Samvinnan - 01.09.1955, Side 17
Annað er óperettan „í á-
lögum“ eftir Sigurð Þórð-
arson við ljóð Dagfinns
Sveinbjörnssonar. Verkið
verður flutt af innlendum
söngkröftum með kór og
hljómsveit undir stjórn dr.
Urbancic. Hitt verkið eru
kaflar úr óperunni „Caval-
eria Rusticana“ eftir Mas-
cagni og syngja þau Guð-
rún A. Símonar og Ketill
Jensson ásamt Þjóðleik-
hússkórnum undir stjórn
dr. Urbancic.
Það er nú augljóst, að
hinar litlu 45 snúninga
hljómplötur eru að leysa
78 snúninuga plöturnar af
hólmi, enda eru bær hljóm-
fegurri, léttari, óbrjótan-
legar og endingarbetri. Is-
lenzkir tónar hafa þegar
gefið út nokkrar hljóm-
plötur af þessari gerð og
munu auka útgáfu þeirra í
framtíðinni.
Auk Islenzkra tóna eru
mörg önnur fyrirtæki, sem
hafa gefið út hljómplötur
hér á landi, svo sem hljóm-
plötudeild Fálkans, sem
hefur samvinnu við hið
’þekkta hljómplötufyrir-
tæki „His Masters Voice“,
Hljóðfærahúsið, Hljóð-
færaverzlun Sigr. Helga-
dóttur, Tónika og fleiri.
Ef að líkum lætur, verð-
xir þess ekki langt að bíða,
að hér á landi rísi upp
Tdjómplötuverksmiðja, svo
að ekki þurfi framar að
framleiða íslenzkar hljóm-
plötur erlendis. Með auk-
inni starfsemi mundu hin
íslenzku hljómplötufyrir-
tæki þá væntanlega auka
útgáfu sígildra verka og
láta ekki dægurlögin sitja í
fyrirrúmi. Slíkt yrði vel
þegið.
Að lokum er ástæða til
að færa þeim aðilum, sem
■unnið hafa að aukinni út-
gáfu á íslenzkum hljóm-
plötum, þakkir og óska
þeirn góðs gengis í framtíð-
innL
Upptaka hljómplötunnar fer fram hjd Rtkisútvarpinu. Þegar upptöku er lokið, er tónbandið sent til Noregs.
Allar upplökur eru teknar d tónbönd, og eru þtcr mun l>ar er pað tckið ihn d lakkplötur, hin svokölluðu
betri en þegar tekið var d plötur. frumeintök.
Nákvœm mcclitccki fylgjast með því, að upþtakan á
frumeintakið sc jöfn og engin galli sé d henni. Ekkert
er sparað til þess, að upptakan verði sem bezt.
Nú fer frumeintakið i verksmiðjuna þar sem það cr
sprautað með silfurhúð, og eftir þessari silfurhúðuðu
plötu er mdlmplatan búin til.
Platan pressuð. Upphitað plötuefni er pressað með
tniklum þrýslingi og eru báðar siðurnar pressaðar i
einu og miðarnir seltir d um leið og gatið.
Randirnar d p/ötunum eru slipaðar og pressunin at
huguð. Siðan er platan sett i umslög og fimmtugasta
hver hljómplata reynd hvort hiín sé fullkomin að gceðum.
Eftir rafefnafraðilegri aðfcrð er plötumótið búið til, og
eftir þvi er svo búið til þressumót, sem platan er pressuð
eftir.
17