Samvinnan - 01.02.1956, Page 3
SAMVINNAN
v_____________
2.818.000 krónum skilað aftur
Það tekur ærið langan tíma að ganga frá hverju hefti af
Samvinnunni, setja lesmálið, brjóta það um og prenta ark-
irnar hverja af annari í hinu mikla upplagi. Þetta er ástæð-
an til þess, að stórfréttar úr samvinnustarfinu er aðeins
getið í ritstjórnargrein, en ekki á öðrum síðum blaðsins
með stóru eða marglitu letri.
Þessi frétt er tilkynning Samvinnutry gginga um
2.818.000 króna endurgreiðslu af viðskiptum síðasta árs,
en þá er sú upphceð, sem stofnunin hefur endurgreitt til
hinna tryggðu, mjög tekin að nálgast 10 milljónir. Er þetta
stórglœsilegur árangur af aðeins áratugs starfi, því að Sam-
vinnutryggingar eiga tíu ára afmœli á komandi sumri.
★
Samvinnufélögin líta á það sem hlutverk sitt að brjóta
einokun á bak aftur og vekja þær starfsgreinar þjóðfélags-
ins, sem veita fólkinu lélega og dýra þjónustu. Þetta hefur
á augljósan hátt gerzt hér á landi á tryggingasviðinu með
starfi Samvinnutrygginga. Vera kann, að það sé of djúpt
í árina tekið að segja, að einokun hafi ríkt á trygginga-
sviðinu, áður en félagið tók til starfa. Og þó var ágætis
samkomulag milli allra gömlu félaganna um iðgjöld og
erfitt að sjá nokkra alvarlega samkeppni þeirra í milli. Það
ríkti þögn og drungi í tryggingamálum þjóðarinnar, á þau
var sjaldan minnzt opinberlega, fólkið vissi lítið um það,
sem var að gerast.
Allt eru þetta einmitt skýrustu einkenni auðhringanna:
samkomulag um verð, samkeppni aðeins að nafninu til,
þögn og drwngi, til að fólkið ekki vakni af dvalanum.
★
Síðan Samvinnutryggingar tóku til starfa hefur þetta
breytzt. Gömlu tryggingafélögin urðu fljótlega vör við, að
þessi njigræðlingur vildi ekki þegjandi og hljóðalaust
hækka iðgjöldin, þegar þeim sýndist. Það fóru að berast
fregnir af ýmis konar nýjungum í rekstri trygginga, og
fólk heyrði um ýmsa nýja þjónustu, stóra og smáa, sem hið
unga félag bauð fram. Gömlu félögin rumskuðu illa. Þau
hófu gagnárás með alls konar hrakspám, bæði í auglýsing-
um og manna á milli.
Höfuðástœðan til þess, hve miklum árangri Samvinnu-
tryggingar hafa náð á skömmum tíma, er hve vel hefur
tekizt um rekstur félagsins, og að forráðamenn þess hafa
af árvekni endurhugsað allt tryggingakerfi Islendinga,
leitað að nýjum og hagkvœmari leiðum og fundið þœr.
Aður en Samvinnutryggingar komu til skjalanna var
mikill hluti trygginga hér á landi rekinn á þann hátt, að
félögin tóku litla áhættu sjálf, en endurtryggðu mikið.
Þetta þýddi, að þjóðin varð að greiða stórar upphæðir í
gjaldeyri fyrir endurtryggingar, og íslenzku félögin voru
lítið meira en umboðsfyrirtæki erlendra tryggjenda.
Samvinnutryggingar hafa byggt upp verulega trygginga-
sjóði til þess að geta tekið meiri áhættu og þannig sparað
mikil iðgjöld fyrir endurrtyggingar erlendis. Félagið
hefur getað gert hagkvæmari samninga um endnrtrvgging-
ar en áður hafa þekkzt hér, m. a. við erlend samvinnu-
tryggingafélög. Loks hafa Samvinnutryggingar tekið end-
urtryggingar frá öðrum Iöndum í vaxandi mæli og þannig
getað jafnað metin, — haft tekjur á móti útgjöldunum við
endurtryggingar erlendis.
Þetta eru þær höfuðleiðir, sem félagið hefur fylgt með
þeim árangri, sem er alþjóð kunnur. Auk þess hefur rekst-
ur félagsins verið sérstaklega hagkvæmur, jafnvel þótt
hann sé borinn saman við beztu félög erlendis. Má sjá
slíkt á margan hátt, til dæmis með iðgjaldaupphæð þá, sem
að meðaltali er að baki hverjum starfsmanni hjá félaginu,
en hún er yfir milljón króna hjá Samvinnutryggingum. í
skrifstofurekstri sínum hefur félagið notað nýjustu tækni
og að því leyti verið til fyrirmyndar hér á landi.
★
Arangurinn af starfi Samvinnutrygginga er ekki að-
eins 9.6 milljónir króna, sem skilað hefur verið aftur til
hinna tryggðu. A sama tíma, sem hraðvaxandi dýrtíð
hefur flætt yfir landið, hafa iðgjöldin í mörgum greinum
trygginga lœkkað verulega. Má þar sérstaklega benda á
brunatryggingar. Þegar Samvinnutryggingar hófu sam-
keppni við eldri félögin u/m brunatryggingar húsa í
Reykjavík og buðu stórkostlega lækkun iðgjalda, riðlaði
(Framh. d bls. 30)
3