Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 6
Ný og varanleg húsakynni rísa. um þó um norðausturhluta landsins (frá Vaðlaheiði að Breiðdalsheiði og verst um miðbik þess landshluta), þar sem segja mátti, að allan þann tíma héldist norðaustlæg átt, með Iöngum snjóavetrum, vorharðindum, lítilli sprettu og óþurrkum um slátt. Sem dæmi um harðindin þennan tíma má nefna, að vorið 1929 var jörð í miðjum júní sem á þorra. Vorlömb þá hjá mörgum bændum norðaustan- lands orðin 5—6 vikna gömul þá hægt var að sleppa ánum. Eftir sumarið 1950 náðu einstöku bændur engu þurrkuðu heyi inn fyrr en um vetur- nætur. Vorið 1952 var ekki kominn sauðgróður fyrr en 8.—10. júlí. Fellir varð enginn á harðindasvæð- inu öll þessi ár. En að sjálfsögðu mik- il rýrnun afurðanna. Fyrr á tímum hefðu svona harðindi valdið kolfelli fénaðar og manndauða. Með ræktun- inni og aukinni tækni hefur þessi örð- ugleiki verið yfirstiginn og skapar það algerlega nýtt viðhorf í landbúnaðin- um, sem hlýtur að efla trúna á hann og gera það kleyft, að landbúnaður- inn eflist nú jafnt og þétt og að því komi, jafnvel fyrr en varir, að flytja verði á erlendan markað stórmikið magn af afurðum landbúnaðarins. Þessi sigur gefur vissulega tilefni til hátíðahalds hjá bændalýðnum, ekki í eitt skipti, heldur um öll ár framtíðarinnar. Fleira er og til að fagna yfir nú um þessi tímaskipti í landbúnaðinum. Túnþýfið er úr sögunni og orfasláttur á ógreiðfærum engjum. Ný, varanleg og hentug húsakynni rísa nú óðum upp, þar sem kuldinn er rekinn út úr íbúðunum og myrkrið, sem hvort- tveggja hefur þjáð bændalýðinn um undanfarnar aldir, og nú er rafmagn- ið að þokast eftir sveitunum. Er þetta allt ærið fagnaðarefni fyrir sveitafólk- ið. Með auknum öllum framförum í landbúnaðinum mætti svo fara, að landsins fólk vildi helzt búa um sig í sveitunum. Allir atvinnurekendur þurfa vel að athuga viðhorf yfirstandandi tíma, svo og horfa til framtíðarinnar, til þess að fylgjast vel með og vera raun- hæfir þátttakendur allra æskilegra framkvæmda og breytinga. Lítum t.d. á það, að bændur landsins eru nú taldir vera 6500 að tölu. En ef land- ið byggist enn um aldir, eiga þeir eft- ir að verða 30—40—50 þúsund eða hver veit hvað. Hver verður þá stefn- an í dag? Rækta allt undirlendi dal- anna og flatlendisins. Nú er hér haf- in framleiðsla áburðar, unninn úr lofti og vatni, sem nóg er til af. Nú fjölg- ar þeim bændum, sem hafa stækkað svo tún sín, að þeir hafa á þeim all- an heyskap. Nú fer það að tíðkast hjá bændum að beita mjólkurkúm á rækt- að land o.s.frv. Allt virðist þetta horfa vel við framtíðinni. Vatnakrafturinn, heitur og kaldur, er enn ekki kominn í notkun við landbúnaðinn, nema að mjög litlu leyti, við það sem verða mun. Þetta er ábending, sem sýnir, að landbúnaðurinn á mikla framtíð og að landbúnaðurinn er miklu meira stórmál heldur en nútíðin kann að leggja á metaskálar. Ég sagði áðan, að bændur gætu orðið hér á landi f framtíðinni 50 þús. eða hver veit hvað. Ef við nú eigum um eina milljón hektara af landi, sem auðunnið er til ræktunar, sem mun ekki fjarri lagi, þá er það efni í tún handa 50 þús. bændum, þar sem hver hefði 60 dagsláttur. Sú túnstærð á að gefa allt að 1000 hestum árlega af töðu eftir nútíma mælikvarða. Bændur, sem hafa slíkt töðufall, teljast nú stórbændur. En svo vitum við ekki í dag, hverjar breytingar kunna að verða í ræktun, hve mikið land verð- ur tekið undir aðra rækt en gras, eða hve miklu vatnskrafturinn og tilbúni áburðurinn orkar. En allt ber þetta að sama brunni: Landbúnaðurinn opnar víðar dyr, þjóðinni til vaxtar. Við, sem í sveitunum búum, höfum oft orðið þess vör, hvemig við fyllumst af krafti, er við göngum um jörðina í gróanda og blóma sumarsins. Það er ágætt að njóta þess kraftar og taka þá líka vel eftir því, að jörðin er ró- Ieg og geymir ótæmandi kraft gróður- moldarinnar og henni á að sýna sóma. Þannig er og á sveitamenningin líka að vera. Trygg eins og jörðin, bundin við gróðurmoldina og hina gróandi jörð. Þá er réttmætt að halda hátíð, því að margs er að minnast, margt er til starfa og margt er um að hugsa í landbúnaðinum, fullrar og einlægrar hugsunar. Það má segja, að allir þeir, sem af trúmennsku og ástundun vinna nauð- synleg störf, hafi miklu hlutverki að gegna. En hvergi á sviði atvinnumála þjóðarinnar er hlutverkið meira fyrir framtíðina en í landbúnaðinum, af því þar er verkefnið svo mikið við ræktun og umbætur allar og framtak í sveitunum, og að máttur moldarinn- ar og hin gróandi jörð, með öðrum hlunnindum, bjóða þjóðinni mikla möguleika til framfæris og afkomu, sem allra bezt samræmist þjóðlegri menningu, íslenzkum lifnaðarháttum. Því að jörðin er kyrr og róleg og mátt- ur gróðurmoldarinnar óþrjótandi. Vegna alls þessa, vegna þeirra sigra, sem unnizt hafa í landbúnaðinum og þeirra sigra, sem eftir er að vinna, vegna oflítillar athygli með þjóðinni um þennan atvinnuveg og vegna þeirrar þróttmiklu og þjóðlegu menn- ingar, sem hann hlýtur að viðhalda og þróa, þarf landbúnaðarfólk, hvar sem það hefur aðsetur í landinu, að eiga löghelgaðan frídag eða hátíðis- dag. Hann á að vera til heiðurs fyrir bændastéttina, til heiðurs hinni gró- andi jörð og síðast en ekki sízt til (Framh. á bls. 26) Nú er hér hafin framleiðsla tilbúins áburðar. 6

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.