ráðhústorg, og var þar margt fróð- legt og athyglisvert að sjá. Þegar stefnan var sett, flutti Harry Frederiksen eftirfarandi ávarp: — Eg býð ykkur öll velkomin hingað til Akureyrar, höfuðstöðva iðnaðar samvinnufélaganna. Mér verður stundum á, í huga mínum, að líkja Akureyri við Manchester, en sú borg gegnir líku hlutverki hjá brezk- um samvinnumönnum eins og Akur- eyri hjá okkur. Iðnaður samvinnu- manna setur sannarlega svip á Akur- eyri og það er enginn sútarsvipur. Hann er bjartur og í honum má lesa þrótt og viljafestu. Einn hinna traustu homsteina íslenzkrar samvinnu. Þið munið sjálfsagt flest eftir myndinni, sem lengi var utan á kápu Samvinn- unnar, myndinni eftir Einar Jónsson, myndhöggvara — Demantinn, þar sem höndin lyftir bjarginu. Kraftur- inn, sem býr í þessari mynd, minnir mig á þann mikla kraft, sem býr í samtökum íslenzkra samvinnu- 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.