Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 25
Beztu afrek ... (Framh. af bls. 14) 5. Tómas Lárusson, Ums. K., 1952 .. 2615 2932 (6,69 39,50 23,4 34,97 4:42,8) 6. Asm. Bjarnason, KR, 1954 ......... 2580 2846 (6,33 46,22 22,2 29,79 4:59,8) 7. Jóel Sigurðsson, ÍR, 1947 ........ 2541 2907 (6,04 57,18 24,2 34,96 4:59,0) 8. Þórir Þorsteinsson, Á, 1954 ...... 2536 2770 (5,95 35,62 22,9 26,48 4:14,4) 9. Sigurður Finnsson, KR, 1941 .... 2480 2835 (6,17 46,79 24,1 35,01 4:46,2) 10. Adolf Óskarsson, Tý, Vestm., 1950 2448 2823 (6,60 53,05 25,1 32,59 4:57,8) Tugþraut: Stigatafla: Nýja Gamla Í.Örn Clausen, ÍR, 1951 .............. 6886 7453 (10,8 7,12 13,32 1,80 50,5 — 14.7 40,84 3,20 45,44 4:42,2) 2. Haukur Clausen, ÍR, 1951 ......... 6019 6663 (10,4 6,74 12,01 1,75 52,9 _ 15.8 38,44 2,80 43,42 4:53,8) 3. Pétur Rögnvaldsson, KR, 1955 .. 5535 6288 (11,5 6,47 12,52 1,60 53,1 — 15,7 33,81 3D0 51,82 4:48,0) 4. Tómas Lárusson, Ums. K., 1952 .. 5516 6226 (11,1, 6,33, 11,02, 1,70, 51,0 _ 16,4, 34,66,3,00 40,97 4:40,2) 5. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 1950 .. 5214 5984 (11,0 6,76 10,45 1,70 54,0 _ 16.7 30,51 3,10 51,08 5:17,8) ó. Ingi Þorsteinsson, KR, 1951 . 5133 5755 (10,9 6,25 10,47 1,50 54,0 _ 15,0 30,86 2,62 37,37 4:43,6) 7. Valdimar Örnólfsson, ÍR, 1954 .. 5075 5929 (11,2 6,60 12,76 1,55 54,9 — 16.8 35,43 3,10 39,38 5:00,4) 8. Sig. Friðfinnsson, F. H„ 1952 .... 5042 5890 (11,6 6,33 11,85 1,73 53,9 _ 16,8 31,86 3,25 46,74 5:21,0) 9. Guðmundur Lárusson, Á....... 4981 5602 (11,0 5,86 10,26 1,50 49,8 _ 16.7 27,14 2,30 38,04 4:19,8) 10. Gunnar Stefánsson, Tý, Vestm. .. 4700 5552 (11,5 6,18 11,10 1,65 54,0 _ 18.7 33.85 3,15 35,86 4:47,4) Nafn drottningar- innar (Framh. af bls. 8) Guðmundur lá aftur á bak í rúmflet- inu og hraut. En telpan var farin út. Efemía henti frosnum flíkum á flet- ið við höfuð eiginmannsins. — Þú gætir bærilega að börnunum, Gvendur. Hann rumskaði með andfælum. — Ha, hva, hvað gengur á fvrir þér, kona? drafaði í bónda hennar. — Stattu upp, Guðmundur. Veiztu ekki að verið er að skjóta tófurnar, og stelpan er alltaf hjá þeim. Nú er hún farin út. Það þýðir aldrei að treysta þér, hvað sem á liggur. Þú sefur alltaf. Guðmundur reis seinlega upp. — Hef ég sofnað? sagði hann alveg hissa. Rétt í þessu kom skvttan á spretti inn til þeirra. Hann var móður, ótta- sleginn og felmtsfullur. — Hvar er telpan? sagði hann. —- Hvað er að? segir Efemía. — Heldurðu ekki, að hann Guðmundur hafi sofnað, þegar hann átti að passa hana, meðan ég var úti. Getur aldrei haldið sér uppi eina mínútu. Skauztu barnið eða hvað? Þið eruð báðir gáf- aðir, annar sofandi, hinn sjónlaus. -— Þú tókst barnið inn, og mér datt það ekkert meira í hug, en aðeins far- ið að bregða birtu. Þá sá ég tófu, sem sat á klettasyllu. Ég skaut og hún lá. En svo sýndist mér eitthvað hreyfast hjá henni. Ég þorði ekki að fara þang- að. Ég get ekki farið þangað einn. Hann