Samvinnan - 01.02.1956, Page 10
í sólnæturdýrð
í sólnæturdýrðinni dreyma
hin drjúpandi strá.
Andvarinn sofnar í sefi
við Svanavötn blá.
Leika sér geislar á gullskóm
um gnýpufjöll há.
Dagsljósið dvínar og bliknar
á djúpinu blá.
Líður í fölrauðum Ijóma
lognaldan smá.
Aldrei mun hafguðsins hjarta
hætta að slá.
Fuglinn á fylgsni og hæli
og fellir sinn væng.
Ljúf er þeim léttfleyga vini
lyngmóans sæng,
og blundurinn bíður í hyljum
hrygnu og hæng.
Helguðu ástin og önnin
ylríkan dag.
Blessuðu blíðlátar vættir
búandans hag,
á meðan fossar og flúðir
fluttu sitt lag.
1 sólnæturdýrðina sveipast
hver sofandi bær.
Roðanum rauða frá tjörnum
á rúðurnar slær.
Ef til vill drottnar ástin
innan við þær.
í sólnæturdýrðinni dreyma
dalir og fjöll —
hið eilífa og eins það, er hverfur
í áranna mjöll,
í bjarma frá birtu hins æðsta
er blessar oss öll.
Stráið duftinu drýpur
og dreymir í ró.
Andvarinn sofnar í sefi
en svanurinn fló.
Langt út í himinsins ljóma
löngun hann dró.
Svíf þú
Ný /jóðabók
eftir
Kristján Jókannsson
Kristján Jóhannsson.
Það verður að teljast að skáld hafi
náð merkum áfanga, er það gefur
út sina fyrstu bók. Skáldið yrkir
eða skrifar að visu fyrir sjálft sig
til að fullnecgja innri þörf, en þó
verður það jafnan markmið að
koma verkunum fyrir almennings-
sjónir. Skáldinu er það nauðsynleg
lyftistöng að fá einhverja uþpörv-
un og heilbrigða gagnrýni.
Kristján Jóhannsson hefur vel af
stað farið með fyrstu bók sina, og
þar er ýmislegt að finna, sem gef-
ur góð loforð. Kristján er lands-
kunnur iþróttagarpur og á þrjú
íslandsmet i langhlauþum.. En eins
og góðum iþróttamanni scemir
vanrcekir hann ekki andann og
liklegt er, að stjarna hans á vett-
vangi hinna andlegu iþrótta, eigi
eftir að Ijóma skcert.
Samvinnan birtir hér tvö kvceði
eftir Kristján. í kvceðinu „Fjallið"
tekur hann mjög vel til meðferðar,
hversu miskunnarlausri baráttu
menn berjast, til að komast upþ á
tind metorðanna, en þegar þangað
kemur hafa þeir beðið tjón á sálu
sinni, finna ekki gleðina, sem þeir
bjuggust við og falla i skugga
gleymskunnar.
\__________________________________J
sunnanblær
F J A L L I Ð
Ég barðist við fjallið með heift og hörku,
hrasaði og blóð mitt draup.
og ýmist ég bölvaði berginu gneipa
eða biðjandi niður ég kraup.
Við hlið mína strituðu hinir og þessir..
Ég hirti ei neitt um þá.
Sumir hræddust og hörfuðu aftur,
eða hröpuðu í klettagjá.
Tindurinn ögraði í ægifegurð.
þar uppi mín hnossið beið.
Ég beit á jaxlinn og brölti æ hærra,
barðist, klóraði, skreið.
Sigrandi skyldi ég sýna það öllum,
að sviki ei vöðvanna stál,
að entist til sóknar minn andlegi styrkur
um einstigi fjallsins hál.
Eitt sinn ég hvíldist á örlitlum stalli.
þá undrandi leit ég snót.
Hún birtist mér fögur, með bros í augum
við bjargsins torkleifu rót,
og kallaði til mín: Ég kem þér til fylgdar
um klettanna ógnandi sal“.
Ég svaraði tregur: „Ég tefst af þeim sökum.
Á tindinn ég fyrstur skal“.
Og höndina björtu, er hrundin mér rétti
ég hikandi frá mér sló.
í sama bili þau sortnuðu skýin
og sólroði á tindinum dó.
Hemjulaus stormurinn hóf sínar ferðir
um hamranna þungbúnu rið.
Þá heyrði ég kallað: „Þú hindraðir sjálfur
að hamingjan veitti þér lið“.
Víst komst ég á tindinn, en kalinn og meiddur
og kringum mig gullið skein.
Augu mín blinduð ei Bjarmaslóð litu,
hvar blasir við fegurðin ein.
Ég heyrði, að lýðurinn hyllti mig trylltur,
en hjarta mitt þjáningin smó,
unz gleymskunnar andi úr augsýn mig færði
og yfir mig skugga sinn dró.
10