Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Síða 18

Samvinnan - 01.09.1955, Síða 18
Sonur sakborningsíns Framhaldssaga eftir John og Ward Hawkins Hann leit á Pat Barrat. „Ég bít á agnið. Hún er einmitt það, sem mig vantar.“ „En ég get ekki.. . .“ sagði hún. „Getur ekki. Hvað á svona tal að þýða? Þú ert í atvinnuleit og mig vantar aðstoð. Þú ert óvön, en ég mun njóta þess að kenna þér. Þú munt komast að því, að það er auðvelt að umgangast mig. Þér líður eflaust vel hér.“ „Það er ekki það, sem ég á við.“ „Hvað átt þú þá við?“ Ráðvillt og biðjandi leit hún til Pat Barrats, en hann veitti henni enga hjálp. Svipur hans var kaldur og aug- un kuldaleg. Hún sneri sér aftur að Benson tannlækni. Hana logsveið í augun. „Maðurinn minn,“ sagði hún. „Hann er í fangelsi.“ „Ég veit það.“ „En þú vilt mig ekki, þar sem----“ „Ég vil þig,“ sagði Benson. „Pat er hygginn. Hann vissi hvað hann var að gera, þegar hann kom með þig hingað. Sonur minn lenti í klandri, og Pat varð að senda hann burt. Við eigum því það sameiginlegt, að bæði eigum við ástvin í fangelsi.“ Pat Barrat sagði: „Verið þið nú góð hvort við annað,“ og fór. Celia var vitur kona. Hún vissi hvenær maður á að spyrja, og hvenær maður á að bíða og sjá til. Hún hafði spurt um aðgöngumiðana að kapp- leiknum, síðan hafði hún einskis spurt fyrr en næstum mánuði síðar, er hún kom að Pat inni í stofu, þar sem hann sat og starði ósjáandi augum á dagblaðið fyrir framan hann. „Nú ert þú aftur með þennan svip,“ sagði hún. „Hm, hvaða svip?“ SÖGULOK „Eins og þreyttur Atlas,“ sagði hún. „Það er eins og þú aleinn berir allar heimsins áhyggjur á herðum þér.“ Hún lagði töskuna og hanzkana á borðið. „Er eitthvað að í vinnunni,-eða á hænsnabúinu?“ „Þetta með hænsnabúið var mesta vitleysa.“ „Nú hvernig stendur á því?“ „Þau vildu fá vinnumann,“ svaraði Pat. Ungu hjónin, sem áttu búið í Sól- hlíð, voru fædd og uppalin í sveit. Bezta fólk, en hugmyndir þeirra urn uppeldi stráka voru gamaldags. Iðju- leysið var rót alls ills, og ekkert iðju- leysi skyldi fá að þrífast í Sólhlíð. Skipper hafði sínum skyldustörfunr að gegna. Hann vatnaði hænsnunum, safnaði eggjunum og rogaðist með mjólkurfötur. Celia sagði: „Hreinasta þrælahald, eða hvað?“ „Ekki er það nú svo slæmt,“ sagði Pat, dálítið skömmustulegur. „En Skipper er ekki nema sex ára. Ég hélt, að hann mundi fá mikinn og góðan mat, nýmjólk og nýorpin egg.“ Hann hristi höfuðið. „Þau selja bæði mjólk- ina og eggin, sjálf nota þau dósa- mjólk.“ Celia spurði: „Hvað fréttist af móð- ur Skippers?“ „Það er ekki gott,“ sagði Pat. Hann hafði farið til Betty Johnson daginn eftir að hann fór með Skipper út í Sólhlíð. Að vísu kom honum þetta ekki beint við en honum fannst það minnsta, sem hann gæti gert væri að láta hana vita, hvar son hennar væri að finna, ef hana langaði til að sjá hann, eða senda honum afmælis- kveðju. Strákurinn átti afmæli bráð- lega, og hann hafði verið að velta því fyrir sér, hvort hún myndi muna eftir því. Hann bjóst við því, nema hún hefði versnað aftur. „Hún er veik,“ sagði Pat. Gluggatjöldin voru dregin niður, þegar Pat gekk inn. Betty Johnson sat við eldhúsborðið og grúfði andlitið í höndurn sér. Klukkan var þrjú, og hún var ógreidd. Úti var glaða sólskin. Skemmtigarður með grænum gras- flötum og gosbrunnum var fimm mín- útna gang frá, en hér sat hún í myrkr- inu, ógreidd og hálfklædd. Pat Barrat lét viðbjóð sinn í Ijósi með torkenni- legu hnussi. „Það hefur enginn beðið þig að koma,“ sagði hún. Hann dró upp gluggatjöldin. Þarna var allt í óreiðu, gólfið óhreint, rúmið 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.