var náfölur. Þau stóðu þarna öll skelfingu lostin. Þau þögðu andar- tak og ásökuðu hvert um sig sinn eig- in barm fyrir aðgæzluleysið. — Ég skal fara, sagði Efemía. Þú kemur með mér. Og skyttan hlýddi. En Guðmundur settist yfirkominn á fletið. Hann starði þögull og stirðnaður fram und- an sér. Skyttan benti Efemíu á sylluna, þar sem tófan lá. Þar sást nú engin hreyfing. Þau hröðuðu göngunni. Efemía varð fljótari. Hún æddi að syllunni. Tófan lá í blóði sínu, og barnið lá þar líka á grúfu vfir henni. Hún hafði gripið handfylli sína í feldinn hennar, hin lá undir hálsinn og andlitið grúfði hún inn að henni. Dökkur hárflók- inn rann saman við dökkan lit dýrs- ins. Ottinn gerði Efemíu þögula um stund. Hún stóð og horfði á þær, þeg- ar veiðimaðurinn kom. Hann stað- næmdist líka hissa hjá þeim. Barnið andaði eðlilega, svaf djúp- um svefni. Efemía tók telpuna í fang sér. — Guði sé lof, sagði hún lágt, þeg- ar hún sá, að telpuna hafði ekki sak- að. Skyttan sneri sér undan. Pelpan vaknaði. og þegar hún sá tófuna, hljóðaði hún upp. Hún var háttuð, þegar heim kom. I svip hennar var eitthvað ókunnugt, myrkt og þögult. Hún sneri sér fljótt til veggjar og sofnaði. Þetta kvöld las Guðmundur hús- lestur í Jónsbók. Hann vildi þakka Guði fyrir varðveizluna. Það var ó- venju hljóðlátt þar inni. Hann horfði lengi á telpuna sína, þar sem hún svaf. Hún var hans eign þessi fallega stúlka. Og Guð hafði gætt hennar fyrir liann á klettasyllunni. Hann renndi augunum yfir slotið sitt, festi þau á torfveggnum á móti fletinu og fagnaði því, að litla stúlk- an hans var kyrr hjá honum. Hún fékk að lifa á jörðunni áfram eins og þau, foreldrar hennar. Alltaf bjóst hann við þessu, að hún vrði heppin og gæfusöm, því að hann hafði látið hana heita drottningarnafni. Viktoría hét hún — eftir Viktoríu drottningu, eða öllu heldur eftir drottningunni af Saba, þeirri merkis- konu. En einhværn veginn höfðu þess- ar tvær drottningar af Saba og Eng- landi og aldaraðirnar á milli þeirra runnið saman í huga hans. Þar höfðu þær orðið að einni persónu. Viktoría hlaut að hafa gæfu af þessu göfuga nafni. Strax og hann leit hana augum, sá bann, að ekkert minna mátti sóma henni en drottningarheiti. Ifún var í huga hans ein í röð þessara tignu, yfirjarðnesku kvenna. Morguninn eftir, þegar litla stúlk- an fékk grautarskálina sína, læddist hún út með hana svo enginn sá. En skuggi af óljósri minningu var þó í huga hennar. Hún settist á sömu þúfuna og venjulega, leit upp á hæðina, en sá ekkert dýr standa þar. Hún starði þangað, en dýrið kom ekki. Þá gagg- aði hún, gaggaði hærra og hærra, en enginn anzaði. Hún hélt áfram upp á hæðina og kallaði, en það var stein- hljóð í kringum hana. Vonbrigði settust að henni og stað- festu óljósan grun hennar. Það var eitthvað skelfilegt, sem hún mundi. Hún fann, að mjúka kyrrðin hjá dökk- um dýrfeldi var horfin henni. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.