Samvinnan - 01.02.1956, Side 5
sterkari verður þjóðin á sínum grunni
og er það vel skiljanlegt, því að „holl-
ur er heimafenginn baggi“.
„I sveita þíns andlitis skaltu þíns
brauðs neyta“. Þetta er fyrsta boð-
orðið frá skaparanum til mannanna,
þegar hann gaf þeim jörðina til afnota.
Þetta boðorð ber að uppfylla og allir
heilbrigðir geta það, með því að
stunda nauðsynleg störf. Þeir, sem
ekki skeyta um þetta boðorð, verða
þjóð sinni til erfiðleika, en sjálfir í
lögbroti fyrir hásætinu.
Starfandi landbúnaðarfólk uppfyll-
ir þetta háleita boðorð mjög dyggilega
að segja má, því að íslenzkt bænda-
fólk er mjög ástundunarsamt og dug-
legt og sníður kröfur sínar til daglegra
þæginda samkvæmt þeim möguleik-
um og aðstæðum, sem fyrir hendi eru
á hverjum tíma. Gegn öllu harðæri
beitir það þeirri aðferð að lengja sinn
eigin vinnutíma daglega, en lækka út-
gjöldin til þess ýtrasta. Þetta er dugn-
aður og dyggð og þetta er að uppfylla
boðorðið. í góðæri og í meðalári eru
svo allar hendur á lofti í sveitunum
til framtaks og nýrra framkvæmda.
Svo sem áður er að vikið, þá er það
landbúnaðurinn, sem veitir öllum í
landinu hinar dýrmætustu lífsnauð-
synjar til fæðis og klæða. Allar þær
hundruðir milljóna króna í verðlagn-
ingu, sem landbúnaðurinn framleiðir
árlega, eru ekki séðar, svo sem vera
bæri, sem kemur af því, að þjóðin not-
ar landsnytjarnar til daglegra þarfa,
en hefir ekki um þetta verzlunarfrétt-
ir eða frásagnir, sem þó nauðsynlegt
væri, því að atvinnuvegurinn er und-
ir vanmati hjá öllum þorra fólksins í
landinu.
Landbúnaður, ræktun og gróður
jarðar veitir fyrstu skilyrði til þess,
að í landinu nái að viðhaldast og þró-
ast íslenzkir lifnaðar- og menningar-
hættir. Þetta þarf þjóðin öll að skilja
og þessu þarf sveitafólkið að vaka vel
yfir. Þar af leiðandi og í sambandi við
gróður jarðar og fjölbreytni alla í
sveitum landsins, eru hin æskilegustu
skilyrði til uppeldis og þroska börn-
um og æskulýð landsins, til þjóðlegs
þroska og menningar. Nú er viðkom-
an of lítil í sveitunum, en svo mikil í
þéttbýlinu, að til stórvandræða horf-
ir til vænlegs þroska æskunni. Nú er
fjöldi bama frá þéttbýlinu sendur til
sumardvalar í sveitirnar. Er það
stærra mál en fólk virðist gera sér
grein fyrir. I því felst mikill stuðning-
ur frá sveitunum til þéttbýlisins. En
vel þarf að halda á þessu máli og vel
mætti það verða að nokkm leyti
gagnkvæmt, þannig að fleira eða færra
af þeim stóra barnahóp, sem sendur
er árlega upp í sveitirnar frá kaup-
stöðunum yrði viðloðandi í sveitun-
um og þar góðir borgarar.
Við gróður jarðar, dýralíf sveitanna
og aðra fjölbreytni má segja að fólk-
ið þar sé í sambandi við lífið sjálft.
En það hefur sín sterku áhrif við mót-
un og þroska fólksins, sem þar elzt upp
og býr.
Þegar boðuð er myndasýning á ein-
Rœktun landsins er enn á byrjunarstigi.
Landbúnaðurinn er undirstaÖa fyrir búsetu
þjóðarinnar I landinu. Bcendur landsins eru nú
um 6300.
hverjum stað, hópast fólk saman til
að horfa á myndirnar. Flestar verða
þessar myndir aðeins til þess að drepa
tímann. Þó geta þær haft víðtækari
áhrif. En mundi vera nógu vel tekið
eftir þeim myndum, sem blasa við í
sveitunum, einkum þá, er jörðin hef-
ur færzt í skrúða sumarsins og allt
vottar sumarsins angan. Þessar mynd-
ir sýna veruleikann, lífið sjálft, svo
að ekki verður í efa dregið. Við þess-
ar myndir, þessa útsýn og þá stað-
háttu, sem sól, regn og gróður jarðar
skapar, byggir sveitafólkið upp land-
búnaðinn og sveitamenninguna.
Hver sem les bók Þorvaldar Thor-
oddsens: „Árferði á íslandi í þúsund
ár“, getur þai á bak við línumar les-
ið landbúnaðarsöguna á umliðnum
öldum. Landbúnaðurinn var varnar-
laus gegn offorsi harðæris og hallæra.
Búfénaðurinn féll úr hor og fólkið dó
af fæðuskorti. Þessi ósköp skeðu hér
við og við fram á síðustu öld. Jafnvel
er talið, að eitthvað hafi dáið af þess-
um sökum um 1882 í harðærunum
þá. Á þessari öld hefur landbúnaður-
inn beðið stórtjón vegna fóðurskorts
handa fénaði í harðæri, til dæmis árin
1906, 1910, 1914 og 1920. En nú er
svo komið, að sigur er unninn á þess-
um mikla örðugleika, sem segja má,
að haldið hafi íslenzkum landbúnaði
niðri um Iiðnar aldir. Er þar náð stór-
um áfanga í sögu landbúnaðarins.
Frá Höfuðdegi 1948 til 1. sept. 1952,
eða í fimm ár, var harðæri hér, eink-
5