Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Page 2

Samvinnan - 01.02.1956, Page 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. j Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: ! 2.818.000 krónum skilað aft- ur....................... 3 Bændadagur, eftir Jón H. 5 Þorbergsson, Laxamýri 4 j Hestavísur — sýnishorn og rabb, eftir Sigurð Jónsson frá Brún................. 7 : Hallmundur, smásaga ... 8 í Svíf þú sunnanblær, ný í Ijóðabók eftir Kristjón Jó- hannsson ............. . 10 Nýtt kaupfélagsfrystihús í | Ólafsvík .............. . 11 Orð til íslenzkra bænda, eft- ir Tómas Sigurtryggvason, Björk.................. 12 / Gullið í Draugadal, fram- haldssagan.................... 14 Ljónið og sólin, smásaga eft- ir Anton Chekov............... 19 1955 — ár einstæðra afreka á vettvangi íþróttanna . . 21 Tryggvi Gunnarsson I. bindi eftir Þorkel Jóhannsson . . 24 Rósin frá Ríó, framhalds- saga barnanna................. 25 Fréttir og fleira........ 29 \ FEBRÚAR 1956 L. árgangur 2. ALBIN JOHANSSON, hinn stór- brotni forustumaður sænskra sam- vinnumanna, varð sjötugur 11. febrú- ar síðastliðinn. Var þess afmælis minnzt að verðleikum víða um lönd, því mikið orð fer af Albin, ekki aðeins um öll Norðurlönd, heldur víða um heim. í HÁLFA ÖLD og vel það hefur Al- bin helgað samvinnuhreyfingunni alla krafta sína. Má heita, að tilviljun hafi ráðið því, er hann fyrst réðist til eins þeirra kaupfélaga, sem síðar voru r-meinuð í hið volduga kaupfélag Ctokkhólms. Albin varð fyrst fulltrúi, síðar kaupfélagsstjóri í félagi, sem var aöallega skipað verkamönnum í syk- urverksmiðjum, þar sem formaðurinn kom á hverju kvöldi til að fylgjast með kassanum og unnið var við vörutaln- ingu á gamlárskvöld. Ekki leið á löngu, þar til Albin vakti á sér athygli og var fenginn til starfa á skrifstofum sænska Sambandsins, KF. Hlaut hann þar skjótan frama, og varð brátt pott- urinn og pannan í hópi eldheitra á- Albiti Johatisson. hugamanna, ungra og fjörugra, sem brátt tóku við stjórn samtakanna. Skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld varð Albin formaður og forstjóri sambands- ins og hefur verið það æ síðan. ALBIN, en hann er sjaldan kallað- ur annað en fornafni sínu, er einn þeirra stórbrotnu manna, sem ekki hafa staðnáð með aldrinum, síður en svo. Hann er fullur af fjöri og sífellt að koma með nýjar hugmyndir og reyna nýja hluti. Uppfinningamaður er hann allgóður og hefur lengi verið formaður sænska uppfinningafélags- ins. Bæði innan Svíþjóðar og á alþjóöa vettvangi hefur Albin haft forustu um mörg framfaramál samvinnuhreyfing- arinnar og barizt fyrir skynsamlegri og hagkvæmari framleiðslu og dreifingu til þess að bæta hag alþýðuheimilanna hvarvetna. Bezta minnismerkið um starf hans er sænska samvinnuhreyf- ingin, sem um marga hluti er til fyr- irmyndar fyrir allan heiminn. Vöxtur hennar og viðgangur hefur verið mest- ur í stjórnartíð Albins Johanssons hjá KF. FORSÍÐUMYNDIN er af Skessu- horni í Skarðsheiði og blasir þetta meistaraverk náttúrunnar við úr Borgarfirðinum. Það væri raunar hægt að birta myndir af íslenzkum fjöllum í það óendanlega, sem búa yfir tign og fegurð. Að því leyti eru íslendingar auðugir, en hitt er svo annað mál, hvernig sá auður verður nýttur. Ýms- ar þjóðir eins og til dæmis Svisslend- ingar, hafa gert sér mikinn mat úr þessu, en hér á landi þarf margt að breytast, svo að kalla megi viðunan- lega aðstöðu til móttöku erlendra ferðamanna. ÞAÐ ER SNÆVI ÞAKIÐ Skessu- hornið á myndinni og ekki rýrnar tign þess við það. Við íslendingar teljum samt ekki til neinnar sérstakrar vin- semdar við snjóinn, sem oftlega bak- ar stórkostlega erfiðleika. Nú í vetur hefur þó mátt kallast snjólétt. Sam- göngur hafa gengið vel, en ófærðin á vegunum skapar að jafnaði mikil fjár- útlát. Það má furðulegt kallast, að til dæmis vegurinn, sem tengir saman höfuðstaðinn og aðal mjólkurfram- leiðslusvæðið, skuli enn vera í því horfi, sem raun ber vitni um. MYNDIN Á FJÓRÐU síðunni er frá Ásólfsstöðum í Þjórsárdal og sér yfir í Búrfell og Heklu. Þorvaldur Ágústs- son tók myndina. Aðrar myndir í grein Jóns á Laxamýri tók Guðni Þórðarson, en Benedikt Gröndal tók myndirnar frá Ólafsvík. Forsíðumyndina tók Þor- steinn Jósepsson. 2

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.