Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 8
HALLM UND UR Smásaga Ég sá Hallmund fyrst, er hann gægðist inn ganginn á sjúkradeildinni, geiflaði sig og hvarf á brott. Nokkru síðar kom hann að, þar sem ég var að raka mig, og gretti sig á sama hátt og fyrr. Hann var stór og myndarlegur, Iag- legur í andliti, en augun flóttaleg. Munnurinn opnaðist með kippum, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en seig síðan aftur. Andartaki síðar byrjaði sama grettan á ný. Þegar hann sá, að ég horfði á hann í speglinum, flýtti hann sér burt. Nokkru síðar rakst ég á hann úti á bekk í leguskálanum og settist hjá honum. Um stéttina framan við bekkinn hljóp maríuerla og leitaði að flugum fyrir ungana. Hún átti hreiður undir skálaloftinu. — Hún á hreiður þarna uppi, sagði ég- — Jæja. — Ungarnir eru komnir út. — Jæja. — Ertu sjúklingur hér? spurði ég. - Já. — Ertu úr bænum? Þegar spurt var, hvort einhver væri úr bænum, var alltaf átt við höfuðborgina. - Já. — Hvað er að þér? — Það er í fætinum. — Hvað heitirðu? spurði ég og nefndi um leið mitt eigið nafn. — Hallmundur, sagði hann og geiflaði sig. — Hallmundur Jónsson. — Er langt síðan þú veiktist? spurði ég. — Nei, það er stutt. — Þú verður aldrei lengi hér, sagði ég. — Það er enginn lengi hér nú orð- ið. Það gera nýju lyfin. Þessar upplýsingar virtust ekkert gleðja hann. Þegar hann varð einn í kof- anum, eftir að afi hans fór á elliheimilið, hafði hann jafn- an andvara á sér. Hver gat vitað nema á hann yrði ráð- izt? — Hvar býrðu í bænum? — Hvergi. Það er búið að selja húsið. — Nú, áttirðu hús? — Ekki ég. Hann afi minn átti það. Ég var hjá honum. Hann dó og þeir seldu húsið. Ég var búinn að eiga þar heima alla mína ævi. Amma dó í fyrra. Á meðan hann sagði þetta geiflaði hann sig í sífellú og fálmaði út í loftið. — Var þetta stórt hús? — Nei, það var bara eitt herbergi og eldhús. Ég átti að fara eftir tvo daga og var svo heppinn að komast hingað. — Hvað vannstu áður en þú komst hingað? — Ég var handtaksmaður. — Handtaksmaður? spurði ég. Hvað kallarðu handtaksmenn? — Við erum á verkamannaskýlinu og þurfi einhver á hjálp að halda, för- um við með honum. — Já, sagði ég. Þú ert einn af þeim. Handtaksmenn gátu oft haft góðar tekjur, því að þeir tóku alltaf hálfs dags kaup, fyrir hvert handtak, væri það ekki unnið fyrir sama mann. — Þú hefur þá oft haft góðar tekj- ur? - Já. — Gaztu ekki keypt kofann sjálf- ur, fyrst þér var annt um hann og hafðir búið þar svona lengi? — Ég átti enga peninga. — Þú hefur þurft að sjá um gömlu hjónin. — Ég, nei, þau sáu um mig. En þegar afi veiktist og fór á elliheimil- ið, gerðist ég handtaksmaður. Stund- um gerði ég ekkert af því að fóturinn bólgnaði. Hallmundur leitaði mig gjarnan uppi eftir samtalið á bekknum og tal- aði um sjálfan sig. — Ég gæti vel kvænzt, sagði hann. — Ég er ekkert ómyndarlegur strák- ur. Ég þarf bara að vera hérna á rneð- an ég jafna mig. Ég féllst á það. Hann var búinn að segja mér, að sér væri ómögulegt að borða innan um fólkið í borðstofunni. — Það horfa allir á mann — ég borða svo mikið. Hallmundur hafði misst móður sína, áður en hann komst á legg og gömlu hjónin tekið hann alveg að sér. Hann var undarlegur og varð enn undar- legri vegna uppeldisins. Honum leidd- ist í skólanum, skrópaði og hætti loks alveg að mæta. Kennararnir töldu hann öðruvísi en önnur börn og létu þetta afskiptalaust. Hann hélt sig heima við og stóð álengdar, þegar hin börnin léku sér í nánd við kofann og horfði á. A hverjum degi vonaði hann að eitthvert barnanna kallaði á hann í leikinn, en þótt öll börnin þekktu hann og hefðu sum talað við hann, buðu þau honum aldrei að vera með og eitthvað í honum sjálfum kom í veg fyrir, að hann leitaði til þeirra að fyrra bragði. Hallmundur átti marga nágranna, en enga kunningja og því síður vin. Hann var alltaf einn, og þegar hann eltist, ferðaðist hann um húsasund og fáfamar götur. Hann var hræddur við menn og þráði samt að umgangast þá. Hann varð gamall, en aldrei full- orðinn. Þegar hann varð einn í kofanum, eftir að afi hans fór á elliheimilið, hafði hann jafnan andvara á sér. Hver gat vitað, nema á hann yrði ráðist? Einu sinni vaknaði hann um miðja nótt við hljóðskraf úti fyrir. Hann lagði við hlustimar og heyrði raddir tveggja pilta og tveggja stúlkna. Þau 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.